Samtökin '78 ósátt við hægt gengi ættleiðinga Snærós Sindradóttir skrifar 27. janúar 2016 07:00 Aðeins eitt samkynja par er á biðlista Íslenskrar ættleiðingar eftir barni, án þess að eygja von um að umsókn þeirra nái fram að ganga. vísir/vilhelm „Við erum búin að eiga í þessu samstarfi í fimm ár en það hefur lítið gerst,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78 og meðlimur í samstarfshópi samtakanna og Íslenskrar ættleiðingar. Hann telur Íslenska ættleiðingu ekki standa sig í að koma á samningum við lönd sem ættleiða börn til samkynja para. Félagið segir að engin lönd bjóði upp á þá leið.Unnsteinn JóhannssonUnnsteinn segir að Íslensk ættleiðing fari fram á að Samtökin '78 vinni forvinnuna sem þarf til að koma á samningum við erlend ríki. Vinnan yrði öll unnin í sjálfboðastarfi. Hann segir að forvinna þeirra hafi skilað þeim niðurstöðum að Argentína, Brasilía, Úrúgvæ, Mexíkó og sum fylki Bandaríkjanna heimili ættleiðingar til samkynhneigðra para. Þá liggur fyrir opin fyrirspurn til Suður-Afríku í utanríkisráðuneytinu. Þegar land er fundið þarf að svara ítarlegum spurningalista um hvert land fyrir sig, þar á meðal um pólitískan og efnahagslegan stöðugleika landsins. „Ég set spurningarmerki við það að lítill hópur eigi að sitja og svara þessum listum í frítíma sínum, þegar samtök á borð við Íslenska ættleiðingu eru með þjónustusamning við íslenska ríkið,“ segir Unnsteinn.Auður Magndís, framkvæmdastjóri Samtakanna 78Undir þetta tekur Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. „Ef maður talar almennt um málefni hinseginfólks, þá er það alltaf þannig að allt sem hefur áunnist hefur í fyrstu litið út fyrir að vera vonlaust. Engin réttindi hinseginfólks hafa nokkurn tímann unnist með þessu viðhorfi. Það þarf að halda áfram að ýta, senda bréf og fyrirspurnir.“Kristinn Ingvarsson, framkvæmtastjóri Íslenskrar ættleiðingarKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir að það sé lítið sem félagið og íslensk stjórnvöld geti gert. „Þessi samstarfshópur er búinn að reyna að finna leiðir talsvert lengi en þetta er ekki innanríkismál Íslands heldur eru það upprunaríkin sem ráða ferðinni. Eina landið sem við vitum að gerir þetta er Suður-Afríka og við höfum reynt að ná samningum við þá um margra ára skeið. Auðvitað ganga hlutirnir hægt ef það eru engir möguleikar.“ Tengdar fréttir Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra Kólumbísk yfirvöld vilja svör um hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fer fram hérlendis. Dómstóll þar segir að ekki megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Gæti verið fyrsta landið sem býður upp á slíkar ættleiðingar hingað. 26. janúar 2016 07:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
„Við erum búin að eiga í þessu samstarfi í fimm ár en það hefur lítið gerst,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78 og meðlimur í samstarfshópi samtakanna og Íslenskrar ættleiðingar. Hann telur Íslenska ættleiðingu ekki standa sig í að koma á samningum við lönd sem ættleiða börn til samkynja para. Félagið segir að engin lönd bjóði upp á þá leið.Unnsteinn JóhannssonUnnsteinn segir að Íslensk ættleiðing fari fram á að Samtökin '78 vinni forvinnuna sem þarf til að koma á samningum við erlend ríki. Vinnan yrði öll unnin í sjálfboðastarfi. Hann segir að forvinna þeirra hafi skilað þeim niðurstöðum að Argentína, Brasilía, Úrúgvæ, Mexíkó og sum fylki Bandaríkjanna heimili ættleiðingar til samkynhneigðra para. Þá liggur fyrir opin fyrirspurn til Suður-Afríku í utanríkisráðuneytinu. Þegar land er fundið þarf að svara ítarlegum spurningalista um hvert land fyrir sig, þar á meðal um pólitískan og efnahagslegan stöðugleika landsins. „Ég set spurningarmerki við það að lítill hópur eigi að sitja og svara þessum listum í frítíma sínum, þegar samtök á borð við Íslenska ættleiðingu eru með þjónustusamning við íslenska ríkið,“ segir Unnsteinn.Auður Magndís, framkvæmdastjóri Samtakanna 78Undir þetta tekur Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. „Ef maður talar almennt um málefni hinseginfólks, þá er það alltaf þannig að allt sem hefur áunnist hefur í fyrstu litið út fyrir að vera vonlaust. Engin réttindi hinseginfólks hafa nokkurn tímann unnist með þessu viðhorfi. Það þarf að halda áfram að ýta, senda bréf og fyrirspurnir.“Kristinn Ingvarsson, framkvæmtastjóri Íslenskrar ættleiðingarKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir að það sé lítið sem félagið og íslensk stjórnvöld geti gert. „Þessi samstarfshópur er búinn að reyna að finna leiðir talsvert lengi en þetta er ekki innanríkismál Íslands heldur eru það upprunaríkin sem ráða ferðinni. Eina landið sem við vitum að gerir þetta er Suður-Afríka og við höfum reynt að ná samningum við þá um margra ára skeið. Auðvitað ganga hlutirnir hægt ef það eru engir möguleikar.“
Tengdar fréttir Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra Kólumbísk yfirvöld vilja svör um hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fer fram hérlendis. Dómstóll þar segir að ekki megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Gæti verið fyrsta landið sem býður upp á slíkar ættleiðingar hingað. 26. janúar 2016 07:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra Kólumbísk yfirvöld vilja svör um hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fer fram hérlendis. Dómstóll þar segir að ekki megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Gæti verið fyrsta landið sem býður upp á slíkar ættleiðingar hingað. 26. janúar 2016 07:00