María er leynivopn Steypustöðvarinnar Sara McMahon skrifar 16. september 2016 08:00 Steindi Jr, Auðunn Blöndal og Ágúst Bent hlakka til við að hefjast handa við að taka upp gamanþættina Steypustöðina, sem hefja göngu sína á Stöð 2 í janúar. Mynd/GVA Þetta verður með svipuðu sniði og Steindinn okkar og Svínasúpan enda sömu handritshöfundar sem vinna að þáttunum, þannig fólk ætti svolítið að geta getið sér til um hvernig serían verður,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr, um nýja gamanþætti sem hefja göngu sína á Stöð 2 í byrjun næsta árs. Þættirnir nefnast Steypustöðin og með aðalhlutverk fara auk Steinda sjálfs, Sverrir Þór Sverrisson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Auðunn Blöndal og María Guðmundsdóttir.María Guðmundsdóttir, sem hóf leikferil sinn um sextugt, hefur komið að flestum gamanþáttum Steinda og er kölluð "Queen María“ á tökustað.ValliRáðist verður í tökur eftir helgi og leita Steindi og félagar því logandi ljósi að heimilum til leigu þar sem taka mætti upp senur. „Þetta er yfirleitt dagur sem við þurfum í tökur á hverjum stað. Við þurfum nokkur heimili og best væri ef þau væru það rúmgóð að þau nýttust í fleiri en einn skets. Þannig ef einhver treystir okkur og þorir að lána okkur heimilið sitt í einn dag á næstu sex vikum, þá erum við að leita,“ segir framleiðandi þáttanna, Atli Viðar Þorsteinsson. Aðspurður segir Steindi að búast megi við því að þáttaröðin verði geggjuð og hlakkar hann mikið til að hefjast handa við að skjóta efnið. „Mér líst hrikalega vel þetta, skrifferlið er búið að vera æðislegt og þetta lítur allaveganna vel út á blaði. Við höfum líka flest unnið saman áður þannig þetta er þéttur hópur. María er svo leynivopnið okkar, hún er æðisleg og ég vil helst ekki gera neitt án hennar,“ segir hann. Hópurinn verður með opinn Snap Chat reikning (snap-365) og getur fólk því fylgst með tökum í beinni. Þeir sem hafa áhuga á að leigja íbúð undir tökur geta sent póst á netfangið steypustodintv@gmail.com.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 16. september. Bíó og sjónvarp Steypustöðin Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fleiri fréttir Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þetta verður með svipuðu sniði og Steindinn okkar og Svínasúpan enda sömu handritshöfundar sem vinna að þáttunum, þannig fólk ætti svolítið að geta getið sér til um hvernig serían verður,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr, um nýja gamanþætti sem hefja göngu sína á Stöð 2 í byrjun næsta árs. Þættirnir nefnast Steypustöðin og með aðalhlutverk fara auk Steinda sjálfs, Sverrir Þór Sverrisson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Auðunn Blöndal og María Guðmundsdóttir.María Guðmundsdóttir, sem hóf leikferil sinn um sextugt, hefur komið að flestum gamanþáttum Steinda og er kölluð "Queen María“ á tökustað.ValliRáðist verður í tökur eftir helgi og leita Steindi og félagar því logandi ljósi að heimilum til leigu þar sem taka mætti upp senur. „Þetta er yfirleitt dagur sem við þurfum í tökur á hverjum stað. Við þurfum nokkur heimili og best væri ef þau væru það rúmgóð að þau nýttust í fleiri en einn skets. Þannig ef einhver treystir okkur og þorir að lána okkur heimilið sitt í einn dag á næstu sex vikum, þá erum við að leita,“ segir framleiðandi þáttanna, Atli Viðar Þorsteinsson. Aðspurður segir Steindi að búast megi við því að þáttaröðin verði geggjuð og hlakkar hann mikið til að hefjast handa við að skjóta efnið. „Mér líst hrikalega vel þetta, skrifferlið er búið að vera æðislegt og þetta lítur allaveganna vel út á blaði. Við höfum líka flest unnið saman áður þannig þetta er þéttur hópur. María er svo leynivopnið okkar, hún er æðisleg og ég vil helst ekki gera neitt án hennar,“ segir hann. Hópurinn verður með opinn Snap Chat reikning (snap-365) og getur fólk því fylgst með tökum í beinni. Þeir sem hafa áhuga á að leigja íbúð undir tökur geta sent póst á netfangið steypustodintv@gmail.com.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 16. september.
Bíó og sjónvarp Steypustöðin Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fleiri fréttir Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira