Vildi geta varið meiri tíma á Íslandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. maí 2016 09:00 Bryan Ferry mun vafalaust heilla fólk upp úr skónum í Hörpu með sínum annálaða sjarma. Mynd/Getty Tónlistarmaðurinn goðsagnakenndi Bryan Ferry spilar á tónleikum í Hörpu 16. maí og er þetta í annað sinn sem söngvarinn kemur til landsins en hann spilaði á tveimur tónleikum í Hörpu árið 2012. Bryan Ferry þarf vart að kynna en hann hefur dáleitt fólk með seiðandi söngrödd sinni síðan á áttunda áratugnum bæði með hljómsveitinni Roxy Music og sem sóló tónlistarmaður.Þetta er í annað sinn sem þú kemur til Íslands, muntu spila svipað sett og síðast eða verða margar breytingar á því í þetta sinn? „Ég myndi segja að settið sé fremur breytt í þetta sinn. Ég er kominn með nánast alveg nýtt band og hef því valið lög til að spila sem henta uppstillingunni á þessari nýju hljómsveit. Við erum með tvo gítarleikara, saxófónleikara og fiðluleikara þannig að það er óhætt að segja að við verðum með mjög fjölbreyttan hljóm sem getur náð utan um breitt úrval af efni.“Munið þið aðallega spila efni af nýjustu plötunni þinni eða verða þetta lög frá Roxy Music tímabilinu og eldra sólóefninu þínu? „Ég mun spila eitt eða tvö lög af nýjustu plötu minni, Avonmore, og afgangurinn af tónleikunum mun allur fara í að spila lög af bæði Roxy Music efnisskránni og sólóplötunum mínum.“Þú ert þekktur fyrir að vera ávallt með flottar ljósasýningar, myndbönd, dansara og annað sem hluta af tónleikaupplifuninni og munt mæta til landsins með stærðarinnar hóp af fólki til að sjá um að gefa áhorfendum bæði sjónræna upplifun sem og hljóðræna - getur þú sagt okkur meira um þennan hóp og hvað það er sem við megum búist við hvað sjónrænu hliðina varðar? „Það eru tíu einstaklingar í hljómsveitinni minni, þannig að það er heilmikið um að vera tónlistarlega séð. Hins vegar er ekki lítið pláss fyrir sjónræna afþreyingu í þetta sinn. Þó má minnast á að við verðum með ljósasýningu sem virkar afar vel með tónlistinni og hefur fengið glæsilega umfjöllun núna upp á síðkastið.“Gefst þér tækifæri til að skoða þig um á Íslandi á meðan á heimsókn þinni stendur eða gerðir þú það þegar þú heimsóttir landið síðast? „Ég vildi að ég gæti eytt meiri tíma á Íslandi í að skoða landið en því miður næ ég því ekki verandi á miðju tónleikaferðalagi – ég þarf að koma mér á brott og á næsta áfangastað. Hins vegar væri ákaflega gaman að koma einhvern tímann aftur og skella sér í veiðitúr.“Hefur þú hlustað eitthvað á íslenska tónlist eða heyrt eitthvað um íslenska tónlistarmenn? „Ég næ einu kvöldi í fríi í Reykjavík og mun vonandi ná að líta aðeins út á lífið. Hver veit nema ég skelli mér á tónleika hjá íslenskum tónlistarmönnum það kvöldið.“ Eins og áður sagði mun Bryan Ferry spila í Eldborgarsal Hörpunnar þann 16. maí klukkan 20.00. Miðasala er í fullum gangi og verð er á bilinu 8.990 til 16.990 krónur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn goðsagnakenndi Bryan Ferry spilar á tónleikum í Hörpu 16. maí og er þetta í annað sinn sem söngvarinn kemur til landsins en hann spilaði á tveimur tónleikum í Hörpu árið 2012. Bryan Ferry þarf vart að kynna en hann hefur dáleitt fólk með seiðandi söngrödd sinni síðan á áttunda áratugnum bæði með hljómsveitinni Roxy Music og sem sóló tónlistarmaður.Þetta er í annað sinn sem þú kemur til Íslands, muntu spila svipað sett og síðast eða verða margar breytingar á því í þetta sinn? „Ég myndi segja að settið sé fremur breytt í þetta sinn. Ég er kominn með nánast alveg nýtt band og hef því valið lög til að spila sem henta uppstillingunni á þessari nýju hljómsveit. Við erum með tvo gítarleikara, saxófónleikara og fiðluleikara þannig að það er óhætt að segja að við verðum með mjög fjölbreyttan hljóm sem getur náð utan um breitt úrval af efni.“Munið þið aðallega spila efni af nýjustu plötunni þinni eða verða þetta lög frá Roxy Music tímabilinu og eldra sólóefninu þínu? „Ég mun spila eitt eða tvö lög af nýjustu plötu minni, Avonmore, og afgangurinn af tónleikunum mun allur fara í að spila lög af bæði Roxy Music efnisskránni og sólóplötunum mínum.“Þú ert þekktur fyrir að vera ávallt með flottar ljósasýningar, myndbönd, dansara og annað sem hluta af tónleikaupplifuninni og munt mæta til landsins með stærðarinnar hóp af fólki til að sjá um að gefa áhorfendum bæði sjónræna upplifun sem og hljóðræna - getur þú sagt okkur meira um þennan hóp og hvað það er sem við megum búist við hvað sjónrænu hliðina varðar? „Það eru tíu einstaklingar í hljómsveitinni minni, þannig að það er heilmikið um að vera tónlistarlega séð. Hins vegar er ekki lítið pláss fyrir sjónræna afþreyingu í þetta sinn. Þó má minnast á að við verðum með ljósasýningu sem virkar afar vel með tónlistinni og hefur fengið glæsilega umfjöllun núna upp á síðkastið.“Gefst þér tækifæri til að skoða þig um á Íslandi á meðan á heimsókn þinni stendur eða gerðir þú það þegar þú heimsóttir landið síðast? „Ég vildi að ég gæti eytt meiri tíma á Íslandi í að skoða landið en því miður næ ég því ekki verandi á miðju tónleikaferðalagi – ég þarf að koma mér á brott og á næsta áfangastað. Hins vegar væri ákaflega gaman að koma einhvern tímann aftur og skella sér í veiðitúr.“Hefur þú hlustað eitthvað á íslenska tónlist eða heyrt eitthvað um íslenska tónlistarmenn? „Ég næ einu kvöldi í fríi í Reykjavík og mun vonandi ná að líta aðeins út á lífið. Hver veit nema ég skelli mér á tónleika hjá íslenskum tónlistarmönnum það kvöldið.“ Eins og áður sagði mun Bryan Ferry spila í Eldborgarsal Hörpunnar þann 16. maí klukkan 20.00. Miðasala er í fullum gangi og verð er á bilinu 8.990 til 16.990 krónur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira