Lögreglan varar við netveiðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2016 08:11 Dæmi um netveiðar. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér aðvörun um svokallaðar netveiðar eða „Phishing“. Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar segir að margar tilraunir til svokallaðra netveiða hafi verið framkvæmdar hér á landi. Með netveiðum er átt við að þegar grunlaus aðili fær tölvupóst um að hann eigi strax að fara í heimabankann sinn eða aðra síðu á borð við Paypal, Ebay eða Facebook svo dæmi séu tekin.Dæmi um netveiðar.Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuÞar eigi viðkomandi að leiðrétta eitthvað með því að smella á tengill sem fylgir í póstinum. Oftar en ekki sendir þessi tengill viðkomandi á síðu sem lítur eins út og heimabanki eða Paypal en er í raun fölsk síða. Tilgangurinn er að plata viðkomandi til að setja inn skráningarupplýsingar og lykilorð sem síðan er hægt að nota til að hafa af viðkomandi fé. Bendir lögregla á nokkrar góðar venjur til þess að viðhafa svo komast megi hjá því að lenda í netveiðum. • Aldrei að klikka á tengla sem eru sendir á þennan hátt og fara á síður með viðkvæmum og/eða fjármálatengdum upplýsingum. Bankar og önnur fyrirtæki senda ekki slíka tengla. Alltaf að opnan nýjan glugga á vafrara og fara beint á réttan stað ef þú ert ekki viss um hvort að þetta sé svindl. • Það eru nokkrar leiðir til að sannreyna svona síður en einfaldast er að fara aldrei um tengilinn. Vill lögreglan einnig gjarnan fá ábendingar um svindl af þessum toga og hvetur þá sem verða varir við slíkt að senda lögreglunni skilaboð í gegnum Facebook-síðu hennar eða með því að senda póst á abendingar@lrh.is Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér aðvörun um svokallaðar netveiðar eða „Phishing“. Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar segir að margar tilraunir til svokallaðra netveiða hafi verið framkvæmdar hér á landi. Með netveiðum er átt við að þegar grunlaus aðili fær tölvupóst um að hann eigi strax að fara í heimabankann sinn eða aðra síðu á borð við Paypal, Ebay eða Facebook svo dæmi séu tekin.Dæmi um netveiðar.Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuÞar eigi viðkomandi að leiðrétta eitthvað með því að smella á tengill sem fylgir í póstinum. Oftar en ekki sendir þessi tengill viðkomandi á síðu sem lítur eins út og heimabanki eða Paypal en er í raun fölsk síða. Tilgangurinn er að plata viðkomandi til að setja inn skráningarupplýsingar og lykilorð sem síðan er hægt að nota til að hafa af viðkomandi fé. Bendir lögregla á nokkrar góðar venjur til þess að viðhafa svo komast megi hjá því að lenda í netveiðum. • Aldrei að klikka á tengla sem eru sendir á þennan hátt og fara á síður með viðkvæmum og/eða fjármálatengdum upplýsingum. Bankar og önnur fyrirtæki senda ekki slíka tengla. Alltaf að opnan nýjan glugga á vafrara og fara beint á réttan stað ef þú ert ekki viss um hvort að þetta sé svindl. • Það eru nokkrar leiðir til að sannreyna svona síður en einfaldast er að fara aldrei um tengilinn. Vill lögreglan einnig gjarnan fá ábendingar um svindl af þessum toga og hvetur þá sem verða varir við slíkt að senda lögreglunni skilaboð í gegnum Facebook-síðu hennar eða með því að senda póst á abendingar@lrh.is
Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira