Gunnar Eyjólfsson jarðsunginn í dag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2016 16:57 Gunnar Eyjólfsson leikari var jarðsunginn frá Landakotskirkju í dag. Vísir/Ernir Gunnar Eyjólfsson leikari var jarðsunginn frá Landakotskirkju í dag. Gunnar ólst upp í Keflavík en flutti til Reykjavíkur þegar hann hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Þar á eftir fór hann í leiklistarnám við Royal Academy of Dramatic Arts í Englandi. Gunnar var leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu. Gunnar hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, meðal annars Shakespeare-verðlaunin, Tennent-verðlaunin, Silfurlampann, Edduverðlaunin og heiðursverðlaun Grímunnar. Þá var hann handhafi hinnar íslensku fálkaorðu og gullmerkis Krabbameinsfélagsins, en hann var einn af stofnendum þess.Bára sem fellur að strönd Gunnars er minnst í Morgunblaðinu í dag. Meðal þeirra sem minnast hans er Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Leikstíll Gunnars var svo persónulegur að þá maður heyrði röddina fór aldrei milli mála hver talaði. Og það var hinn persónulegi stíll sem gerði hann svo einstakan,“ skrifar Ari. „Andið djúpt – hugsið ykkur báru sem fellur að strönd – andið frá og báran fellur frá – það fellur að og frá – á milli er andartak eilífðarinnar – Hann Gunnar. Margir myndu eflaust segja, að það hafi aldrei verið kyrrð í kringum hann. Það var þó hann sem kenndi mér fyrir 25 árum að finna kyrrðina og fylla líkamann orku með því að anda rétt. Og alveg þangað til í vor á þessu ári tók hann þátt í qi gong - æfingunum með honum. Nú er hann hættur að anda, en ekki í hugum okkar,“ skrifar Þórhallur Sigurðsson leikstjóri og samstarfsmaður Gunnars til margra ára. Þá skrifar Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra, einnig um vin sinn. „Gunnar var ógleymanlegur leikari og túlkaði hinar ólíku persónur af tilfinningu og einlægni, aldrei yfirdrifinn, röddin svo hrífandi og framgangan örugg. Eins og hann skilaði boðskap sínum vel á leiksviðinu þá var hann alltaf á leiksviði lífsins að minna okkur á gleðina og hláturinn, hvað lífið væri dásamlegt eða þá hvernig ætti að takast á við erfiðleika og harm lífsins. Hann var sannkristinn maður og í boðskap sínum aldrei með yfirlæti eða merkilegheit hins þjóðfræga manns heldur var hann til staðar fyrir vini sína og kunni að tala af auðmýkt og reynslu.“Ferill sem spannaði hátt í sjötíu ár Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri minnist einnig Gunnars, en hann starfaði um árabil fyrir leikfélag Reykjavíkur. „Ferill Gunnars í íslensku leikhúsi spannaði hátt í sjötíu ár og staða hans sem eins fremsta leikara þjóðarinnar er óumdeilanleg. Ég gleymi aldrei þeirri stund þegar Gunnar fékk heiðursverðlaun Grímunnar fyrir nokkrum árum, en við það tilefni lék hann einræðu upp úr Pétri Gaut og flutningur hans var svo magnaður að hann hreif allan salinn með sér. Sjaldan hef ég upplifað aðra eins túlkun fyrr né síðar. Fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur vil ég þakka Gunnari allt það sem hann var fyrir félagið og íslenskt leikhús á löngum og glæstum ferli,“ skrifar Kristín Þá minnist Stefán Baldursson, fyrrum þjóðleikhússtjóri og óperustjóri, einnig fallins félaga. „Gunnar var glæsilegur maður, sem hreif fólk með sér og hafði sterka nærveru og sviðsútgeislun sem að sjálfsögðu nýttist honum til fulls á leiksviðinu. En hann var líka hlýr, tilfinningaríkur og örlátur. Hann hlaut ótal verðlaun og viðurkenningar á ferli sínum, en það sem mest er um vert er að hann naut viðurkenningar og væntumþykju áhorfenda alla tíð. Hann hafði mikinn sviðssjarma, skýra og áhrifamikla framsögn og það gustaði af honum á sviði; tilþrifamikill og næmur skapgerðarleikari,“ skrifar Stefán. „„Það eina sem er öruggt í lífinu er að við grípum andann á lofti þegar við fæðumst og geispum golunni þegar við kveðjum þennan heim. Inn á milli er ævin öl, allt of stutt hjá sumum og of löng hjá öðrum. Einhvers staðar stendur: Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Það máltæki er afskaplega óheppilegt því mikið hlýtur Guði þá að vera illa við allt gamla fólkið!“ Þetta sagði vinur minn, Gunnar Eyjólfsson, í óbirtu viðtali sem ég tók við hann fyrir rúmum þremur árum. Gunnar er einn af merkilegri mönnum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, maður andans, listamaður af Guðs náð og augnablikin sem við áttum saman eru ógleymanleg. Boðskapur hans og viska greyptust í sálina og augnaráðið sagði meira en þúsund orð. Sameiginleg þögn batt okkur sterkum böndum,“ skrifar Þorgrímur Þráinsson rithöfundur.Maður stórbrotinnar og fjölbreytilegrar listsköpunar Þá minnist Ómar Ragnarsson Gunnars og segir hann mann stórbrotinnar listsköpunar. „1960 voru vegir landsins mjóir og seinfærir malarvegir og slóðar. Þá kynntist maður vel samferðafólki sínu við það að hossast með því í bíl heilt smar um landið þvert og endilangt til að skemmta fólki á meira en 30 héraðsmótum. Þetta gerðum við Gunnar Eyjólfsson og hann varð fyrsti og eini maðurinn í lífi mínu sem ávarpaði mig „Ommi minn.“ Það varð tákn um einlæga vináttu sem entist meðan báðir lifðu. Gunnar var maður stórbrotinnar og fjölbreytilegrar listsköpunar, djúphygli, hjartahlýju og lífskúnstar.“ Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra, minnist Gunnars einnig með hlýhug. „Gunnar sagði stundum „Ég dái mest hljóðfæraleikara og trésmiði. Jú, sjáið til. Hvers virði væri 9. sinfónía Beethovens ef hún væri ekki annað en nótur á stórum handritaörkum meistarans? Við þurfum að heyra hana flutta til að kynnast henni, hrífast af hverjum tóni, hverri stroku fiðluleikarans, hverjum hljómi blásarans og hverju bjölluslagi. Hvers virði er uppdráttur arkitektsins ef enginn er til að smíða húsið?“ Gunnar blés lífi í margan textann með flutningi sínum. Mér eru þó minnisstæðari stundirnar með honum í móttökustofu Karmel-nunna eða setustofunni í Skálholtsskóla þar sem hann fór á slíkt flug með orðkynngi sinni og frásagnarlist að við hin sátum agndofa.“ Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Gunnar Eyjólfsson leikari var jarðsunginn frá Landakotskirkju í dag. Gunnar ólst upp í Keflavík en flutti til Reykjavíkur þegar hann hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Þar á eftir fór hann í leiklistarnám við Royal Academy of Dramatic Arts í Englandi. Gunnar var leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu. Gunnar hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, meðal annars Shakespeare-verðlaunin, Tennent-verðlaunin, Silfurlampann, Edduverðlaunin og heiðursverðlaun Grímunnar. Þá var hann handhafi hinnar íslensku fálkaorðu og gullmerkis Krabbameinsfélagsins, en hann var einn af stofnendum þess.Bára sem fellur að strönd Gunnars er minnst í Morgunblaðinu í dag. Meðal þeirra sem minnast hans er Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Leikstíll Gunnars var svo persónulegur að þá maður heyrði röddina fór aldrei milli mála hver talaði. Og það var hinn persónulegi stíll sem gerði hann svo einstakan,“ skrifar Ari. „Andið djúpt – hugsið ykkur báru sem fellur að strönd – andið frá og báran fellur frá – það fellur að og frá – á milli er andartak eilífðarinnar – Hann Gunnar. Margir myndu eflaust segja, að það hafi aldrei verið kyrrð í kringum hann. Það var þó hann sem kenndi mér fyrir 25 árum að finna kyrrðina og fylla líkamann orku með því að anda rétt. Og alveg þangað til í vor á þessu ári tók hann þátt í qi gong - æfingunum með honum. Nú er hann hættur að anda, en ekki í hugum okkar,“ skrifar Þórhallur Sigurðsson leikstjóri og samstarfsmaður Gunnars til margra ára. Þá skrifar Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra, einnig um vin sinn. „Gunnar var ógleymanlegur leikari og túlkaði hinar ólíku persónur af tilfinningu og einlægni, aldrei yfirdrifinn, röddin svo hrífandi og framgangan örugg. Eins og hann skilaði boðskap sínum vel á leiksviðinu þá var hann alltaf á leiksviði lífsins að minna okkur á gleðina og hláturinn, hvað lífið væri dásamlegt eða þá hvernig ætti að takast á við erfiðleika og harm lífsins. Hann var sannkristinn maður og í boðskap sínum aldrei með yfirlæti eða merkilegheit hins þjóðfræga manns heldur var hann til staðar fyrir vini sína og kunni að tala af auðmýkt og reynslu.“Ferill sem spannaði hátt í sjötíu ár Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri minnist einnig Gunnars, en hann starfaði um árabil fyrir leikfélag Reykjavíkur. „Ferill Gunnars í íslensku leikhúsi spannaði hátt í sjötíu ár og staða hans sem eins fremsta leikara þjóðarinnar er óumdeilanleg. Ég gleymi aldrei þeirri stund þegar Gunnar fékk heiðursverðlaun Grímunnar fyrir nokkrum árum, en við það tilefni lék hann einræðu upp úr Pétri Gaut og flutningur hans var svo magnaður að hann hreif allan salinn með sér. Sjaldan hef ég upplifað aðra eins túlkun fyrr né síðar. Fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur vil ég þakka Gunnari allt það sem hann var fyrir félagið og íslenskt leikhús á löngum og glæstum ferli,“ skrifar Kristín Þá minnist Stefán Baldursson, fyrrum þjóðleikhússtjóri og óperustjóri, einnig fallins félaga. „Gunnar var glæsilegur maður, sem hreif fólk með sér og hafði sterka nærveru og sviðsútgeislun sem að sjálfsögðu nýttist honum til fulls á leiksviðinu. En hann var líka hlýr, tilfinningaríkur og örlátur. Hann hlaut ótal verðlaun og viðurkenningar á ferli sínum, en það sem mest er um vert er að hann naut viðurkenningar og væntumþykju áhorfenda alla tíð. Hann hafði mikinn sviðssjarma, skýra og áhrifamikla framsögn og það gustaði af honum á sviði; tilþrifamikill og næmur skapgerðarleikari,“ skrifar Stefán. „„Það eina sem er öruggt í lífinu er að við grípum andann á lofti þegar við fæðumst og geispum golunni þegar við kveðjum þennan heim. Inn á milli er ævin öl, allt of stutt hjá sumum og of löng hjá öðrum. Einhvers staðar stendur: Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Það máltæki er afskaplega óheppilegt því mikið hlýtur Guði þá að vera illa við allt gamla fólkið!“ Þetta sagði vinur minn, Gunnar Eyjólfsson, í óbirtu viðtali sem ég tók við hann fyrir rúmum þremur árum. Gunnar er einn af merkilegri mönnum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, maður andans, listamaður af Guðs náð og augnablikin sem við áttum saman eru ógleymanleg. Boðskapur hans og viska greyptust í sálina og augnaráðið sagði meira en þúsund orð. Sameiginleg þögn batt okkur sterkum böndum,“ skrifar Þorgrímur Þráinsson rithöfundur.Maður stórbrotinnar og fjölbreytilegrar listsköpunar Þá minnist Ómar Ragnarsson Gunnars og segir hann mann stórbrotinnar listsköpunar. „1960 voru vegir landsins mjóir og seinfærir malarvegir og slóðar. Þá kynntist maður vel samferðafólki sínu við það að hossast með því í bíl heilt smar um landið þvert og endilangt til að skemmta fólki á meira en 30 héraðsmótum. Þetta gerðum við Gunnar Eyjólfsson og hann varð fyrsti og eini maðurinn í lífi mínu sem ávarpaði mig „Ommi minn.“ Það varð tákn um einlæga vináttu sem entist meðan báðir lifðu. Gunnar var maður stórbrotinnar og fjölbreytilegrar listsköpunar, djúphygli, hjartahlýju og lífskúnstar.“ Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra, minnist Gunnars einnig með hlýhug. „Gunnar sagði stundum „Ég dái mest hljóðfæraleikara og trésmiði. Jú, sjáið til. Hvers virði væri 9. sinfónía Beethovens ef hún væri ekki annað en nótur á stórum handritaörkum meistarans? Við þurfum að heyra hana flutta til að kynnast henni, hrífast af hverjum tóni, hverri stroku fiðluleikarans, hverjum hljómi blásarans og hverju bjölluslagi. Hvers virði er uppdráttur arkitektsins ef enginn er til að smíða húsið?“ Gunnar blés lífi í margan textann með flutningi sínum. Mér eru þó minnisstæðari stundirnar með honum í móttökustofu Karmel-nunna eða setustofunni í Skálholtsskóla þar sem hann fór á slíkt flug með orðkynngi sinni og frásagnarlist að við hin sátum agndofa.“
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira