Janúar 2016 var einn af fjórum bestu mánuðum Gylfa Þórs Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2016 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson byrjar nýtt ár mjög vel. vísir/getty Þó Janúar sé ekki formlega búinn er honum lokið í ensku úrvalsdeildinni þar sem næsta helgi er bikarhelgi. Liðin 20 spiluðu fjóra leiki í mánuðinum sem er að líða undir lok. Janúar 2016 var einn af fjórum bestu mánuðum Gylfa Þórs Sigurðssonar, íslenska landsliðsmannsins hjá Swansea, í ensku úrvalsdeildinni frá því hann spilaði þar fyrst seinni hluta tímabilsins 2011/2012.Sjá einnig:Gylfi skorar mun meira utan Wales Gylfi skoraði þrjú mörk í fjórum leikjum Swansea, þar af eitt um síðustu helgi á móti Everton. Þar klíndi íslenski landsliðsmaðurinn boltann í samskeytin úr vítaspyrnu, óverjandi fyrir Tim Howard í markinu. Gylfi skoraði ekki bara þrjú mörk í fjórum leikjum heldur skoraði hann í þremur leikjum Swansea af fjórum. Hann skoraði í tveimur tapleikjum; gegn Manchester United og Sunderland, en í einum sigurleik gegn Everton um liðna helgi. Fín tilraun, Tim.Byrjaði síðustu leiktíð vel Þetta er í annað sinn sem Gylfi skorar þrjú mörk í fjórum leikjum í einum og sama mánuðinum í ensku úrvalsdeildinni. Það afrekaði hann líka í september 2013 sem leikmaður Tottenham. Gylfi skoraði þá bæði mörkin í sigri á Norwich og eitt mark í jafntefli gegn Chelsea á White Hart Lane. Honum mistókst þann mánuðinn að skora á móti Cardiff og þá var hann ónotaður varamaður í Lundúnaslag gegn Arsenal sem tapaðist, 1-0. Miðjumaðurinn sparkvissi var í miklum ham í byrjun tímabils í fyrra var ágústmánuður 2014 honum góður. Gylfi byrjaði síðasta tímabil með látum og skoraði eitt mark og lagði upp önnur fjögur þann mánuðinn.Gylfi Þór skorar á móti Everton.vísir/gettyLeikmaður mánaðarins Gylfi Þór skoraði og lagði upp í fyrsta leik síðasta tímabils á móti Manchester United, gaf svo stoðsendinguna í sigurmarkinu á móti Burnley og lagði upp tvö mörk í 3-0 sigri á West Bromwich Albion. Besti mánuður Gylfa í ensku úrvalsdeildinni var samt í mars 2012 þegar hann var á láni frá Hoffenheim. Hann skoraði þá fjögur mörk í fjórum leikjum; tvö á móti Wigan og tvö á móti Fulham, og var kjörinn leikmaður mánaðarins fyrir frammistöðu sína. Hann er eini Íslendingurinn sem hlotið hefur þá viðurkenningu. Gylfi er búinn að skora fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og komu þrjú þeirra í janúar. Hann er á mikilli uppleið á ný með Swansea eftir daufan fyrri hluta tímabils.Gylfi Þór og Wayne Rooney þakka hvor öðrum fyrir leikinn á Old Trafford um daginn þar sem Gylfi skoraði.vísir/gettyÁ mikilli uppleið Enski blaðamaðurinn Ben McAleer greinir uppgang Gylfa Þórs í tölfræðigrein sem hann tók saman fyrir tölfræðivefinn Whoscored.com. Þar kemur fram að einkunn Gylfa fyrir frammistöðu sína með Swansea hefur hækkað síðan Garry Monk var látinn fara. Undir stjórn Monk var Gylfi Þór með 6,47 í meðaleinkunn samkvæmt einkunnagjöf Whoscored, en eftir að Alan Curtis tók við er Gylfi Þór að fá 7,10 í einkunn. Whoscored er ein allra öflugasta tölfræðisíða fótboltans og birtir Sky Sports margar greinar byggðar á tölfræði síðunnar.Article for @WhoScored looking at Gylfi Sigurdsson's return to form for Swansea https://t.co/KqidLSsnpM#Swanspic.twitter.com/p9fjNdKJZ8 — Ben McAleer (@BenMcAleer1) January 25, 2016 Í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins skoraði Gylfi tvö mörk og gaf eina stoðsendingu, en í síðustu sjö hefur hann skorað þrjú mörk. Þá er hann að ná fleiri skotum á markið; 2,6 á móti 1,9 áður. Gylfi er að gefa fleiri sendingar í leik þó sendingahlutfall hans er á sma niðurleið, en lykilsendingarnar eru næstum tvöfalt fleiri undir stjórn Curtis og Ítalans Francesco Guidolin.Bestu mánuðir Gylfa í ensku úrvalsdeildinni:Mars 2012: Fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir Swansea og kjörinn leikmaður mánaðarinsSeptember 2013: Þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir TottenhamÁgúst 2014: Eitt mark og fjórar stoðsendingar fyrir SwanseaJanúar 2016: Þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir Swansea. Enski boltinn Tengdar fréttir „Gylfi er sjóðandi heitur“ Steffen Freund, aðstoðarmaður Andre Villas-Boas hjá Tottenham, er hæstánægður með frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar á leiktíðinni. 1. október 2013 14:15 Gylfi skoraði en það dugði ekki tíu mönnum Swansea | Sjáið mark Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea töpuðu 4-2 á heimavelli á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 13. janúar 2016 14:07 Rooney skoraði sigurmarkið gegn Swansea | Sjáðu markið hjá Gylfa Fyrsta mark Wayne Rooney í ensku deildinni í tvo mánuði tryggði Manchester United stigin þrjú gegn Swansea eftir að Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði metin fyrir Svanina. 2. janúar 2016 17:00 Gylfi valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea City, hefur verið valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi spilaði frábærlega með nýliðunum í mars. Þetta er mikill heiður fyrir íslenska landsliðsmanninn sem er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur þessi verðlaun. 4. apríl 2012 14:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Þó Janúar sé ekki formlega búinn er honum lokið í ensku úrvalsdeildinni þar sem næsta helgi er bikarhelgi. Liðin 20 spiluðu fjóra leiki í mánuðinum sem er að líða undir lok. Janúar 2016 var einn af fjórum bestu mánuðum Gylfa Þórs Sigurðssonar, íslenska landsliðsmannsins hjá Swansea, í ensku úrvalsdeildinni frá því hann spilaði þar fyrst seinni hluta tímabilsins 2011/2012.Sjá einnig:Gylfi skorar mun meira utan Wales Gylfi skoraði þrjú mörk í fjórum leikjum Swansea, þar af eitt um síðustu helgi á móti Everton. Þar klíndi íslenski landsliðsmaðurinn boltann í samskeytin úr vítaspyrnu, óverjandi fyrir Tim Howard í markinu. Gylfi skoraði ekki bara þrjú mörk í fjórum leikjum heldur skoraði hann í þremur leikjum Swansea af fjórum. Hann skoraði í tveimur tapleikjum; gegn Manchester United og Sunderland, en í einum sigurleik gegn Everton um liðna helgi. Fín tilraun, Tim.Byrjaði síðustu leiktíð vel Þetta er í annað sinn sem Gylfi skorar þrjú mörk í fjórum leikjum í einum og sama mánuðinum í ensku úrvalsdeildinni. Það afrekaði hann líka í september 2013 sem leikmaður Tottenham. Gylfi skoraði þá bæði mörkin í sigri á Norwich og eitt mark í jafntefli gegn Chelsea á White Hart Lane. Honum mistókst þann mánuðinn að skora á móti Cardiff og þá var hann ónotaður varamaður í Lundúnaslag gegn Arsenal sem tapaðist, 1-0. Miðjumaðurinn sparkvissi var í miklum ham í byrjun tímabils í fyrra var ágústmánuður 2014 honum góður. Gylfi byrjaði síðasta tímabil með látum og skoraði eitt mark og lagði upp önnur fjögur þann mánuðinn.Gylfi Þór skorar á móti Everton.vísir/gettyLeikmaður mánaðarins Gylfi Þór skoraði og lagði upp í fyrsta leik síðasta tímabils á móti Manchester United, gaf svo stoðsendinguna í sigurmarkinu á móti Burnley og lagði upp tvö mörk í 3-0 sigri á West Bromwich Albion. Besti mánuður Gylfa í ensku úrvalsdeildinni var samt í mars 2012 þegar hann var á láni frá Hoffenheim. Hann skoraði þá fjögur mörk í fjórum leikjum; tvö á móti Wigan og tvö á móti Fulham, og var kjörinn leikmaður mánaðarins fyrir frammistöðu sína. Hann er eini Íslendingurinn sem hlotið hefur þá viðurkenningu. Gylfi er búinn að skora fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og komu þrjú þeirra í janúar. Hann er á mikilli uppleið á ný með Swansea eftir daufan fyrri hluta tímabils.Gylfi Þór og Wayne Rooney þakka hvor öðrum fyrir leikinn á Old Trafford um daginn þar sem Gylfi skoraði.vísir/gettyÁ mikilli uppleið Enski blaðamaðurinn Ben McAleer greinir uppgang Gylfa Þórs í tölfræðigrein sem hann tók saman fyrir tölfræðivefinn Whoscored.com. Þar kemur fram að einkunn Gylfa fyrir frammistöðu sína með Swansea hefur hækkað síðan Garry Monk var látinn fara. Undir stjórn Monk var Gylfi Þór með 6,47 í meðaleinkunn samkvæmt einkunnagjöf Whoscored, en eftir að Alan Curtis tók við er Gylfi Þór að fá 7,10 í einkunn. Whoscored er ein allra öflugasta tölfræðisíða fótboltans og birtir Sky Sports margar greinar byggðar á tölfræði síðunnar.Article for @WhoScored looking at Gylfi Sigurdsson's return to form for Swansea https://t.co/KqidLSsnpM#Swanspic.twitter.com/p9fjNdKJZ8 — Ben McAleer (@BenMcAleer1) January 25, 2016 Í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins skoraði Gylfi tvö mörk og gaf eina stoðsendingu, en í síðustu sjö hefur hann skorað þrjú mörk. Þá er hann að ná fleiri skotum á markið; 2,6 á móti 1,9 áður. Gylfi er að gefa fleiri sendingar í leik þó sendingahlutfall hans er á sma niðurleið, en lykilsendingarnar eru næstum tvöfalt fleiri undir stjórn Curtis og Ítalans Francesco Guidolin.Bestu mánuðir Gylfa í ensku úrvalsdeildinni:Mars 2012: Fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir Swansea og kjörinn leikmaður mánaðarinsSeptember 2013: Þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir TottenhamÁgúst 2014: Eitt mark og fjórar stoðsendingar fyrir SwanseaJanúar 2016: Þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir Swansea.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Gylfi er sjóðandi heitur“ Steffen Freund, aðstoðarmaður Andre Villas-Boas hjá Tottenham, er hæstánægður með frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar á leiktíðinni. 1. október 2013 14:15 Gylfi skoraði en það dugði ekki tíu mönnum Swansea | Sjáið mark Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea töpuðu 4-2 á heimavelli á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 13. janúar 2016 14:07 Rooney skoraði sigurmarkið gegn Swansea | Sjáðu markið hjá Gylfa Fyrsta mark Wayne Rooney í ensku deildinni í tvo mánuði tryggði Manchester United stigin þrjú gegn Swansea eftir að Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði metin fyrir Svanina. 2. janúar 2016 17:00 Gylfi valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea City, hefur verið valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi spilaði frábærlega með nýliðunum í mars. Þetta er mikill heiður fyrir íslenska landsliðsmanninn sem er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur þessi verðlaun. 4. apríl 2012 14:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
„Gylfi er sjóðandi heitur“ Steffen Freund, aðstoðarmaður Andre Villas-Boas hjá Tottenham, er hæstánægður með frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar á leiktíðinni. 1. október 2013 14:15
Gylfi skoraði en það dugði ekki tíu mönnum Swansea | Sjáið mark Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea töpuðu 4-2 á heimavelli á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 13. janúar 2016 14:07
Rooney skoraði sigurmarkið gegn Swansea | Sjáðu markið hjá Gylfa Fyrsta mark Wayne Rooney í ensku deildinni í tvo mánuði tryggði Manchester United stigin þrjú gegn Swansea eftir að Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði metin fyrir Svanina. 2. janúar 2016 17:00
Gylfi valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea City, hefur verið valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi spilaði frábærlega með nýliðunum í mars. Þetta er mikill heiður fyrir íslenska landsliðsmanninn sem er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur þessi verðlaun. 4. apríl 2012 14:00