Á að vera þakklát fyrir að lenda á séns Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 14:20 Inga Björk er ein af fáum sem fær NPA-aðstoð. Þannig hefur hún kost á því að stunda háskólanám og fulla vinnu. Vísir/Anton „Ég er kölluð tussa fyrir að vilja ekki fara heim með strákum af djamminu því ég á að vera þakklát fyrir að einhver vilji mig. Þeir verða mjög reiðir, eins og ég sé að hafna góðverki. Ég hef fengið þvílíkan fúkyrðaflaum yfir mig,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir um reynslu sína sem fötluð kona í hjólastól þegar hún fer í bæinn að skemmta sér. Hún segir þetta viðhorf endurspeglast í umræðunni um ofbeldi gegn fötluðum konum. „Umræðan er á þann veg að menn sem beita fatlaðar konur ofbeldi eru kallaðir öfuguggar og með afbrigðilegar kenndir fyrir að ráðast á „minnimáttar“. Í stað þess að vera einfaldlega ofbeldismenn. Það viðhorf að fatlað fólk sé grey veldur þessari skekkju. Það er eins og það sé verið að tala um misnotkun á barni, en ekki ofbeldi gegn konum.“ Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Inga Björk segir vitundarvakninguna undanfarna mánuði um ofbeldi gegn fötluðum konum vissulega vera fagnaðarefni. Umræðan ætti þó að vera eins og þegar um ofbeldi gegn ófötluðum konum er að ræða. Hún segir þetta þó flókið enda verði fatlaðar konur frekar fyrir ofbeldi. „Og það er af því að fólki finnst það hafa rétt til að ráðskast með líkama okkar. Að mínu mati verða fatlaðar konur frekar fyrir ofbeldi því við höfum ekki sjálfsákvörðunarrétt yfir líkama okkar. Svona er kerfið sett upp. Fatlað fólk ræður ekki hvar það býr, ræður ekki hver hjálpar því og ræður ekki hvað það gerir eða hvenær.“Sjá einnig: Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldiVegna þessa upplifir Inga Björk ætíð að hún eigi að láta fara lítið fyrir sér og vera þakklát fyrir það sem hún fær. „Fötluðu fólki er sagt að það geti ekki ætlast til að fá allt sem það vill en það er ekki að því. Það biður um að fá að lifa eðlilegu lífi. Umræðan er að þessu leyti kúgandi.“ Inga Björk segir þetta hafa áhrif á sjálfsmyndina og fatlaðar konur eigi þar af leiðandi erfiðara með að setja skýr mörk. „Þegar allir koma fram við þig eins og þú sért einskis virði, þú sért vesen og dýrt að hafa þig í samfélaginu, þá endarðu á að trúa því sjálfur. Mín daglega barátta er að skilgreina mig öðruvísi en samfélagið vill að ég skilgreini mig. Þessi hjólastóll er ekkert mál – heldur slagsmál við staðalímyndir.“Sjá einnig: Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldisStaðalímyndir hafa áhrif á meira en umræðuna um ofbeldi. Karlmenn sem eru í sambandi með fötluðum konum eru einnig stimplaðir. „Það er eins og menn geti ekki orðið ástfangnir af konu óháð hjólastólnum, því hún er gáfuð eða falleg. Það er gert ráð fyrir að þeir hljóti að vera með einhvers konar hjólastólablæti eða að þeir séu svona afskaplega góðir og fórni lífi sínu með þessu sambandi. Einnig er gert ráð fyrir að fötluð kona eigi að vera í sambandi með fötluðum manni.“ Inga Björk segir grundvallaratriði að fatlað fólk fái að lifa eðlilegu og sjálfstæðu lífi. „Það myndi allavega koma okkur ansi langt. Mörk fatlaðs fólks myndu eflast og umræðan kæmist kannski á réttan stað: Að það sé ekkert öðruvísi að nauðga konu í hjólastól en konu sem getur gengið. Það að samfélaginu finnist það opinberar fordómana.“ Tengdar fréttir Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldis María Þorleif Hreiðarsdóttir lýsir reynslu af kynferðisofbeldi leiðbeinanda. 8. mars 2015 18:23 Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldi Ný rannsókn sem nær til fjögurra landa sýnir að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt vandamál. Ofbeldið tengist oft valdaleysi þeirra gagnvart eigin aðstæðum. Stuðning og fræðslu vantar fyrir fatlaða þolendur ofbeldis. 23. mars 2015 07:00 Líkur á að alvarleg brot gegn fötluðum hafi misfarist í kerfinu Formaður Þroskahjálpar segir skorta skýrar verklagsreglur fyrir þá sem rannsaka og koma að ofbeldisbrotum gagnvart fötluðu fólki. 16. janúar 2016 19:24 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Ég er kölluð tussa fyrir að vilja ekki fara heim með strákum af djamminu því ég á að vera þakklát fyrir að einhver vilji mig. Þeir verða mjög reiðir, eins og ég sé að hafna góðverki. Ég hef fengið þvílíkan fúkyrðaflaum yfir mig,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir um reynslu sína sem fötluð kona í hjólastól þegar hún fer í bæinn að skemmta sér. Hún segir þetta viðhorf endurspeglast í umræðunni um ofbeldi gegn fötluðum konum. „Umræðan er á þann veg að menn sem beita fatlaðar konur ofbeldi eru kallaðir öfuguggar og með afbrigðilegar kenndir fyrir að ráðast á „minnimáttar“. Í stað þess að vera einfaldlega ofbeldismenn. Það viðhorf að fatlað fólk sé grey veldur þessari skekkju. Það er eins og það sé verið að tala um misnotkun á barni, en ekki ofbeldi gegn konum.“ Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Inga Björk segir vitundarvakninguna undanfarna mánuði um ofbeldi gegn fötluðum konum vissulega vera fagnaðarefni. Umræðan ætti þó að vera eins og þegar um ofbeldi gegn ófötluðum konum er að ræða. Hún segir þetta þó flókið enda verði fatlaðar konur frekar fyrir ofbeldi. „Og það er af því að fólki finnst það hafa rétt til að ráðskast með líkama okkar. Að mínu mati verða fatlaðar konur frekar fyrir ofbeldi því við höfum ekki sjálfsákvörðunarrétt yfir líkama okkar. Svona er kerfið sett upp. Fatlað fólk ræður ekki hvar það býr, ræður ekki hver hjálpar því og ræður ekki hvað það gerir eða hvenær.“Sjá einnig: Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldiVegna þessa upplifir Inga Björk ætíð að hún eigi að láta fara lítið fyrir sér og vera þakklát fyrir það sem hún fær. „Fötluðu fólki er sagt að það geti ekki ætlast til að fá allt sem það vill en það er ekki að því. Það biður um að fá að lifa eðlilegu lífi. Umræðan er að þessu leyti kúgandi.“ Inga Björk segir þetta hafa áhrif á sjálfsmyndina og fatlaðar konur eigi þar af leiðandi erfiðara með að setja skýr mörk. „Þegar allir koma fram við þig eins og þú sért einskis virði, þú sért vesen og dýrt að hafa þig í samfélaginu, þá endarðu á að trúa því sjálfur. Mín daglega barátta er að skilgreina mig öðruvísi en samfélagið vill að ég skilgreini mig. Þessi hjólastóll er ekkert mál – heldur slagsmál við staðalímyndir.“Sjá einnig: Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldisStaðalímyndir hafa áhrif á meira en umræðuna um ofbeldi. Karlmenn sem eru í sambandi með fötluðum konum eru einnig stimplaðir. „Það er eins og menn geti ekki orðið ástfangnir af konu óháð hjólastólnum, því hún er gáfuð eða falleg. Það er gert ráð fyrir að þeir hljóti að vera með einhvers konar hjólastólablæti eða að þeir séu svona afskaplega góðir og fórni lífi sínu með þessu sambandi. Einnig er gert ráð fyrir að fötluð kona eigi að vera í sambandi með fötluðum manni.“ Inga Björk segir grundvallaratriði að fatlað fólk fái að lifa eðlilegu og sjálfstæðu lífi. „Það myndi allavega koma okkur ansi langt. Mörk fatlaðs fólks myndu eflast og umræðan kæmist kannski á réttan stað: Að það sé ekkert öðruvísi að nauðga konu í hjólastól en konu sem getur gengið. Það að samfélaginu finnist það opinberar fordómana.“
Tengdar fréttir Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldis María Þorleif Hreiðarsdóttir lýsir reynslu af kynferðisofbeldi leiðbeinanda. 8. mars 2015 18:23 Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldi Ný rannsókn sem nær til fjögurra landa sýnir að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt vandamál. Ofbeldið tengist oft valdaleysi þeirra gagnvart eigin aðstæðum. Stuðning og fræðslu vantar fyrir fatlaða þolendur ofbeldis. 23. mars 2015 07:00 Líkur á að alvarleg brot gegn fötluðum hafi misfarist í kerfinu Formaður Þroskahjálpar segir skorta skýrar verklagsreglur fyrir þá sem rannsaka og koma að ofbeldisbrotum gagnvart fötluðu fólki. 16. janúar 2016 19:24 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldis María Þorleif Hreiðarsdóttir lýsir reynslu af kynferðisofbeldi leiðbeinanda. 8. mars 2015 18:23
Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldi Ný rannsókn sem nær til fjögurra landa sýnir að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt vandamál. Ofbeldið tengist oft valdaleysi þeirra gagnvart eigin aðstæðum. Stuðning og fræðslu vantar fyrir fatlaða þolendur ofbeldis. 23. mars 2015 07:00
Líkur á að alvarleg brot gegn fötluðum hafi misfarist í kerfinu Formaður Þroskahjálpar segir skorta skýrar verklagsreglur fyrir þá sem rannsaka og koma að ofbeldisbrotum gagnvart fötluðu fólki. 16. janúar 2016 19:24