Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júlí 2016 17:45 Katrín Tanja, Sara Sigmunds og Annie Mist eru á meðal glæsilegra fulltrúa Íslands á leikunum. vísir/daníel Keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit er hafin. Keppendur voru ræstir út klukkan hálf fjögur að staðartíma í nótt, haldið var um borð í flugvél áleiðis til Aromas frá LAX flugvellinum í Los Angeles. Meðal keppenda eru íslensku stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir sem allar eru taldar líklegar til afreka. Sömu sögu er að segja um Björgvin Karl Guðmundsson sem vann bronsverðlaun í karlaflokki í fyrra.Uppfært: Keppni er lokið í fyrstu greininni, sjö kílómetra víðavangshlaupi. Katrín Tanja hafnaði í fjórða sæti í kvennaflokki og Björgvin varð sjöundi í karlaflokki. Upptöku frá hlaupinu má sjá að neðan. Engin bein útsending verður á YouTube frá keppnisdeginum í dag en stundum detta inn beinar útsendingar á Facebook-síðu CrossFit Games. Til stendur að sýna samantektarmyndband frá deginum í dag, á morgun.Á Twitter-síðu Crossfit Games má fá upplýsingar um útsendingar og einstakar greinar.Tweets by CrossFitGames Björgvin Karl hirti bronsið.mynd/snorri björnssonKeppt verður í fyrstu tveimur greinunum í dag á „Búgarðinum“ (e. The Ranch) sem er sögulegur staður í huga leikanna en þar var fyrst keppt árið 2007 og áfram bæði árin 2008 og 2009.Að neðan má sjá myndband af því þegar keppendur gerðu sig klára í slaginn í ferðalagið og var tilkynnt að þeir væru á leiðinni í flug. Hver og einn fékk að taka einn poka með sér. Viðbrögðin voru misjöfn og velti fólk ýmsu fyrir sér, meðal annars hvort taka þyrfti vegabréfið með eða ekki. Höfðu sumir á orði að óvænt útspil skipuleggjenda hentaði reynslumeiri þátttakendum betur því þau væru vanari skyndilegum breytingum frá fyrri keppnum.Að neðan má sjá keppendurna þegar þeir komu úr flugvélinni í San José.Keppendur mættu svo á Búgarðinn þar sem farið var yfir reglurnar fyrir fyrstu tvær þrautirnar.Að neðan má sjá skýringu á fyrstu keppnisgreininni þar sem hlaupnir eru sjö kílómetrar en brautin er langt í frá bein og greið. Í framhaldinu verður keppt í réttstöðulyftu á tíma þar sem þyngdirnar aukast stöðugt. Í hvorri grein eru 100 stig í boði. Sem fyrr segir verður aðeins hægt að fylgjast með keppni í dag endrum og sinnum á Facebook-síðu leikanna. CrossFit Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Sjá meira
Keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit er hafin. Keppendur voru ræstir út klukkan hálf fjögur að staðartíma í nótt, haldið var um borð í flugvél áleiðis til Aromas frá LAX flugvellinum í Los Angeles. Meðal keppenda eru íslensku stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir sem allar eru taldar líklegar til afreka. Sömu sögu er að segja um Björgvin Karl Guðmundsson sem vann bronsverðlaun í karlaflokki í fyrra.Uppfært: Keppni er lokið í fyrstu greininni, sjö kílómetra víðavangshlaupi. Katrín Tanja hafnaði í fjórða sæti í kvennaflokki og Björgvin varð sjöundi í karlaflokki. Upptöku frá hlaupinu má sjá að neðan. Engin bein útsending verður á YouTube frá keppnisdeginum í dag en stundum detta inn beinar útsendingar á Facebook-síðu CrossFit Games. Til stendur að sýna samantektarmyndband frá deginum í dag, á morgun.Á Twitter-síðu Crossfit Games má fá upplýsingar um útsendingar og einstakar greinar.Tweets by CrossFitGames Björgvin Karl hirti bronsið.mynd/snorri björnssonKeppt verður í fyrstu tveimur greinunum í dag á „Búgarðinum“ (e. The Ranch) sem er sögulegur staður í huga leikanna en þar var fyrst keppt árið 2007 og áfram bæði árin 2008 og 2009.Að neðan má sjá myndband af því þegar keppendur gerðu sig klára í slaginn í ferðalagið og var tilkynnt að þeir væru á leiðinni í flug. Hver og einn fékk að taka einn poka með sér. Viðbrögðin voru misjöfn og velti fólk ýmsu fyrir sér, meðal annars hvort taka þyrfti vegabréfið með eða ekki. Höfðu sumir á orði að óvænt útspil skipuleggjenda hentaði reynslumeiri þátttakendum betur því þau væru vanari skyndilegum breytingum frá fyrri keppnum.Að neðan má sjá keppendurna þegar þeir komu úr flugvélinni í San José.Keppendur mættu svo á Búgarðinn þar sem farið var yfir reglurnar fyrir fyrstu tvær þrautirnar.Að neðan má sjá skýringu á fyrstu keppnisgreininni þar sem hlaupnir eru sjö kílómetrar en brautin er langt í frá bein og greið. Í framhaldinu verður keppt í réttstöðulyftu á tíma þar sem þyngdirnar aukast stöðugt. Í hvorri grein eru 100 stig í boði. Sem fyrr segir verður aðeins hægt að fylgjast með keppni í dag endrum og sinnum á Facebook-síðu leikanna.
CrossFit Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Sjá meira