Gunnar Nelson fær góða aðstoð við undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Albert Tumenov sem fer fram í Rotterdam 8. maí.
Fjaðurvigtarmeistarinn og æfingafélagi Gunnars, Írinn Conor McGregor, er á leið til landsins að því er heimildir MMA frétta herma. Conor mun víst lenda á landinu í dag að því er kemur fram í fréttinni.
Conor ætlar að æfa með Gunnari í Mjölni í viku að því er segir í fréttinni. Conor er sjálfur að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Nate Diaz á UFC 200 í júlí.
Gunnar hefur margoft farið til Írlands og æft með Conor en nokkuð langt er um liðið síðan Conor kom síðast til Íslands til þess að æfa með Gunnari.
Uppgangur Írans í íþróttinni hefur verið með ólíkindum á síðustu mánuðum og hann er orðinn stærsta stjarna UFC og með þekktari íþróttamönnum heims.
Conor kemur til Íslands í dag

Tengdar fréttir

Diaz: Conor fær allt hjá UFC eins og smábarn þannig ég verð að berja hann aftur
Nate Diaz ber enga virðingu fyrir Conor McGregor og fór hamförum í viðtali um UFC 200.

Conor mun aldrei verja fjaðurvigtarbeltið sitt
Léttvigtarmeistari UFC, Rafael dos Anjos, þreytist ekki á að ræða um fjaðurvigtarmeistarann, Conor McGregor.

Gunnar Nelson: Góð tilbreyting að undirbúa sig fyrir bardaga heima á Íslandi
Bardagakappinn hlakkar til að stíga aftur í búrið í Rotterdam 8. maí þar sem hann mætir Albert Tumenov.

Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC
Conor McGregor stóð á móti öllum og heimtaði annan bardaga í veltivigt á móti Nate Diaz.

Conor: Ég fæ ekki einu sinni þakkir frá ykkur aumingjunum
Írski bardagakappinn vann sinn fyrsta bardaga í UFC fyrir þremur árum og hefur breytt landslaginu í sportinu síðan.

Hafþór: Ég hlífði Conor
Hafþór Júlíus er á forsíðu nýjasta tímarits Men's Health.