Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2015 13:21 Vigdís Jónsdóttir brosmild eftir sigurinn í dag. vísir/anton brink "Þetta var ekkert góð runa hjá mér en ég endaði með nýju mótsmeti og kasti yfir 55 metrum sem var markmiðið," segir Vigdís Jónsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari í sleggjukasti kvenna, við Vísi. Vigdís bar sigur úr býtum á Meistaramóti Íslands sem fram fer í Kópavogi þessa helgina, en hún kastaði lengst 55,07 metra sem er nýtt mótsmet. Flest köstin hennar voru yfir 50 metrum en hún vildi vera nær Íslandsmeti sínu sem eru 58,43 metrar. "Ég byrjaði æfingavikuna fyrir mótið í góðum gír og var að kasta mjög vel á öllum æfingunum. En það var einhver streita í mér í dag eða eitthvað. Ég veit það ekki alveg," segir Vigdís. "Það var fínt að vera yfir 50 metrum í flestum köstum þó ég vildi sjá sleggjuna fara lengra í öllum köstunum. Það er náttúrlega aðeins farið að líða á sumarið þannig þreytan er aðeins farin að setjast í mann. Svo var ég að koma af EM líka." Vigdís er með skýrt markmið fyrir sumarið sem hún vonast til að ná á bikarmótinu eftir tvær vikur. "Ég set stefnuna á það að bæta Íslandsmetið á bikarmótinu. Ég vil ná 60 metrunum í ár. Það er stóra markmiðið. Það var óvænt að ná 58 metrum í maí en það er alltaf skemmilegt að bæta sig," segir Vigdís sem fór í fyrsta sinn á stórmót á dögunum og ætlar eins oft og hún getur aftur. "Það var rosalega gaman og þvílík upplifun. Ég hef aldrei verið á svona stóru móti þannig það var æðislegt að prófa þetta og vera með Hilmari Erni og Anítu," segir Vigdís. "Ég er alveg til í að gera þetta aftur og stefnan er að fara á eins stórt mót og hægt er sem eru auðvitað Ólympíuleikarnir," segir Vigdís Jónsdóttir. Frjálsar íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
"Þetta var ekkert góð runa hjá mér en ég endaði með nýju mótsmeti og kasti yfir 55 metrum sem var markmiðið," segir Vigdís Jónsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari í sleggjukasti kvenna, við Vísi. Vigdís bar sigur úr býtum á Meistaramóti Íslands sem fram fer í Kópavogi þessa helgina, en hún kastaði lengst 55,07 metra sem er nýtt mótsmet. Flest köstin hennar voru yfir 50 metrum en hún vildi vera nær Íslandsmeti sínu sem eru 58,43 metrar. "Ég byrjaði æfingavikuna fyrir mótið í góðum gír og var að kasta mjög vel á öllum æfingunum. En það var einhver streita í mér í dag eða eitthvað. Ég veit það ekki alveg," segir Vigdís. "Það var fínt að vera yfir 50 metrum í flestum köstum þó ég vildi sjá sleggjuna fara lengra í öllum köstunum. Það er náttúrlega aðeins farið að líða á sumarið þannig þreytan er aðeins farin að setjast í mann. Svo var ég að koma af EM líka." Vigdís er með skýrt markmið fyrir sumarið sem hún vonast til að ná á bikarmótinu eftir tvær vikur. "Ég set stefnuna á það að bæta Íslandsmetið á bikarmótinu. Ég vil ná 60 metrunum í ár. Það er stóra markmiðið. Það var óvænt að ná 58 metrum í maí en það er alltaf skemmilegt að bæta sig," segir Vigdís sem fór í fyrsta sinn á stórmót á dögunum og ætlar eins oft og hún getur aftur. "Það var rosalega gaman og þvílík upplifun. Ég hef aldrei verið á svona stóru móti þannig það var æðislegt að prófa þetta og vera með Hilmari Erni og Anítu," segir Vigdís. "Ég er alveg til í að gera þetta aftur og stefnan er að fara á eins stórt mót og hægt er sem eru auðvitað Ólympíuleikarnir," segir Vigdís Jónsdóttir.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira