Konur andvígari áfengi í búðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. febrúar 2016 07:00 Konur eru andvígari frumvarpinu en karlar. Andstaðan við það að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum hefur aukist frá því að Fréttablaðið spurði síðast, í mars 2015. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að nú eru 62 prósent aðspurðra andvíg því að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, en 38 prósent eru því fylgjandi. Þegar spurt var í mars í fyrra voru 55 prósent andvíg en 45 prósent voru fylgjandi. Andstaðan er meiri meðal kvenna en karla. Rétt rúmlega 70 prósent kvenna eru andvíg því að selja áfengi í verslunum en tæplega 30 prósent eru því fylgjandi. Aftur á móti er rétt rúmlega helmingur karla því andvígur. Þegar skoðuð eru svör eftir aldri sést að 75 prósent þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri eru andvíg því að bjór og léttvín sé selt í matvöruverslunum en 35 prósent fylgjandi. Aftur á móti er einungis 51 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára andvígt því að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum.Vilhjálmur ÁrnasonVilhjálmur Árnason, fyrsti flutningsmaður frumvarps um afnám einkasölu ríkisins á áfengi, segir ástæðulaust að ætla að áfengi verði selt í stórum stíl í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verslunin muni áfram verða á veitingastöðum en líka í sérvöruverslunum og á internetinu. „Þessi matvöruverslunarvinkill er aðallega til að tryggja að það verði boðið upp á þessa vöru á landsbyggðinni. Þannig að það verði hægt að nýta samlegðaráhrifin þar með verslun sem berst í bökkum. Mér er alveg sama hvort stórmarkaðirnir selji þetta eða ekki.“Þórarinn TyrfingssonÞórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir það ekki koma á óvart að andstaðan sé meiri á meðal eldra fólks. „Sérstaklega er það augljóst að með aldrinum þá áttar maður sig á vandanum sem af áfengi stafar. Þess vegna vilja menn ekkert gera sem eykur hættuna á því að ungmenni fari illa út úr áfengisneyslu eða verði áfengissjúk,“ segir Þórarinn. Hringt var í 1.158 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. janúar. Svarhlutfallið var 69,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Finnst þér að það eigi að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum? Alls tóku 90 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Andstaðan við það að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum hefur aukist frá því að Fréttablaðið spurði síðast, í mars 2015. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að nú eru 62 prósent aðspurðra andvíg því að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, en 38 prósent eru því fylgjandi. Þegar spurt var í mars í fyrra voru 55 prósent andvíg en 45 prósent voru fylgjandi. Andstaðan er meiri meðal kvenna en karla. Rétt rúmlega 70 prósent kvenna eru andvíg því að selja áfengi í verslunum en tæplega 30 prósent eru því fylgjandi. Aftur á móti er rétt rúmlega helmingur karla því andvígur. Þegar skoðuð eru svör eftir aldri sést að 75 prósent þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri eru andvíg því að bjór og léttvín sé selt í matvöruverslunum en 35 prósent fylgjandi. Aftur á móti er einungis 51 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára andvígt því að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum.Vilhjálmur ÁrnasonVilhjálmur Árnason, fyrsti flutningsmaður frumvarps um afnám einkasölu ríkisins á áfengi, segir ástæðulaust að ætla að áfengi verði selt í stórum stíl í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verslunin muni áfram verða á veitingastöðum en líka í sérvöruverslunum og á internetinu. „Þessi matvöruverslunarvinkill er aðallega til að tryggja að það verði boðið upp á þessa vöru á landsbyggðinni. Þannig að það verði hægt að nýta samlegðaráhrifin þar með verslun sem berst í bökkum. Mér er alveg sama hvort stórmarkaðirnir selji þetta eða ekki.“Þórarinn TyrfingssonÞórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir það ekki koma á óvart að andstaðan sé meiri á meðal eldra fólks. „Sérstaklega er það augljóst að með aldrinum þá áttar maður sig á vandanum sem af áfengi stafar. Þess vegna vilja menn ekkert gera sem eykur hættuna á því að ungmenni fari illa út úr áfengisneyslu eða verði áfengissjúk,“ segir Þórarinn. Hringt var í 1.158 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. janúar. Svarhlutfallið var 69,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Finnst þér að það eigi að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum? Alls tóku 90 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira