Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2016 21:22 Ingólfur Þórarinsson VÍSIR/ARNÞÓR „Fyrir mér snýst þetta aðallega um að allir listamenn sitji við sama borð. Aldrei hef ég fengið krónu úr þessum sjóðum og hef lítinn áhuga á þvi. Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa. Er ég eða aðrir listamenn eitthvað merkilegri en annað vinnandi fólk þannig að það sé þess virði að ríkið styrki okkur með þeirra skattpeningum?” Þetta segir Ingólfur Þórarinsson, sem áður var þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook-síðu sinni í kvöld. Tilefnið er úthlutun listamannalauna sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Sjá einnig: Þau fengu listamannalaun árið 2016 Í færslu sinni segist Ingólfur alfarið vera á móti því að ríkið greiði listamannalaun.Hluti listamannalaunþega ársinsVísir„Í þessu blasir augljóslega við það stóra vandamál að ríkið, sem er ekkert annað en allir skattgreiðendur, borga einhverjum (listmannalaunþegum) fyrir að framleiða vöru sem er öruggt að ekki allir munu njóta. Það munu nefnilega aldrei allir geta fílað það sama og hvers vegna eiga þá allir að borga fyrir það?” skrifar Ingólfur og tekur þó sérstaklega fram að hann sé ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið úthlutað í ár – því hann hafi aldrei sótt um krónu úr sjóðunum og muni aldrei gera það. „Ég byrjaði nefnilega 18 ára að spila víða fyrir lág laun og gat ekki lifað sem listamaður. Ég vann á meðan í banka, kjörbúð og stundaði nám. Það tók mig langan tíma að búa til markað fyrir mína vöru. Þess vegna er kannski enn súrara að skattpeningar úr mínu fyrirtæki sem varð til eftir erfiðisvinnu fari i að aðrir geti skapað án þess að hafa áhyggjur af fjárhagnum,” skrifar Ingólfur. Hann segist vera mótfallinn hverskyns meðgjöf með listamönnum. „ Fyrir mér er sama hvað þú getur sem listamaður. Það eru þín eigin forréttindi að hafa fæðst eða ræktað með þér hæfileika á þessu sviði sem þú verður að nýta sjálfur,” segir Ingólfur sem lýkur pistlinum, sem sjá má hér að neðan, með orðunum: „Ég syng og spila a gítar en eg kann ekki að skipta um olíusíu eða henda upp steypumótum en eg ber mikla virðingu fyrir þeim sem kunna það og vil því ekki skattpeningana þeirra.“Ég er alfarið á móti því að ríkið greiði listamannalaun. Það kann að vera að launin skili sér til baka í mikilli veltu...Posted by Ingólfur Þórarinsson on Thursday, 7 January 2016 Tengdar fréttir Ingó ekki Veðurguð lengur: Efnir til nafnakeppni fyrir nýtt band Tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson tilkynnti rétt fyrir áramót að hann og Veðurguðirnir væru á leiðinni í pásu. 6. janúar 2016 15:30 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira
„Fyrir mér snýst þetta aðallega um að allir listamenn sitji við sama borð. Aldrei hef ég fengið krónu úr þessum sjóðum og hef lítinn áhuga á þvi. Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa. Er ég eða aðrir listamenn eitthvað merkilegri en annað vinnandi fólk þannig að það sé þess virði að ríkið styrki okkur með þeirra skattpeningum?” Þetta segir Ingólfur Þórarinsson, sem áður var þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook-síðu sinni í kvöld. Tilefnið er úthlutun listamannalauna sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Sjá einnig: Þau fengu listamannalaun árið 2016 Í færslu sinni segist Ingólfur alfarið vera á móti því að ríkið greiði listamannalaun.Hluti listamannalaunþega ársinsVísir„Í þessu blasir augljóslega við það stóra vandamál að ríkið, sem er ekkert annað en allir skattgreiðendur, borga einhverjum (listmannalaunþegum) fyrir að framleiða vöru sem er öruggt að ekki allir munu njóta. Það munu nefnilega aldrei allir geta fílað það sama og hvers vegna eiga þá allir að borga fyrir það?” skrifar Ingólfur og tekur þó sérstaklega fram að hann sé ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið úthlutað í ár – því hann hafi aldrei sótt um krónu úr sjóðunum og muni aldrei gera það. „Ég byrjaði nefnilega 18 ára að spila víða fyrir lág laun og gat ekki lifað sem listamaður. Ég vann á meðan í banka, kjörbúð og stundaði nám. Það tók mig langan tíma að búa til markað fyrir mína vöru. Þess vegna er kannski enn súrara að skattpeningar úr mínu fyrirtæki sem varð til eftir erfiðisvinnu fari i að aðrir geti skapað án þess að hafa áhyggjur af fjárhagnum,” skrifar Ingólfur. Hann segist vera mótfallinn hverskyns meðgjöf með listamönnum. „ Fyrir mér er sama hvað þú getur sem listamaður. Það eru þín eigin forréttindi að hafa fæðst eða ræktað með þér hæfileika á þessu sviði sem þú verður að nýta sjálfur,” segir Ingólfur sem lýkur pistlinum, sem sjá má hér að neðan, með orðunum: „Ég syng og spila a gítar en eg kann ekki að skipta um olíusíu eða henda upp steypumótum en eg ber mikla virðingu fyrir þeim sem kunna það og vil því ekki skattpeningana þeirra.“Ég er alfarið á móti því að ríkið greiði listamannalaun. Það kann að vera að launin skili sér til baka í mikilli veltu...Posted by Ingólfur Þórarinsson on Thursday, 7 January 2016
Tengdar fréttir Ingó ekki Veðurguð lengur: Efnir til nafnakeppni fyrir nýtt band Tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson tilkynnti rétt fyrir áramót að hann og Veðurguðirnir væru á leiðinni í pásu. 6. janúar 2016 15:30 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira
Ingó ekki Veðurguð lengur: Efnir til nafnakeppni fyrir nýtt band Tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson tilkynnti rétt fyrir áramót að hann og Veðurguðirnir væru á leiðinni í pásu. 6. janúar 2016 15:30
Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38