Enski boltinn

Á toppnum en komast ekki á næturklúbb

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Forsíðufrétt enska götublaðsins Daily Star fjallar um að nokkrum af leikmönnum Leicester var meinaður aðgangur að næturklúbbi á laugardagskvöldið.

Leicester hefur komið liða mest á óvart í ensku úrvalsdeildinni í vetur og trónir nú á toppi deildarinnar með fimm stiga forystu á Tottenham.

Ensku blöðin gera sér mat úr því á eins marga vegu og hægt er og Daily Star gefur ekkert eftir í þeirri baráttu í dag.

Eftir því sem fram kemur í fréttinni munu þeir Danny Drinkwater, Andy King, Matthew James og Ben Hamer ekki fengið inngöngu á næturklúbb sem þeir ætluðu að sækja um helgina.

Það fylgir þó sögunni að leikmenn Tottenham hafi ekki lent í sömu vandræðum og kollegar þeirra hjá toppliði Leicester.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×