Heims- og Evrópumeistari fékk sænska ríkisfangið sitt með svikum og prettum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2016 21:30 Abeba Aregawi. Vísir/Getty Hin 25 ára gamla Abeba Aregawi hefur verið ein af bestu 1500 metra hlaupurum heimsins undanfarin ár og hún hefur keppt fyrir Svíþjóð frá og með árinu 2013. Svíar ættu því að vera stoltir af sinni konu en það er ekki svo. Í dag er Abeba Aregawi hinsvegar ein af umdeildustu íþróttamönnum sænsku þjóðarinnar og nýjar upplýsingar um búsetu, hjónaband og skattamál hennar hafa kallað fram hneykslun hjá mjög mörgum Svíum. Abeba Aregawi hefur unnið þrenn verðlaun á stórmótum, hún varð heimsmeistari bæði inni (2014) og úti (2013) og vann Evrópumeistaramót innanhúss 2013. Sænska blaðið Expressen hefur fjallað ítarlega um skattamál hennar og nú er komið fram í dagsljósið að Aregawi laug á umsókn sinni um sænskt ríkisfang. Þetta kom fram þegar skattayfirvöld í Svíþjóð tilkynntu að hún þyrfti ekki að greiða skatta í Svíþjóð þar sem að hún hafði aldrei búið í Svíþjóð.Annað kom þó fram í umsókn hennar um sænskt ríkisfang og í viðbót bættist við málamynda hjónaband hennar. „Hún sveik mig," sagði Anders Albertsson, fyrrum framkvæmdastjóri sænska frjálsíþróttasambandsins, við blaðamann Expressen en það var einmitt hann sem hjálpaði máli hennar í gegnum sænska kerfið. Abeba Aregawi giftist hinum sænsk-eþíópíska Henok Weldegebriel árið 2008 og sagðist í umsókn sinni hafa flutt til Svíþjóðar árið eftir giftinguna og verið með lögheimili í Svíþjóð síðan þá. „Ég hitti Ababa á hóteli í Svíþjóð. Þar lét hún mig fá bréf þar sem hún sóttist eftir því að keppa fyrir Svíþjóð. Ég hafði enga ástæðu til að efast um það að hún byggi í Svíþjóð," sagði Albertsson. Expressen hafði áður sagt frá því að hjónaband Abeba Aregawi og Henok Weldegebriel hafi aðeins verið til að hjálpa henni til að fá sænskt ríkisfang. Hún hélt síðan skilnaðinum leyndum fyrir þjálfurum og öðrum í tíu mánuði. Um leið og hún átti að fara borga skatta í Svíþjóð þá flutti hún aftur til Eþíópíu.Sænski blaðamaðurinn Elisabet Höglund er mjög ósátt með stöðu málsins og vill koma í veg fyrir að Abeba Aregawi keppi á HM innanhúss í Portland sem fer fram í mars. „Abeba Aregawi átti aldrei að fá sænskt ríkisfang. Hún vann gull á heimsmeistaramóti fyrir Svíþjóð en hún tilheyrði aldrei Svíþjóð," skrifaði Höglund á bloggsíðu sína. Frjálsar íþróttir Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Sjá meira
Hin 25 ára gamla Abeba Aregawi hefur verið ein af bestu 1500 metra hlaupurum heimsins undanfarin ár og hún hefur keppt fyrir Svíþjóð frá og með árinu 2013. Svíar ættu því að vera stoltir af sinni konu en það er ekki svo. Í dag er Abeba Aregawi hinsvegar ein af umdeildustu íþróttamönnum sænsku þjóðarinnar og nýjar upplýsingar um búsetu, hjónaband og skattamál hennar hafa kallað fram hneykslun hjá mjög mörgum Svíum. Abeba Aregawi hefur unnið þrenn verðlaun á stórmótum, hún varð heimsmeistari bæði inni (2014) og úti (2013) og vann Evrópumeistaramót innanhúss 2013. Sænska blaðið Expressen hefur fjallað ítarlega um skattamál hennar og nú er komið fram í dagsljósið að Aregawi laug á umsókn sinni um sænskt ríkisfang. Þetta kom fram þegar skattayfirvöld í Svíþjóð tilkynntu að hún þyrfti ekki að greiða skatta í Svíþjóð þar sem að hún hafði aldrei búið í Svíþjóð.Annað kom þó fram í umsókn hennar um sænskt ríkisfang og í viðbót bættist við málamynda hjónaband hennar. „Hún sveik mig," sagði Anders Albertsson, fyrrum framkvæmdastjóri sænska frjálsíþróttasambandsins, við blaðamann Expressen en það var einmitt hann sem hjálpaði máli hennar í gegnum sænska kerfið. Abeba Aregawi giftist hinum sænsk-eþíópíska Henok Weldegebriel árið 2008 og sagðist í umsókn sinni hafa flutt til Svíþjóðar árið eftir giftinguna og verið með lögheimili í Svíþjóð síðan þá. „Ég hitti Ababa á hóteli í Svíþjóð. Þar lét hún mig fá bréf þar sem hún sóttist eftir því að keppa fyrir Svíþjóð. Ég hafði enga ástæðu til að efast um það að hún byggi í Svíþjóð," sagði Albertsson. Expressen hafði áður sagt frá því að hjónaband Abeba Aregawi og Henok Weldegebriel hafi aðeins verið til að hjálpa henni til að fá sænskt ríkisfang. Hún hélt síðan skilnaðinum leyndum fyrir þjálfurum og öðrum í tíu mánuði. Um leið og hún átti að fara borga skatta í Svíþjóð þá flutti hún aftur til Eþíópíu.Sænski blaðamaðurinn Elisabet Höglund er mjög ósátt með stöðu málsins og vill koma í veg fyrir að Abeba Aregawi keppi á HM innanhúss í Portland sem fer fram í mars. „Abeba Aregawi átti aldrei að fá sænskt ríkisfang. Hún vann gull á heimsmeistaramóti fyrir Svíþjóð en hún tilheyrði aldrei Svíþjóð," skrifaði Höglund á bloggsíðu sína.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Sjá meira