Enski boltinn

Gylfi hefur skorað í fleiri leikjum en Kane og Aguero á árinu 2016

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt níunda mark á almanaksárinu 2016 þegar hann tryggði Swansea City 1-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Það eru aðeins tveir leikmenn sem hafa skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári en það eru framherjarnir Sergio Aguero hjá Manchester City og Harry Kane hjá Tottenham.

Þeir tveir hafa vissulega skorað fleiri mörk en Gylfi á þessu ári en þeir hafa ekki skorað í fleiri leikjum.

Gylfi hefur aldrei skorað meira en eitt mark í leik og mörkin hans hafa því komið í níu leikjum.

Enginn annar leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur náð því að skora í níu leikjum á árinu 2016.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað 11 mörk í 14 leikjum þar af fjögur mörk í síðustu fimm leikjum.

Gylfi skoraði í leikjum á móti Manchester United, Sunderland, Everton, West Bromwich Albion, Crystal Palace, Norwich, Bournemouth, Stoke City og Chelsea.

Harry Kane hefur skorað 11 mörk í 14 leikjum á árinu 2016 en hann hefur skorað í átta af leikjunum eða einum færri en Gylfi.

Kane hefur skorað í leikjum á móti Sunderland, Crystal Palace, Norwich (2), Manchester City, Arsenal, Aston Villa (2), Bournemouth (2) og Liverpool.

Sergio Aguero hefur skorað 11 mörk í 13 leikjum á árinu 2016 en hann hefur skorað í átta af leikjunum eða einum færri en Gylfi.

Aguero hefur skorað í leikjum á móti Watford, Crystal Palace (2), West Ham (2), Sunderland, Leicester, Aston Villa (2), Bournemouth og West Bromwich Albion.

Það er hægt að sjá sigurmark Gylfa á móti Chelsea í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Sögubækur Swansea bíða

Gylfi Þór Sigurðsson getur jafnað við Wilfried Bony sem markahæsti leikmaður Swansea í sögu liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann á eftir að skora á móti Chelsea í ár en sigurmark yrði líka sögulegt.

Gylfi: Þetta lítur vel út fyrir okkur

"Þetta lítur vel út fyrir okkur. Frábær sigur hjá okkur í dag og góður leikur af okkar hálfu,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, eftir sigurinn gegn Chelsea í dag.

Gylfi kom Swansea yfir gegn Chelsea | Sjáðu markið

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, getur ekki hætt að skora í ensku úrvalsdeildinni og var hann rétt í þessu að setja boltann í netið gegn Chelsea á Stamford Bridge í London.

Gylfi sá um Chelsea

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea sigurinn, 1-0, á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×