Lífið

Kourtney Kardashian og félagar í Bláa Lóninu: Fengu staðinn út af fyrir sig - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stuð á liðinu.
Stuð á liðinu. lífið
Undanfarna daga hefur Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West verið í heimsókn á Íslandi ásamt Kourtney Kardashian og fjölskylduvinum og má þar meðal annars nefna Jonathan Cheban.

Til að byrja með gisti hópurinn á 101 Hótel á sunnudagskvöldið og fluttu sig síðan yfir á gistu á Hótel Rangá kvöldið eftir. Á ferð sinni hafa þau skoðað Gullfoss og Geysi, Seljalandsfoss og flogið upp á jökul með þyrlu.

Tilgangur heimsóknar fjölskyldunnar er að taka upp tónlistarmyndband við eitt af lögunum á nýútkominni plötu Kanye, The Life of Pablo, en á huldu er um hvaða lag er að ræða. Platan kom út 14. febrúar síðastliðinn og er sjöunda plata rapparans.

Í gærkvöldi fór Kourtney í Bláa Lónið ásamt Jonathan Cheban og aðstoðarmanni sínum. Hún greindi frá þessu á Instagram og var Cheban virkur á Snapchat að vanda. Þau borðuðu á veitingarstaðnum í Bláa Lóninu og það eftir hefðbundinn opnunartíma. Því fengu þau staðinn algjörlega útaf fyrir sig.

Hér að neðan má sjá myndband af heimsókn þeirra í Bláa Lónið.

Blue lagoon

A photo posted by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on

Eski-ho.

A photo posted by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on

Late last night.

A photo posted by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on

Amazing day at the blue lagoon

A photo posted by Jonathan Cheban (@jonathancheban) on
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.