Enski boltinn

Spurs tapaði stórt á Soldado

Soldado er farinn.
Soldado er farinn. vísir/getty
Spænski framherjinn Roberto Soldado er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Tottenham.

Hann var í gær seldur til spænska liðsins Villarreal fyrir sjö milljónir punda. Leikmaðurinn er þrítugur.

Það verður seint sagt að Spurs hafi grætt mikið á Soldado því hann kostaði liðið 26 milljónir punda fyrir tveim árum. Hann varð þá dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Þess utan skilaði hann engu inn á vellinum. Hann skoraði aðeins sjö deildarmörk í 52 leikjum og gat ekki neitt.

Soldado hóf feril sinn hjá Real Madrid þar sem hann spilaði með B-liði félagsins. Hann fór svo til Getafe og Valencia þar sem hann sló í gegn.

Hann á að baki tólf leiki fyrir spænska landsliðið og vonast til þess að finna gamla formið hjá Villarreal og komast aftur í landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×