Einstakt myndband frá Suður-Afríku: Davíð fór út með ekkert og kom heim með allt Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júní 2016 11:30 „Ég vildi komast út í sólina og upplifa annað en það hefðbundna. Út frá því fékk ég hugmynd að verkefni. Ég talaði við styrktaraðilann minn og bar undir þá hugmyndina og við töldum hana vera virðisskapandi fyrir báða aðila,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson sem ákvað fyrr á árinu að skella sér til Suður-Afríku, nánar tiltekið til Cape Town. Hann pantaði sér strax flug og var farinn út viku síðar. Þegar hann ákvað að fara í þetta ferðalag hafði hann ekki gengið frá gistingu og í raun á leiðinni út í óvissuna. „Ég hefði svo sem getað farið hvert sem er en Cape Town varð fyrir valinu þar sem ég hafði verið að skoða það á þeim tíma. Borgin er einstaklega falleg og ég vissi að ég myndi hafa tækifæri þar til að ná í það myndefni sem mig langaði í.“Davíð skellti sér í teygjustökk.Davíð lifir á því að ferðast og framleiða ævintýramyndefni en hann vildi einmitt fara út í óvissuna og leyfa hlutunum að ráðast þegar hann ákvað að skella sér til Cape Town. „Ég var lítið sem ekkert búinn að spá í gistingu þegar ég fór af stað. Ég vildi láta það ráðast en að sama skapi gerði ég mér einhverjar vonir um að fá kannski að gista eitthvað hjá strák sem ég hafði sett mig í samband við nokkrum dögum áður en ég fór. Við náðum vel saman strax frá fyrsta degi og hann bauð mér að gista heima hjá sér og ég endaði á því að gista þar meira og minna allan tímann.“ Davíð segir að ferðin hafi verið draumi líkast. „Ég var með rúm til að sofa í, bíl til að ferðast um og heimafólk sem þekkti allt og vissi hvað þyrfti að gera og hvert þyrfti að fara til að ná í bestu skotunum fyrir myndbandið. Svo var sumar hjá þeim á þessum tíma og hitinn í kringum 25-30 gráður. Sólsetrin þarna er líka á næsta leveli. Þú veist ekkert um sólsetur fyrr en þú hefur séð sólina setjast í Suður-Afríku.“Sólsetrið er með ólíkindum í Suður-AfríkuHann segir að heimamenn í Suður-Afríku séu mjög almennilegir, vinalegir og mjög hjálpsamir. „Vissulega leynast einhverjar hættur þarna og Cape Town er ekkert öruggasta borg í heimi. En ég var svo heppinn að vera umkringdur góðu fólki sem tók mig að sér og þökk sé þeim var ég í öruggum höndum. Það var þó eitt afar sorglegt og hræðilegt atvik sem átti sér stað í skóginum sem við vorum að taka upp eina senu, daginn eftir að við vorum þar. Þar var ung stúlka rænd og svo myrt um hábjartan dag þegar hún var úti að skokka. Vinur minn sá það í fréttum daginn eftir og sagði mér frá því. Það var virkilega óhugnanlegt, því við hefðum svo sem alveg getað lent í því.“ Davíð segir að allt sem hann gerði á ferðlaginu hafi verið spennandi og skemmtilegt. „Það sem mér finnst standa uppúr og það sem skildi mest eftir sig hjá mér voru samskiptin við allt það fólk sem ég hitti. Ég flaug yfir hálfan hnöttinn með litla sem enga contacta. En endaði svo á því að vera umkringdur yndislegu fólki allan tíman sem hjálpaði mér að gera þessa ferð að því sem hún varð. Það er ekkert gefið að allt gangi upp en ég vill trúa því að maður fái til sín það sem maður setur út. Ég fór með opinn huga, laðaði að mér þetta fólk og þessar aðstæður og fyrir það er ég þakklátur.