Gylfi skorar mun meira utan Wales Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2016 06:00 Grafík/Fréttablaðið - Mynd/Getty Old Trafford, Anfield, White Hart Lane, Villa Park og Goodison Park eru allt heimsfrægir leikvangar í Englandi og allt vellir þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur fundið netmöskvana sem leikmaður Swansea City. Gylfi skoraði fyrra mark Swansea í 2-1 sigri á Everton á sunnudaginn og er þar með búinn að skorað 19 mörk fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Það sem vekur hins vegar athygli er að 14 af þessum 19 mörkum, 74 prósent markanna, hafa komið á útivöllum. Eina mark Gylfa á heimavelli á þessu tímabili kom úr vítaspyrnu á móti Sunderland í fyrsta heimaleik nýs árs. Þá var Gylfi búinn að spila tíu deildarleiki í röð á Liberty-leikvanginum. Gylfi hefur skorað næstum því þrefalt fleiri mörk í útileikjum sínum fyrir Swansea og það er ekki hægt að hengja það á spilatíma því hann hefur bæði spilað fimm fleiri leiki á Liberty-leikvanginum og í 342 fleiri mínútur. Það þarf því ekki að eyða löngum tíma í að átta sig á að það líða talsvert fleiri mínútur á milli marka hjá Gylfa á ensku völlunum en á heimavelli hans. Það líða 202 mínútur á milli marka hans í útileikjum en 634 mínútur á milli marka hans á Liberty-leikvanginum. Gylfi er þó ekki alveg aðgerðalaus á Liberty því 13 af 16 stoðsendingum hans í búningi Swansea hafa komið á vellinum. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn geta glaðst yfir því að Gylfi hefur byrjað árið 2016 með því að skora þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjunum. Swansea hefur líka unnið tvo þessara leikja og útilitið er ekki alveg eins svart að þegar liðið var komið niður í fallsæti. Það eru líka líkur á marki í næsta leik Swansea sem er einnig á útivelli en liðið heimsækir þá West Bromwich Albion á The Hawthorns. Enski boltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira
Old Trafford, Anfield, White Hart Lane, Villa Park og Goodison Park eru allt heimsfrægir leikvangar í Englandi og allt vellir þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur fundið netmöskvana sem leikmaður Swansea City. Gylfi skoraði fyrra mark Swansea í 2-1 sigri á Everton á sunnudaginn og er þar með búinn að skorað 19 mörk fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Það sem vekur hins vegar athygli er að 14 af þessum 19 mörkum, 74 prósent markanna, hafa komið á útivöllum. Eina mark Gylfa á heimavelli á þessu tímabili kom úr vítaspyrnu á móti Sunderland í fyrsta heimaleik nýs árs. Þá var Gylfi búinn að spila tíu deildarleiki í röð á Liberty-leikvanginum. Gylfi hefur skorað næstum því þrefalt fleiri mörk í útileikjum sínum fyrir Swansea og það er ekki hægt að hengja það á spilatíma því hann hefur bæði spilað fimm fleiri leiki á Liberty-leikvanginum og í 342 fleiri mínútur. Það þarf því ekki að eyða löngum tíma í að átta sig á að það líða talsvert fleiri mínútur á milli marka hjá Gylfa á ensku völlunum en á heimavelli hans. Það líða 202 mínútur á milli marka hans í útileikjum en 634 mínútur á milli marka hans á Liberty-leikvanginum. Gylfi er þó ekki alveg aðgerðalaus á Liberty því 13 af 16 stoðsendingum hans í búningi Swansea hafa komið á vellinum. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn geta glaðst yfir því að Gylfi hefur byrjað árið 2016 með því að skora þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjunum. Swansea hefur líka unnið tvo þessara leikja og útilitið er ekki alveg eins svart að þegar liðið var komið niður í fallsæti. Það eru líka líkur á marki í næsta leik Swansea sem er einnig á útivelli en liðið heimsækir þá West Bromwich Albion á The Hawthorns.
Enski boltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira