Stutt í heimsókn til ömmu í Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2016 06:45 Sandra María Jessen er hér í leik með Þór/KA í Pepsi-deildinni. Vísir/Vilhelm Sandra María Jessen, sóknarmaður Þórs/KA, er á leið til Þýskalands í næstu viku en hún hefur verið lánuð til þýska úrvalsdeildarfélagsins Leverkusen til loka tímabilsins. Sandra, sem hefur afrekað að skora fimm mörk í aðeins ellefu A-landsleikjum, er 21 árs gömul og telur það góðan aldur til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa leikið allan sinn feril með Þór/KA. „Þetta hefur verið draumur minn síðan ég var lítil. Þetta er stórt skref og ég er afar ánægð að fá að taka það núna,“ sagði Sandra María í samtali við Fréttablaðið í gær.Undir mér komið Sandra María fór ásamt Lillý Rut Hlynsdóttur, liðsfélaga sínum, til reynslu hjá Leverkusen eftir tímabilið í Pepsi-deild kvenna í haust. Félagið hafði svo samband við Þór/KA fyrir stuttu síðan og komust þau að samkomulagi um lánssamning. Leverkusen á þó þann kost að semja við Söndru Maríu til frambúðar í vor. „Það er þá undir mér komið með því að standa mig vel, sýna mig og sanna. Það er ekkert öruggt með það en það væri auðvitað mjög gaman að halda áfram,“ sagði Sandra María sem stefnir að því að öðrum kosti að koma heim í maí og spila með Þór/KA í sumar. Félögin eru þó sátt um það að Sandra María fái að koma heim fyrir 15. maí svo að hún þurfi ekki að bíða eftir leikheimild með Þór/KA til 15. júlí, þó svo að tímabilinu í Þýskalandi ljúki ekki fyrr en síðar í maímánuði. Hlakkar til að læra meira Sandra María lítur á þetta sem stórt tækifæri fyrir sig og ætlar að nýta tímann í Þýskalandi vel. „Ég hlakka til að kynnast nýjum leikfræðum og að spila í svo sterkri deild sem þeirri þýsku. Það er vonandi margt sem ég get lært og tekið með mér heim til Íslands og þá nýtt mér til að hjálpa öðrum leikmönnum í Þór/KA,“ segir Sandra María en Leverkusen er sem stendur í tíunda sæti af tólf liðum í þýsku deildinni. „Stefnan er að liðið haldi sér uppi enda mjög sterkt,“ segir hún og bætir við að Annike Krahn, fyrirliði þýska landsliðisins, leiki með Leverkusen.Þýskan fljót að koma Sandra María á þýskan föður en það hefur þó alltaf verið töluð íslenska á heimili hennar. „Ég myndi því ekki segja að ég væri altalandi á þýsku en ég get reddað mér. Ég verð fljót að læra auk þess sem ég bý að því að hafa lært þýsku í menntaskóla,“ segir Sandra María sem á ömmu í Köln sem er stutt frá Leverkusen. „Það verður stutt að fara í heimsókn til hennar sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sandra María. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sandra María Jessen, sóknarmaður Þórs/KA, er á leið til Þýskalands í næstu viku en hún hefur verið lánuð til þýska úrvalsdeildarfélagsins Leverkusen til loka tímabilsins. Sandra, sem hefur afrekað að skora fimm mörk í aðeins ellefu A-landsleikjum, er 21 árs gömul og telur það góðan aldur til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa leikið allan sinn feril með Þór/KA. „Þetta hefur verið draumur minn síðan ég var lítil. Þetta er stórt skref og ég er afar ánægð að fá að taka það núna,“ sagði Sandra María í samtali við Fréttablaðið í gær.Undir mér komið Sandra María fór ásamt Lillý Rut Hlynsdóttur, liðsfélaga sínum, til reynslu hjá Leverkusen eftir tímabilið í Pepsi-deild kvenna í haust. Félagið hafði svo samband við Þór/KA fyrir stuttu síðan og komust þau að samkomulagi um lánssamning. Leverkusen á þó þann kost að semja við Söndru Maríu til frambúðar í vor. „Það er þá undir mér komið með því að standa mig vel, sýna mig og sanna. Það er ekkert öruggt með það en það væri auðvitað mjög gaman að halda áfram,“ sagði Sandra María sem stefnir að því að öðrum kosti að koma heim í maí og spila með Þór/KA í sumar. Félögin eru þó sátt um það að Sandra María fái að koma heim fyrir 15. maí svo að hún þurfi ekki að bíða eftir leikheimild með Þór/KA til 15. júlí, þó svo að tímabilinu í Þýskalandi ljúki ekki fyrr en síðar í maímánuði. Hlakkar til að læra meira Sandra María lítur á þetta sem stórt tækifæri fyrir sig og ætlar að nýta tímann í Þýskalandi vel. „Ég hlakka til að kynnast nýjum leikfræðum og að spila í svo sterkri deild sem þeirri þýsku. Það er vonandi margt sem ég get lært og tekið með mér heim til Íslands og þá nýtt mér til að hjálpa öðrum leikmönnum í Þór/KA,“ segir Sandra María en Leverkusen er sem stendur í tíunda sæti af tólf liðum í þýsku deildinni. „Stefnan er að liðið haldi sér uppi enda mjög sterkt,“ segir hún og bætir við að Annike Krahn, fyrirliði þýska landsliðisins, leiki með Leverkusen.Þýskan fljót að koma Sandra María á þýskan föður en það hefur þó alltaf verið töluð íslenska á heimili hennar. „Ég myndi því ekki segja að ég væri altalandi á þýsku en ég get reddað mér. Ég verð fljót að læra auk þess sem ég bý að því að hafa lært þýsku í menntaskóla,“ segir Sandra María sem á ömmu í Köln sem er stutt frá Leverkusen. „Það verður stutt að fara í heimsókn til hennar sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sandra María.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu