Tónlist

Sara sigraði í Söngkeppni Samfés

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sara á sviðinu í Laugardalshöll í dag en Dagbjört Lena Sigurðardóttir lék undir á píanó.
Sara á sviðinu í Laugardalshöll í dag en Dagbjört Lena Sigurðardóttir lék undir á píanó. mynd/sjöfn ólafsdóttir
Sara Renee Griffin úr félagsmiðstöðinni Rauðagerði í Vestmannaeyjum sigraði í Söngkeppni Samfés sem fram fór í Laugardalshöll í dag. Sara söng lagið Pretty Hurts með bandarísku söngkonunni Beyoncé en Dagbjört Lena Sigurðardóttir spilaði undir á píanó.

Í öðru sæti í keppninni lenti Diljá Pétursdóttir úr félagsmiðstöðinn Igló í Kópavogi með lagið Frekar vildi ég verða blind. Þá lenti Agla Bríet Einarsdóttir úr félagsmiðstöðinni Elítunni á Álftanesi í þriðja sæti en hún söng lagið Addicted to You og Tómas Torrini Davíðsson lék undir á gítar.

Félagsmiðstöðin Zelsíuz fékk svo sérstök verðlaun fyrir skDemmtilegasta atriðið en þeir Pétur Már Sigurðsson, Veigar Atli Magnússon, Hlynur Héðinsson og Arnór Bjarki Eyþórsson fluttu lagið Lög og regla við gríðarlega góðar undirtektir.

Dómnefndin Söngkeppninnar skipuðu þau Hildur Kristín Stefánsdóttir, Elísabet Ormslev, Nökkvi Fjalar Orrason og Ragna Björg Ársælsdóttir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.