Bíó og sjónvarp

Óskarinn gagnrýndur fyrir að hygla hvítum leikurum - aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Allir þeir tuttugu leikarar sem tilnefndir eru fyrir leik eru hvítir á hörund.
Allir þeir tuttugu leikarar sem tilnefndir eru fyrir leik eru hvítir á hörund. Vísir/Getty
Skortur á óskarsverðlaunatilnefningum til þeldökkra leikara hefur valdið miklum usla síðan í gær. Nánast um leið og tilnefningarnar voru tilkynntar leit kassamerkið #OscarsSoWhite dagsins ljós á Twitter, en þessi atburðarás virðist endurtaka sig árlega. Gagnrýnin er nánast sú sama á milli ára.

Þrír svartir leikarar þóttu sérstaklega líklegir til að vera tilnefndir í ár. Idris Elba fyrir leik sinn í myndinni Beasts of No NationWill Smith fyrir Concussion og Micael BJordan fyrir Creed.

Idris Elba þótti líklegur til að hljóta tilnefningu fyrir leik sinn í myndinni Beasts of no nation.Vísir/Getty
Þá þótti F. Gary Gray, leikstjóri Straight Outta Compton einnig líklegur til að vera tilnefndur.

Um sex þúsund meðlimir Akademíunnar svokölluðu velja tilnefningar, en allir starfa þeir innan kvikmyndageirans í Hollywood. Þetta er eins og áður hefur komið fram annað árið í röð sem að verðlaunin verða fyrir gagnrýni af þessu tagi. Áður hafði listinn ekki einungis innihaldið hvíta leikara síðan árið 1997.

Undanfarin ár hefur akademían fengið yngri og svarta leikara til að ganga til liðs við sig en það virðist ekki hafa náð tilætluðum árangri.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×