Tónlist

Lorde snerti öll hjörtu í heiminum með flutningi sínum á lagi David Bowie - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lorde var mögnuð í gær.
Lorde var mögnuð í gær. vísir/getty
David Bowie er einn merkasti tónlistarmaður sögunnar. Hann lést þann 10. janúar og var banamein hans krabbamein. Í gærkvöldi fóru fram bresku tónlistarverðlaunin og var hátíðin tileinkuð David Bowie.

Hljómsveit Bowie lék í gærkvöldi syrpu með lögum hans áður en nýsjálenska tónlistarkonan Lorde söng Life On Mars með þeim. Flutningur Lorde hefur vakið gríðarlega athygli um heim allan síðan í gær og þótti hún standa sig vel. Flutningur hennar má sjá hér að neðan.

Lorde sings Life On Mars in Bowie tribute at Brits

Lorde performs Life On Mars? in fitting tribute to David Bowie at the BRIT Awards after he called her the "future of music".Was it better than Lady Gaga's Bowie tribute at The GRAMMYs? Tell us what you think below:

Posted by ITV News on 24. febrúar 2016
Söngkonan Annie Lennox og leikarinn Gary Oldman héldu ræður til að minnast tónlistarmannsins en sá síðarnefndi tók einnig við heiðursverðlaunum fyrir hönd Bowie.

Hér að neðan má sjá ræðurnar tvær.

Adele hlaut verðlaun sem besti kvenkyns sólólistamaðurinn, bestu bresku plötuna, bestu smáskífuna fyrir lagið Hello og „Global Success“ verðlaun. Hún þurfti að vísu að lúta í lægra haldi fyrir drengjasveitinni One Direction þegar veitt voru verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið. Að öðru leiti var Adele sigurvegari kvöldsins. Björk Guðmundsdóttir var útnefnd besti alþjóðlegi kvenkyns sólólistamaðurinn á verðlaunahátíðinni sem fór fram í London.


Tengdar fréttir

Þeir áttu rauða dregilinn

Strákarnir stóðu sig mun betur en stelpurnar á rauða dreglinum á Brit Awards í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×