Mourinho segir vinum sínum að hann verði stjóri Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2016 09:30 Jose Mourinho og Sir Alex Ferguson. Vísir/Getty Ensku blöðin slá því flest upp í morgun að Jose Mourinho hafi sagt vinum sínum og aðstoðarfólki að hann muni í sumar taka við liði Manchester United af Louis van Gaal. The Daily Mail, Daily Star, Daily Mirror og Daily Telegraph hafa þetta öll frá ónefndum heimildarmanni sem þekkir vel til í herbúðum hins 53 ára gamla Portúgala. Jose Mourinho var rekinn sem knattspyrnustjóri Chelsea í desember en hann var nánast frá fyrsta degi orðaður við starf Louis van Gaal hjá Manchester United. Mourinho talaði síðan um það sjálfur í viðtali í síðustu viku að hann væri að snúa aftur í boltann og helst hjá ensku liði. Louis van Gaal á eftir eitt ár af samningi sínum við Manchester United en hefur þurft að vinna í langan tíma undir endalausum fréttum af endalokum sínum hjá félaginu. Síðasta útspil Van Gaal var að lýsa því yfir í viðtölum eftir síðasta leik Manchester United að fréttirnar af viðræðum milli Manchester United og Jose Mourinho hefðu verið búnar til af fjölmiðlamönnum. Margir stuðningsmenn Manchester United eru eflaust orðnir mjög þreyttir á dútl-boltanum undir stjórn Louis van Gaal og fagna þeir hinir sömu öruggum þessum fréttum af Jose Mourinho. Gengi United-liðsins hefur engu að síður verið betra á síðustu vikum en þegar fjölmiðlar slógu því upp fyrir nánast hvern leik að starf Louis van Gaal væri undir. Jose Mourinho hefur alltaf náð góðum árangri með lið sín þótt að tími hans hjá félögunum hafi oft endað með skelli. Hann náði vel saman með Sir Alex Ferguson og getur eflaust fengið góð ráð hjá þeim gamla taki hann við á Old Trafford. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Ensku blöðin slá því flest upp í morgun að Jose Mourinho hafi sagt vinum sínum og aðstoðarfólki að hann muni í sumar taka við liði Manchester United af Louis van Gaal. The Daily Mail, Daily Star, Daily Mirror og Daily Telegraph hafa þetta öll frá ónefndum heimildarmanni sem þekkir vel til í herbúðum hins 53 ára gamla Portúgala. Jose Mourinho var rekinn sem knattspyrnustjóri Chelsea í desember en hann var nánast frá fyrsta degi orðaður við starf Louis van Gaal hjá Manchester United. Mourinho talaði síðan um það sjálfur í viðtali í síðustu viku að hann væri að snúa aftur í boltann og helst hjá ensku liði. Louis van Gaal á eftir eitt ár af samningi sínum við Manchester United en hefur þurft að vinna í langan tíma undir endalausum fréttum af endalokum sínum hjá félaginu. Síðasta útspil Van Gaal var að lýsa því yfir í viðtölum eftir síðasta leik Manchester United að fréttirnar af viðræðum milli Manchester United og Jose Mourinho hefðu verið búnar til af fjölmiðlamönnum. Margir stuðningsmenn Manchester United eru eflaust orðnir mjög þreyttir á dútl-boltanum undir stjórn Louis van Gaal og fagna þeir hinir sömu öruggum þessum fréttum af Jose Mourinho. Gengi United-liðsins hefur engu að síður verið betra á síðustu vikum en þegar fjölmiðlar slógu því upp fyrir nánast hvern leik að starf Louis van Gaal væri undir. Jose Mourinho hefur alltaf náð góðum árangri með lið sín þótt að tími hans hjá félögunum hafi oft endað með skelli. Hann náði vel saman með Sir Alex Ferguson og getur eflaust fengið góð ráð hjá þeim gamla taki hann við á Old Trafford.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira