Enski boltinn

Vardy velur Call of Duty fram yfir leiki andstæðinganna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jamie Vardy tekur lífinu með ró.
Jamie Vardy tekur lífinu með ró. Vísir/Getty
Markahetjan Jamie Vardy hjá toppliði Leicester í ensku úrvalsdeildinni hefur greinilega of miklar áhyggjur af titilbaráttunni.

Leicester er nú með fimm stiga forystu á Tottenham þegar níu umferðir eru eftir af keppnistímabilinu. Spennan er mikil en samt segist Vardy ekki fylgjast með úrslitum leikja helstu keppinauta Leicester í titilbaráttunni.

Sjá einnig: Á toppnum en komast ekki á næturklúbb

„Ég heyrði mikið talað um að úrslitin á miðvikudagskvöldið hefðu verið okkur í hag en ég var að spila Call of Duty á PlayStation-tölvunni minni,“ sagði Vardy við enska fjölmiðla.

Hann segir að enginn hefði reiknað með því að Leicester myndi vera í toppbaráttu deildarinnar fyrir tímabilið.

„Allir sögðu að við yrðum í mikilli fallbaráttu. Sú pressa sem var á okkur snerist um að bjarga okkur. Nú þegar við erum öruggir getum við tekið lífinu með ró.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×