Hjartaþræðingatækið að mestu fjármagnað með gjafa- og söfnunarfé Hanna Rún Sverrisóttir skrifar 21. mars 2014 16:16 Við formlega víglsu tækisins í dag. VÍSIR/VILHELM Nýtt hjartaþræðingatæki var vígt formlega á Landspítalanum í dag. Kaup á tækinu voru að stórum hluta fjármögnuð með söfnunar- og gjafafé að sögn Davíðs O. Arnar, framkvæmdastjóra lyflækningasviðs sjúkrahússins. Tækið hefur verið í notkun síðustu tvær vikur. „Þar vegur þyngst framlag frá minningasjóði Jónínu Gísladóttur en einnig kom fé, frá Hjartaheill og Neistanum sem eru samtök hjartveikra barna, sem meðal annars safnaðist í landssöfnun síðasta haust. Tækið kostaði 150 milljónir króna og af því nam söfnunar- og gjafaféð rúmlega 90 milljónum. Tækið sem hið nýja leysir af hólmi var komið nokkuð til ára sinna og hafið verið í notkun í 16 ár. „Það var komið vel fram yfir hefðbundinn notkunartíma sem er alla jafna um 8 til 10 ár,“ segir Davíð. Tækinu hafði verið vel við haldið en eldri tækjum fylgir aukin tíðni bilana. Þetta hafði leitt til þess að viðhaldsdögum hafði fjölgað og því komu dagar sem ekki var hægt að nota það til hjartaþræðinga. Nýja tækið hefur ýmsa kosti fram yfir það gamla eins og minni geislaskammta og betri myndgæði. Það er einnig talvert notendavænna.Nýja tækið.VÍSIR/VILHELMUm 150 bráðatilfelli á hverju ári utan hefðbundins vinnutíma Þrjú hjartaþræðingatæki eru í notkun á spítalanum og eru starfmenn eru á vakt á þræðingastofunni allan sólarhringinn. Að sögn Davíðs eru 150 bráðar þræðingar vegna kransæðastíflu á ári utan hefðbundins vinnutíma. „Fólk sem fær kransæðastíflu getur auðvitað komið hvenær sem er og við þurfum að geta veitt bestu mögulegu þjónustuna öllum stundum,“ segir Davíð. Bráð kransæðaþræðing með víkkun á lokuðu æðinni er kjörmeðferð við slíkum tilfellum en þegar kransæð stíflast hættir blóð að flæða um það svæði sem æðin nærir og þá getur myndast drep í hjartavöðva. „Slíkt ástand er mjög alvarlegt og er það sem almennt er kallað hjartaáfall,“ segir Davíð. „Ef æðin er opnuð innan 4 klukkustunda frá lokun eru mestar líkur á að draga úr skaða af völdum hjartaáfallsins.“ Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Nýtt hjartaþræðingatæki var vígt formlega á Landspítalanum í dag. Kaup á tækinu voru að stórum hluta fjármögnuð með söfnunar- og gjafafé að sögn Davíðs O. Arnar, framkvæmdastjóra lyflækningasviðs sjúkrahússins. Tækið hefur verið í notkun síðustu tvær vikur. „Þar vegur þyngst framlag frá minningasjóði Jónínu Gísladóttur en einnig kom fé, frá Hjartaheill og Neistanum sem eru samtök hjartveikra barna, sem meðal annars safnaðist í landssöfnun síðasta haust. Tækið kostaði 150 milljónir króna og af því nam söfnunar- og gjafaféð rúmlega 90 milljónum. Tækið sem hið nýja leysir af hólmi var komið nokkuð til ára sinna og hafið verið í notkun í 16 ár. „Það var komið vel fram yfir hefðbundinn notkunartíma sem er alla jafna um 8 til 10 ár,“ segir Davíð. Tækinu hafði verið vel við haldið en eldri tækjum fylgir aukin tíðni bilana. Þetta hafði leitt til þess að viðhaldsdögum hafði fjölgað og því komu dagar sem ekki var hægt að nota það til hjartaþræðinga. Nýja tækið hefur ýmsa kosti fram yfir það gamla eins og minni geislaskammta og betri myndgæði. Það er einnig talvert notendavænna.Nýja tækið.VÍSIR/VILHELMUm 150 bráðatilfelli á hverju ári utan hefðbundins vinnutíma Þrjú hjartaþræðingatæki eru í notkun á spítalanum og eru starfmenn eru á vakt á þræðingastofunni allan sólarhringinn. Að sögn Davíðs eru 150 bráðar þræðingar vegna kransæðastíflu á ári utan hefðbundins vinnutíma. „Fólk sem fær kransæðastíflu getur auðvitað komið hvenær sem er og við þurfum að geta veitt bestu mögulegu þjónustuna öllum stundum,“ segir Davíð. Bráð kransæðaþræðing með víkkun á lokuðu æðinni er kjörmeðferð við slíkum tilfellum en þegar kransæð stíflast hættir blóð að flæða um það svæði sem æðin nærir og þá getur myndast drep í hjartavöðva. „Slíkt ástand er mjög alvarlegt og er það sem almennt er kallað hjartaáfall,“ segir Davíð. „Ef æðin er opnuð innan 4 klukkustunda frá lokun eru mestar líkur á að draga úr skaða af völdum hjartaáfallsins.“
Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira