Muse með tónleika á Íslandi í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2016 10:34 Matt Bellamy, söngvari Muse, á tónleikum í Róm sumarið 2013. Mynd/Hans Peter Van Velthoven Breska hljómsveitin Muse mun halda tónleika í Nýju Laugardalshöllinni þann 6. ágúst en þetta kom fram í útvarpsþættinum Virkum morgnum á Rás 2 í morgun. Sveitin hélt tónleika á sama stað þann 10. desember árið 2003 en Muse hefur í áraraðir verið ein vinsælasta rokksveit heims. Miðasala á tónleikana hefst þann 8. mars en nánar verður tilkynnt um útfærslu hennar eftir helgi. „Þeir héldu tónleika hérna með góðum árangri og ætla nú að endurtaka leikinn. Þeir eru búnir að stækka og stækka og voru alltaf á leiðinni aftur,“ segir Þorsteinn Stephensen, tónleikahaldarinn, á Rás 2 í morgun, en hann stóð einnig að tónleikunum fyrir 13 árum. Þorsteinn sagði að til stæði að stilla miðaverðinu í hóf. „Tónleikarnir verða um hásumar og verður slegið til mikillar veislu með grillsvæði og bjórtjöldum í kringum Laugardalshöllina.“ Hér að neðan má sjá tónleika með sveitinni sem voru í Róm árið 2013. MUSE með tónleika á Íslandi í ágúst.Breska rokkhljómsveitin MUSE hefur boðað komu sína til Íslands sumarið...Posted by Mr. Destiny / Hr. Örlygur on 26. febrúar 2016 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Breska hljómsveitin Muse mun halda tónleika í Nýju Laugardalshöllinni þann 6. ágúst en þetta kom fram í útvarpsþættinum Virkum morgnum á Rás 2 í morgun. Sveitin hélt tónleika á sama stað þann 10. desember árið 2003 en Muse hefur í áraraðir verið ein vinsælasta rokksveit heims. Miðasala á tónleikana hefst þann 8. mars en nánar verður tilkynnt um útfærslu hennar eftir helgi. „Þeir héldu tónleika hérna með góðum árangri og ætla nú að endurtaka leikinn. Þeir eru búnir að stækka og stækka og voru alltaf á leiðinni aftur,“ segir Þorsteinn Stephensen, tónleikahaldarinn, á Rás 2 í morgun, en hann stóð einnig að tónleikunum fyrir 13 árum. Þorsteinn sagði að til stæði að stilla miðaverðinu í hóf. „Tónleikarnir verða um hásumar og verður slegið til mikillar veislu með grillsvæði og bjórtjöldum í kringum Laugardalshöllina.“ Hér að neðan má sjá tónleika með sveitinni sem voru í Róm árið 2013. MUSE með tónleika á Íslandi í ágúst.Breska rokkhljómsveitin MUSE hefur boðað komu sína til Íslands sumarið...Posted by Mr. Destiny / Hr. Örlygur on 26. febrúar 2016
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp