Borgin leitar svara um fjármögnun moskunnar Bjarki Ármannsson skrifar 8. febrúar 2016 21:30 Kjartan Magnússon vill að það liggi fyrir hvernig bygging mosku í Sogamýri er fjármögnuð. Vísir Þeir trúarsöfnuðir sem fengið hafa úthlutað lóðum hjá Reykjavíkurborg undir fyrirhugaðar byggingar, verða beðnir um að veita upplýsingar til borgarinnar um það hvernig staðið verður að fjármögnun þeirra bygginga. Þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnar í síðustu viku. Meðal þeirra söfnuða sem krafðir verða um svör er Félag múslima á Íslandi, sem hyggst reisa mosku í Sogamýri. Tæplega ár er liðið frá því að embætti Forseta Íslands hélt því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hygðust styðja byggingu moskunnar með fjárframlagi upp á um 135 milljónir íslenskra króna. Hvorki sendiráð Sádi-Arabíu í Stokkhólmi né Félag múslima hafa staðfest þetta. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagðist í fyrra hafa óskað eftir því við mannréttindaskrifstofu borgarinnar að aflað yrði upplýsinga um þessa meintu fjárveitingu. Nú í síðasta mánuði kom þó fram í svari borgarstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að það væri mat borgarinnar að engin lagaskylda hvíli á trúfélögum að upplýsa um hvernig staðið er að fjármögnun kirkjubygginga eða tilbeiðsluhúsa.Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar í Sogamýri.Mynd/Atli BergmannRétt að það liggi fyrir frá hverjum styrkir koma „Við getum samt auðvitað óskað eftir upplýsingum frá þeim,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýnt hefur aðgerðir borgarinnar í málinu. „Megnið af upplýsingaöflun borgarinnar fer þannig fram að við óskum eftir einhverjum upplýsingum frá aðilum, án þess að við séum að hóta þeim með lögfræðingum. Og í langflestum tilvikum, þá verða menn bara mjög ljúflega við þeirri beiðni.“ Kjartan segir borgarstjóra ekkert hafa gert til að afla upplýsinga um málið í næstum ár, þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða. „Mér finnst bara rétt að fólkið í Reykjavík viti þetta,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega lóð í eigu borgarinnar, sem er úthlutað ókeypis til ákveðinnar starfsemi, og mér finnst bara fínt að það liggi fyrir frá hverjum svona styrkir koma, hversu háir þeir eru og hvort einhver skilyrði fylgi þeim.“ Sverrir Agnarsson, þáverandi formaður Félags múslima, sagði í fyrra að félaginu hefði ekki borist nein tilkynning um fjárstyrki frá Sádi-Arabíu. Menningarsetur múslima á Íslandi, hitt trúfélag múslima hérlendis, sagðist sömuleiðis ekki kannast við málið. Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Reykjavíkurborg: Trúfélögum ekki skylt að greina frá fjármögnun tilbeiðsluhúsa Borgarstjóri telur þó að trúfélög ættu að gera grein fyrir slíkri fjármögnun til að stuðla að opnari og upplýstari umræðu. 29. janúar 2016 11:15 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Þeir trúarsöfnuðir sem fengið hafa úthlutað lóðum hjá Reykjavíkurborg undir fyrirhugaðar byggingar, verða beðnir um að veita upplýsingar til borgarinnar um það hvernig staðið verður að fjármögnun þeirra bygginga. Þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnar í síðustu viku. Meðal þeirra söfnuða sem krafðir verða um svör er Félag múslima á Íslandi, sem hyggst reisa mosku í Sogamýri. Tæplega ár er liðið frá því að embætti Forseta Íslands hélt því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hygðust styðja byggingu moskunnar með fjárframlagi upp á um 135 milljónir íslenskra króna. Hvorki sendiráð Sádi-Arabíu í Stokkhólmi né Félag múslima hafa staðfest þetta. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagðist í fyrra hafa óskað eftir því við mannréttindaskrifstofu borgarinnar að aflað yrði upplýsinga um þessa meintu fjárveitingu. Nú í síðasta mánuði kom þó fram í svari borgarstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að það væri mat borgarinnar að engin lagaskylda hvíli á trúfélögum að upplýsa um hvernig staðið er að fjármögnun kirkjubygginga eða tilbeiðsluhúsa.Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar í Sogamýri.Mynd/Atli BergmannRétt að það liggi fyrir frá hverjum styrkir koma „Við getum samt auðvitað óskað eftir upplýsingum frá þeim,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýnt hefur aðgerðir borgarinnar í málinu. „Megnið af upplýsingaöflun borgarinnar fer þannig fram að við óskum eftir einhverjum upplýsingum frá aðilum, án þess að við séum að hóta þeim með lögfræðingum. Og í langflestum tilvikum, þá verða menn bara mjög ljúflega við þeirri beiðni.“ Kjartan segir borgarstjóra ekkert hafa gert til að afla upplýsinga um málið í næstum ár, þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða. „Mér finnst bara rétt að fólkið í Reykjavík viti þetta,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega lóð í eigu borgarinnar, sem er úthlutað ókeypis til ákveðinnar starfsemi, og mér finnst bara fínt að það liggi fyrir frá hverjum svona styrkir koma, hversu háir þeir eru og hvort einhver skilyrði fylgi þeim.“ Sverrir Agnarsson, þáverandi formaður Félags múslima, sagði í fyrra að félaginu hefði ekki borist nein tilkynning um fjárstyrki frá Sádi-Arabíu. Menningarsetur múslima á Íslandi, hitt trúfélag múslima hérlendis, sagðist sömuleiðis ekki kannast við málið.
Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Reykjavíkurborg: Trúfélögum ekki skylt að greina frá fjármögnun tilbeiðsluhúsa Borgarstjóri telur þó að trúfélög ættu að gera grein fyrir slíkri fjármögnun til að stuðla að opnari og upplýstari umræðu. 29. janúar 2016 11:15 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44
Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51
Reykjavíkurborg: Trúfélögum ekki skylt að greina frá fjármögnun tilbeiðsluhúsa Borgarstjóri telur þó að trúfélög ættu að gera grein fyrir slíkri fjármögnun til að stuðla að opnari og upplýstari umræðu. 29. janúar 2016 11:15
Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37
Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02