“ Davíð Arnar hefur lengi verið duglegur í myndbandagerð og sá hann til að mynda um þættina Illa Farnir á Vísi sem og Sumarlífið á síðasta ári.Davíð gleymir aldrei þessari ferð.„Ég er að vinna í að klára eitt svipað myndband og ég gerði í Cape Town og var það tekið upp í byrjun sumars. Planið er síðan að koma með þrjú lífsstílsmyndbönd í sumar, Cape Town verandi það fyrsta og þess á milli verð ég með VLOGS ( Video logs ) reglulega. Í næstu viku fer ég til Þýskalands þar sem ég verð að taka upp í kringum afhendingu á nýjum Porsche sportbíl. Svo eru nokkur plönuð ferðalög innanlands í sumar og einhverjar hugmyndir í gangi sem eru enn á frumstigi og kemur bara í ljós hvort verður af eða ekki. Þetta verður allavega spennandi sumar og fullt af ævintýrum, ég býst við að fara svo aftur út í svona ferð með haustinu.“ Davíð er mjög öflugur á samfélagsmiðlunum og má fylgjast með honum þar. Hann er kominn með Facebook síðu þar sem hann setur allt sitt efni inn. Svo er hann gríðarlega virkur á Snapchat og er einn af stærri snöppurum landsins. „Á Snapchat verða hlutirnir að vera aðeins persónulegri til að fólk tengi við,“ segir Davíð en þar deilir hann með fylgjendum sínum sögum og myndbrotum af ferðalögum og framleiðslu. Snapchat: davidoddgeirsInstagram: @davidoddgeirsfacebook: facebook.com/davidoddgeirsDavíð heldur einnig úti YouTube síðu þar sem einnig má sjá sjá myndbandið. Hér að ofan má sjá magnað myndband sem Davíð gerði um ferðina sína út til Suður-Afríku og þau ævintýri sem hann upplifði. Hér að neðan má síðan sjá nokkrar skemmtilegar myndir af Instagram-síðu hans. Tengdar fréttir Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Fleiri fréttir Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Sjá meira
„Ég vildi komast út í sólina og upplifa annað en það hefðbundna. Út frá því fékk ég hugmynd að verkefni. Ég talaði við styrktaraðilann minn og bar undir þá hugmyndina og við töldum hana vera virðisskapandi fyrir báða aðila,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson sem ákvað fyrr á árinu að skella sér til Suður-Afríku, nánar tiltekið til Cape Town. Hann pantaði sér strax flug og var farinn út viku síðar. Þegar hann ákvað að fara í þetta ferðalag hafði hann ekki gengið frá gistingu og í raun á leiðinni út í óvissuna. „Ég hefði svo sem getað farið hvert sem er en Cape Town varð fyrir valinu þar sem ég hafði verið að skoða það á þeim tíma. Borgin er einstaklega falleg og ég vissi að ég myndi hafa tækifæri þar til að ná í það myndefni sem mig langaði í.“Davíð skellti sér í teygjustökk.Davíð lifir á því að ferðast og framleiða ævintýramyndefni en hann vildi einmitt fara út í óvissuna og leyfa hlutunum að ráðast þegar hann ákvað að skella sér til Cape Town. „Ég var lítið sem ekkert búinn að spá í gistingu þegar ég fór af stað. Ég vildi láta það ráðast en að sama skapi gerði ég mér einhverjar vonir um að fá kannski að gista eitthvað hjá strák sem ég hafði sett mig í samband við nokkrum dögum áður en ég fór. Við náðum vel saman strax frá fyrsta degi og hann bauð mér að gista heima hjá sér og ég endaði á því að gista þar meira og minna allan tímann.“ Davíð segir að ferðin hafi verið draumi líkast. „Ég var með rúm til að sofa í, bíl til að ferðast um og heimafólk sem þekkti allt og vissi hvað þyrfti að gera og hvert þyrfti að fara til að ná í bestu skotunum fyrir myndbandið. Svo var sumar hjá þeim á þessum tíma og hitinn í kringum 25-30 gráður. Sólsetrin þarna er líka á næsta leveli. Þú veist ekkert um sólsetur fyrr en þú hefur séð sólina setjast í Suður-Afríku.“Sólsetrið er með ólíkindum í Suður-AfríkuHann segir að heimamenn í Suður-Afríku séu mjög almennilegir, vinalegir og mjög hjálpsamir. „Vissulega leynast einhverjar hættur þarna og Cape Town er ekkert öruggasta borg í heimi. En ég var svo heppinn að vera umkringdur góðu fólki sem tók mig að sér og þökk sé þeim var ég í öruggum höndum. Það var þó eitt afar sorglegt og hræðilegt atvik sem átti sér stað í skóginum sem við vorum að taka upp eina senu, daginn eftir að við vorum þar. Þar var ung stúlka rænd og svo myrt um hábjartan dag þegar hún var úti að skokka. Vinur minn sá það í fréttum daginn eftir og sagði mér frá því. Það var virkilega óhugnanlegt, því við hefðum svo sem alveg getað lent í því.“ Davíð segir að allt sem hann gerði á ferðlaginu hafi verið spennandi og skemmtilegt. „Það sem mér finnst standa uppúr og það sem skildi mest eftir sig hjá mér voru samskiptin við allt það fólk sem ég hitti. Ég flaug yfir hálfan hnöttinn með litla sem enga contacta. En endaði svo á því að vera umkringdur yndislegu fólki allan tíman sem hjálpaði mér að gera þessa ferð að því sem hún varð. Það er ekkert gefið að allt gangi upp en ég vill trúa því að maður fái til sín það sem maður setur út. Ég fór með opinn huga, laðaði að mér þetta fólk og þessar aðstæður og fyrir það er ég þakklátur.“ Davíð Arnar hefur lengi verið duglegur í myndbandagerð og sá hann til að mynda um þættina Illa Farnir á Vísi sem og Sumarlífið á síðasta ári.Davíð gleymir aldrei þessari ferð.„Ég er að vinna í að klára eitt svipað myndband og ég gerði í Cape Town og var það tekið upp í byrjun sumars. Planið er síðan að koma með þrjú lífsstílsmyndbönd í sumar, Cape Town verandi það fyrsta og þess á milli verð ég með VLOGS ( Video logs ) reglulega. Í næstu viku fer ég til Þýskalands þar sem ég verð að taka upp í kringum afhendingu á nýjum Porsche sportbíl. Svo eru nokkur plönuð ferðalög innanlands í sumar og einhverjar hugmyndir í gangi sem eru enn á frumstigi og kemur bara í ljós hvort verður af eða ekki. Þetta verður allavega spennandi sumar og fullt af ævintýrum, ég býst við að fara svo aftur út í svona ferð með haustinu.“ Davíð er mjög öflugur á samfélagsmiðlunum og má fylgjast með honum þar. Hann er kominn með Facebook síðu þar sem hann setur allt sitt efni inn. Svo er hann gríðarlega virkur á Snapchat og er einn af stærri snöppurum landsins. „Á Snapchat verða hlutirnir að vera aðeins persónulegri til að fólk tengi við,“ segir Davíð en þar deilir hann með fylgjendum sínum sögum og myndbrotum af ferðalögum og framleiðslu. Snapchat: davidoddgeirsInstagram: @davidoddgeirsfacebook: facebook.com/davidoddgeirsDavíð heldur einnig úti YouTube síðu þar sem einnig má sjá sjá myndbandið. Hér að ofan má sjá magnað myndband sem Davíð gerði um ferðina sína út til Suður-Afríku og þau ævintýri sem hann upplifði. Hér að neðan má síðan sjá nokkrar skemmtilegar myndir af Instagram-síðu hans.
Tengdar fréttir Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Fleiri fréttir Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Sjá meira
Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46