Fagnar afreki með tattúi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Það er ekki á hverjum degi sem fólk er tattúerað inni á elliheimilum en Sigurður ákvað að slá til. Vísir/GVA Það er erill á herbergi Sigurðar Waage á Hrafnistu í Reykjavík. Þar er Fjölnir Geir Bragason að tattúera hinn tignarlega Hraundranga í Öxnadal á framhandlegg Sigurðar og ýmsir fylgjast með af áhuga. Tilefnið er það að 60 ár eru frá því Sigurður kleif dranginn, ásamt tveimur félögum sínum. „Ég fékk Finn Eyjólfsson og Bandaríkjamanninn Nicholas Clinch með mér upp. Finnur lést 2014 en Nicholas býr í Bandaríkjunum. Hann var vanur klifrari á þessum tíma en var svo drengilegur að hann vildi að Íslendingur yrði fyrstur á tindinn og það kom í minn hlut,“ segir Sigurður. „Svo voru þrír menn sem aðstoðuðu okkur, báru vistir og kaðla sem voru þungir á þessum árum. Þetta voru Þráinn Karlsson, síðar leikari, sem þá var 17 ára, Haukur Viktorsson og Ingólfur Ármannsson.“ Sigurður var framkvæmdastjóri Sanitas í Reykjavík og öflugur þátttakandi í Flugbjörgunarsveitinni. Þar kynntist hann klifrinu og hafði æft það talsvert áður en hann lagði til atlögu við Hraundranga. „Við flugum nokkra hringi umhverfis dranginn til að meta aðstæður, áður en við lögðum í hann. Hann er laus í sér enda lengi talinn ókleifur. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sagði mér að það væru amerískir fjallamenn að stefna á tindinn. Það var rétt. Þeir gerðu tvær atrennur en sneru við í seinna skiptið vegna sudda, höfðu ekki meiri tíma og flugu vestur aftur. Þetta voru bestu klifrarar Bandaríkjanna.“ Sigurður er á 89. aldursári. Hann kveðst ekki hafa átt frumkvæðið að því að fá Fjölni á elliheimilið til að tattúera hann. „Það var Sigrún dóttir mín sem átti hugmyndina og ég sló til,“ segir hann. Tvö málverk eru í herbergi Sigurðar af Hraundranga, nú bætist eitt við enda er honum tindurinn kær. „Við klifum dranginn frá þeirri hlið sem snýr að þjóðveginum. Ég stoppa alltaf fyrir framan hann þegar ég á þar leið um, dvel þar aðeins og fæ mér kaffisopa eða eitthvað sem ég hef meðferðis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Húðflúr Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Tíska og hönnun Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Glatkistunni lokað Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Það er erill á herbergi Sigurðar Waage á Hrafnistu í Reykjavík. Þar er Fjölnir Geir Bragason að tattúera hinn tignarlega Hraundranga í Öxnadal á framhandlegg Sigurðar og ýmsir fylgjast með af áhuga. Tilefnið er það að 60 ár eru frá því Sigurður kleif dranginn, ásamt tveimur félögum sínum. „Ég fékk Finn Eyjólfsson og Bandaríkjamanninn Nicholas Clinch með mér upp. Finnur lést 2014 en Nicholas býr í Bandaríkjunum. Hann var vanur klifrari á þessum tíma en var svo drengilegur að hann vildi að Íslendingur yrði fyrstur á tindinn og það kom í minn hlut,“ segir Sigurður. „Svo voru þrír menn sem aðstoðuðu okkur, báru vistir og kaðla sem voru þungir á þessum árum. Þetta voru Þráinn Karlsson, síðar leikari, sem þá var 17 ára, Haukur Viktorsson og Ingólfur Ármannsson.“ Sigurður var framkvæmdastjóri Sanitas í Reykjavík og öflugur þátttakandi í Flugbjörgunarsveitinni. Þar kynntist hann klifrinu og hafði æft það talsvert áður en hann lagði til atlögu við Hraundranga. „Við flugum nokkra hringi umhverfis dranginn til að meta aðstæður, áður en við lögðum í hann. Hann er laus í sér enda lengi talinn ókleifur. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sagði mér að það væru amerískir fjallamenn að stefna á tindinn. Það var rétt. Þeir gerðu tvær atrennur en sneru við í seinna skiptið vegna sudda, höfðu ekki meiri tíma og flugu vestur aftur. Þetta voru bestu klifrarar Bandaríkjanna.“ Sigurður er á 89. aldursári. Hann kveðst ekki hafa átt frumkvæðið að því að fá Fjölni á elliheimilið til að tattúera hann. „Það var Sigrún dóttir mín sem átti hugmyndina og ég sló til,“ segir hann. Tvö málverk eru í herbergi Sigurðar af Hraundranga, nú bætist eitt við enda er honum tindurinn kær. „Við klifum dranginn frá þeirri hlið sem snýr að þjóðveginum. Ég stoppa alltaf fyrir framan hann þegar ég á þar leið um, dvel þar aðeins og fæ mér kaffisopa eða eitthvað sem ég hef meðferðis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Húðflúr Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Tíska og hönnun Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Glatkistunni lokað Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira