Ólympíunefnd Bandaríkjanna tilkynnti í gær að Boston muni sækja um sumarólympíuleikana árið 2024 fyrir hönd þjóðarinnar.
Boston hafði betur gegn Los Angeles, San Francisco og Washington sem öll höfðu áhuga á að halda leikana.
Boston er mikil íþróttaborg og ekki bara í atvinnumannaíþróttunum heldur einnig í háskólaíþróttum. Það er nóg af íþróttamannvirkjum til nú þegar og þeim verður svo fjölgað fái borgin leikana.
Næstu sumarleikar eru í Ríó á næsta ári og árið 2020 er komið að Tókýó.
Boston sækir um ÓL 2024

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti



Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn




Sex hafa ekkert spilað á EM
Fótbolti

Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan
Körfubolti