Ármenningar bikarmeistarar í karla og kvennaflokki Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2016 17:54 Bikarmeistarar karla og kvenna. Bikarmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í dag eftir æsispennandi keppni í bæði kvenna- og karla keppninni. Í kvennakeppninni börðust þrjú félög um titilinn og var það ekki fyrr en í lokaumferðinni sem Ármann tillti sér á toppinn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn annan árið í röð. Í öðru sæti var fimleikafélagið Björk en langt er síðan félagið hefur átt lið í verðlaunasæti í frjálsum æfingum. Í þriðja sæti hafnaði svo Gerpla. Í karlakeppninni stóð baráttan sem fyrr á milli Gerplu og Ármanns og fór svo að Ármenningar vörðu titilinn nokkuð örugglega en Fimleikafélagið Björk hafnaði í þriðja sæti. Helstu fréttir úr karlakeppninni eru einmitt þær að það voru þrjú lið í karlakeppninni en það hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna og því ljóst að fjölgun drengja í greininni er farin að skila sér upp í keppni þeirra bestu. Í kvennakeppninni var Gerpla í fyrsta sæti fyrir lokaumferðina, Björk í öðru sæti og Ármann í því þriðja. Gerpla átti þó erfiðasta áhaldið eftir og því líklegt að það yrði annaðhvort Björk eða Ármann sem hampaði titlinum í lok dag. Lokaáhaldið hjá Ármanni var gólf, þar stigu þær varla feilspor á meðan Bjarkarstelpur voru með nokkur dýr mistök á sínu lokaáhaldi, slá og fór svo að Ármann komst upp fyrir bæði Björk og Gerplu og tryggði sér titilinn. Irina Sazonova og Dominiqa Beláni í lið Ármanns áttu mjög gott mót og eru að öðrum ólöstuðum lykilkonur í sigri Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir, landsliðskona úr Björk var fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla og fann liðið fyrir því en Margrét Lea Kristinsdóttir, sem enn er í unglingaflokki, kom á óvart og varð þriðja stigahæst allra keppenda í kvennaflokki í dag. Agnes Suto, sem tók fimleikabolinn úr hillunni eftir tveggja ára hlé til að aðstoða sitt gamla félag í baráttunni, átti gríðarlega gott mót og varð stigahæst í Gerpluliðinu. Hjá strákunum munaði mest um Jón Sigurð Gunnarsson úr Ármanni en hafði nokkra yfirburði í karlakeppninni en Ármenningar nutu einnig góðs af því að Sigurður Andrés Sigurðarson, fyrrum landsliðsmaður, tók fimleikabolinn úr hillunni. Gerplustrákarnir söknuðu Eyþórs Baldurssonar en Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu varð annar í stigakeppninni en hann keppir enn í unglingaflokki. Fimleikafélagið Björk, var í fyrsta skipti í sögu félagsins með lið í frjálsum æfingum í bikarkeppni. Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Sjá meira
Bikarmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í dag eftir æsispennandi keppni í bæði kvenna- og karla keppninni. Í kvennakeppninni börðust þrjú félög um titilinn og var það ekki fyrr en í lokaumferðinni sem Ármann tillti sér á toppinn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn annan árið í röð. Í öðru sæti var fimleikafélagið Björk en langt er síðan félagið hefur átt lið í verðlaunasæti í frjálsum æfingum. Í þriðja sæti hafnaði svo Gerpla. Í karlakeppninni stóð baráttan sem fyrr á milli Gerplu og Ármanns og fór svo að Ármenningar vörðu titilinn nokkuð örugglega en Fimleikafélagið Björk hafnaði í þriðja sæti. Helstu fréttir úr karlakeppninni eru einmitt þær að það voru þrjú lið í karlakeppninni en það hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna og því ljóst að fjölgun drengja í greininni er farin að skila sér upp í keppni þeirra bestu. Í kvennakeppninni var Gerpla í fyrsta sæti fyrir lokaumferðina, Björk í öðru sæti og Ármann í því þriðja. Gerpla átti þó erfiðasta áhaldið eftir og því líklegt að það yrði annaðhvort Björk eða Ármann sem hampaði titlinum í lok dag. Lokaáhaldið hjá Ármanni var gólf, þar stigu þær varla feilspor á meðan Bjarkarstelpur voru með nokkur dýr mistök á sínu lokaáhaldi, slá og fór svo að Ármann komst upp fyrir bæði Björk og Gerplu og tryggði sér titilinn. Irina Sazonova og Dominiqa Beláni í lið Ármanns áttu mjög gott mót og eru að öðrum ólöstuðum lykilkonur í sigri Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir, landsliðskona úr Björk var fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla og fann liðið fyrir því en Margrét Lea Kristinsdóttir, sem enn er í unglingaflokki, kom á óvart og varð þriðja stigahæst allra keppenda í kvennaflokki í dag. Agnes Suto, sem tók fimleikabolinn úr hillunni eftir tveggja ára hlé til að aðstoða sitt gamla félag í baráttunni, átti gríðarlega gott mót og varð stigahæst í Gerpluliðinu. Hjá strákunum munaði mest um Jón Sigurð Gunnarsson úr Ármanni en hafði nokkra yfirburði í karlakeppninni en Ármenningar nutu einnig góðs af því að Sigurður Andrés Sigurðarson, fyrrum landsliðsmaður, tók fimleikabolinn úr hillunni. Gerplustrákarnir söknuðu Eyþórs Baldurssonar en Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu varð annar í stigakeppninni en hann keppir enn í unglingaflokki. Fimleikafélagið Björk, var í fyrsta skipti í sögu félagsins með lið í frjálsum æfingum í bikarkeppni.
Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Sjá meira