Hjartaþræðingatækið að mestu fjármagnað með gjafa- og söfnunarfé Hanna Rún Sverrisóttir skrifar 21. mars 2014 16:16 Við formlega víglsu tækisins í dag. VÍSIR/VILHELM Nýtt hjartaþræðingatæki var vígt formlega á Landspítalanum í dag. Kaup á tækinu voru að stórum hluta fjármögnuð með söfnunar- og gjafafé að sögn Davíðs O. Arnar, framkvæmdastjóra lyflækningasviðs sjúkrahússins. Tækið hefur verið í notkun síðustu tvær vikur. „Þar vegur þyngst framlag frá minningasjóði Jónínu Gísladóttur en einnig kom fé, frá Hjartaheill og Neistanum sem eru samtök hjartveikra barna, sem meðal annars safnaðist í landssöfnun síðasta haust. Tækið kostaði 150 milljónir króna og af því nam söfnunar- og gjafaféð rúmlega 90 milljónum. Tækið sem hið nýja leysir af hólmi var komið nokkuð til ára sinna og hafið verið í notkun í 16 ár. „Það var komið vel fram yfir hefðbundinn notkunartíma sem er alla jafna um 8 til 10 ár,“ segir Davíð. Tækinu hafði verið vel við haldið en eldri tækjum fylgir aukin tíðni bilana. Þetta hafði leitt til þess að viðhaldsdögum hafði fjölgað og því komu dagar sem ekki var hægt að nota það til hjartaþræðinga. Nýja tækið hefur ýmsa kosti fram yfir það gamla eins og minni geislaskammta og betri myndgæði. Það er einnig talvert notendavænna.Nýja tækið.VÍSIR/VILHELMUm 150 bráðatilfelli á hverju ári utan hefðbundins vinnutíma Þrjú hjartaþræðingatæki eru í notkun á spítalanum og eru starfmenn eru á vakt á þræðingastofunni allan sólarhringinn. Að sögn Davíðs eru 150 bráðar þræðingar vegna kransæðastíflu á ári utan hefðbundins vinnutíma. „Fólk sem fær kransæðastíflu getur auðvitað komið hvenær sem er og við þurfum að geta veitt bestu mögulegu þjónustuna öllum stundum,“ segir Davíð. Bráð kransæðaþræðing með víkkun á lokuðu æðinni er kjörmeðferð við slíkum tilfellum en þegar kransæð stíflast hættir blóð að flæða um það svæði sem æðin nærir og þá getur myndast drep í hjartavöðva. „Slíkt ástand er mjög alvarlegt og er það sem almennt er kallað hjartaáfall,“ segir Davíð. „Ef æðin er opnuð innan 4 klukkustunda frá lokun eru mestar líkur á að draga úr skaða af völdum hjartaáfallsins.“ Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Nýtt hjartaþræðingatæki var vígt formlega á Landspítalanum í dag. Kaup á tækinu voru að stórum hluta fjármögnuð með söfnunar- og gjafafé að sögn Davíðs O. Arnar, framkvæmdastjóra lyflækningasviðs sjúkrahússins. Tækið hefur verið í notkun síðustu tvær vikur. „Þar vegur þyngst framlag frá minningasjóði Jónínu Gísladóttur en einnig kom fé, frá Hjartaheill og Neistanum sem eru samtök hjartveikra barna, sem meðal annars safnaðist í landssöfnun síðasta haust. Tækið kostaði 150 milljónir króna og af því nam söfnunar- og gjafaféð rúmlega 90 milljónum. Tækið sem hið nýja leysir af hólmi var komið nokkuð til ára sinna og hafið verið í notkun í 16 ár. „Það var komið vel fram yfir hefðbundinn notkunartíma sem er alla jafna um 8 til 10 ár,“ segir Davíð. Tækinu hafði verið vel við haldið en eldri tækjum fylgir aukin tíðni bilana. Þetta hafði leitt til þess að viðhaldsdögum hafði fjölgað og því komu dagar sem ekki var hægt að nota það til hjartaþræðinga. Nýja tækið hefur ýmsa kosti fram yfir það gamla eins og minni geislaskammta og betri myndgæði. Það er einnig talvert notendavænna.Nýja tækið.VÍSIR/VILHELMUm 150 bráðatilfelli á hverju ári utan hefðbundins vinnutíma Þrjú hjartaþræðingatæki eru í notkun á spítalanum og eru starfmenn eru á vakt á þræðingastofunni allan sólarhringinn. Að sögn Davíðs eru 150 bráðar þræðingar vegna kransæðastíflu á ári utan hefðbundins vinnutíma. „Fólk sem fær kransæðastíflu getur auðvitað komið hvenær sem er og við þurfum að geta veitt bestu mögulegu þjónustuna öllum stundum,“ segir Davíð. Bráð kransæðaþræðing með víkkun á lokuðu æðinni er kjörmeðferð við slíkum tilfellum en þegar kransæð stíflast hættir blóð að flæða um það svæði sem æðin nærir og þá getur myndast drep í hjartavöðva. „Slíkt ástand er mjög alvarlegt og er það sem almennt er kallað hjartaáfall,“ segir Davíð. „Ef æðin er opnuð innan 4 klukkustunda frá lokun eru mestar líkur á að draga úr skaða af völdum hjartaáfallsins.“
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira