Enski boltinn

Leicester með fimm stiga forystu á toppnum | Sjáðu markið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leicester City færist nær Englandsmeistaratitlinum eftir 0-1 sigur á nýliðum Watford á útivelli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Refirnir hans Claudio Ranieri eru nú með 60 stig á toppi deildarinnar, fimm stigum á undan Tottenham og átta stigum á undan Arsenal.

Eins og svo oft áður í vetur var það Alsíringurinn Riyad Mahrez sem gerði útslagið en þessi magnaði leikmaður skoraði eina mark leiksins með frábæru skoti á 56. mínútu.

Markið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Varnarleikur Leicester var sterkur í dag en liðið hélt hreinu í sjöunda sinn í síðustu 11 leikjum sínum.

Watford hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum og er í 12. sæti deildarinnar með 37 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×