Simone Biles og Williams-systur urðu fyrir barðinu á rússneskum tölvuþrjótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2016 22:40 Simone Biles vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó í síðasta mánuði. vísir/getty Upplýsingum um þekktar bandarískar íþróttakonur var lekið á netið í dag. Hópur sem kallar sig Fancy Bears lýsti sig ábyrgan fyrir árásinni en rússnesku tölvuþrjótarnir brutust inn í gagnabanka Wada, Alþjóðalyfjaeftirlitsins, og stálu þaðan trúnaðarupplýsingum um bandarískt íþróttafólk. Talið er að árásin á gagnabanka Wada sé eins konar hefndaraðgerð fyrir svarta skýrslu Wada um stórfellda og skipulagða lyfjamisnotkun í Rússlandi. Í kjölfarið var rússnesku frjálsíþróttafólki meinuð þátttaka á Ólympíuleikunum í Ríó. Í yfirlýsingu frá Fancy Bears kemur fram að fjölmargir bandarískir íþróttamenn hafi notað lyf sem eru á bannlistum, og fengið leyfi til þess frá læknum. Fimleikadrottningin Simone Biles, sem vann til fernra gullverðlauna í Ríó í síðasta mánuði, var ein þeirra sem varð fyrir barðinu á tölvuþrjótunum en þeir sökuðu hana um að taka ólögleg geðlyf. Biles greindi frá því á Twitter í kvöld að hún væri með ADHD, tæki inn lyf við því og hefði alltaf farið eftir settum reglum.pic.twitter.com/tPxCJ1K2RZ — Simone Biles (@Simone_Biles) September 13, 2016Trúnaðarupplýsingum um tennissysturnar, Serena og Venus Williams, og körfuboltakonan Elena Delle Donne var einnig lekið á netið. Talsmaður rússneskra yfirvalda, Dmitry Peskov, þvertók í dag fyrir það að yfirvöld eða leyniþjónustan í Rússlandi hefði eitthvað með árásina að gera. Wada og Alþjóðaólympíunefndin hafa fordæmt árásina en Wada segir að tilgangurinn með henni sé að grafa undan stofnuninni. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tennis Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Upplýsingum um þekktar bandarískar íþróttakonur var lekið á netið í dag. Hópur sem kallar sig Fancy Bears lýsti sig ábyrgan fyrir árásinni en rússnesku tölvuþrjótarnir brutust inn í gagnabanka Wada, Alþjóðalyfjaeftirlitsins, og stálu þaðan trúnaðarupplýsingum um bandarískt íþróttafólk. Talið er að árásin á gagnabanka Wada sé eins konar hefndaraðgerð fyrir svarta skýrslu Wada um stórfellda og skipulagða lyfjamisnotkun í Rússlandi. Í kjölfarið var rússnesku frjálsíþróttafólki meinuð þátttaka á Ólympíuleikunum í Ríó. Í yfirlýsingu frá Fancy Bears kemur fram að fjölmargir bandarískir íþróttamenn hafi notað lyf sem eru á bannlistum, og fengið leyfi til þess frá læknum. Fimleikadrottningin Simone Biles, sem vann til fernra gullverðlauna í Ríó í síðasta mánuði, var ein þeirra sem varð fyrir barðinu á tölvuþrjótunum en þeir sökuðu hana um að taka ólögleg geðlyf. Biles greindi frá því á Twitter í kvöld að hún væri með ADHD, tæki inn lyf við því og hefði alltaf farið eftir settum reglum.pic.twitter.com/tPxCJ1K2RZ — Simone Biles (@Simone_Biles) September 13, 2016Trúnaðarupplýsingum um tennissysturnar, Serena og Venus Williams, og körfuboltakonan Elena Delle Donne var einnig lekið á netið. Talsmaður rússneskra yfirvalda, Dmitry Peskov, þvertók í dag fyrir það að yfirvöld eða leyniþjónustan í Rússlandi hefði eitthvað með árásina að gera. Wada og Alþjóðaólympíunefndin hafa fordæmt árásina en Wada segir að tilgangurinn með henni sé að grafa undan stofnuninni.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tennis Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira