Innlent

Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri endurnýja tæki fyrir milljarða

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Landspítalinn naut góðs af gjafafé við endurnýjun á tækjum.
Landspítalinn naut góðs af gjafafé við endurnýjun á tækjum. vísir/vilhelm
Síðan árið 2014 hafa Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri endurnýjað tæki fyrir rúmlega fjóra milljarða króna. Gert er ráð fyrir að það sem eftir lifir árs verði tæki keypt fyrir tæpar 604 milljónir til viðbótar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins og formanns fjárlaganefndar.

Útlit er fyrir að Landspítalinn muni kaupa fyrir hálfum milljarði meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í svarinu kemur fram að þar sem kostnaður var hærri en fjárheimild hafi mismunurinn verið greiddur af rekstrarfé stofnananna. Við kaup Landspítalans á tveimur hjartaþræðingartækjum, aðgerðaþjarka og sjúkrarúmum naut spítalinn einnig góðs af gjafafé.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×