Lífið

Áhrifa Walter Mitty gætir í nýja Justin Bieber-myndbandinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Justin Bieber rennir sér á hjólabretti um þjóðveg Íslands líkt og Ben Stiller gerði í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty frá árinu 2013.
Justin Bieber rennir sér á hjólabretti um þjóðveg Íslands líkt og Ben Stiller gerði í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty frá árinu 2013. Vísir/Youtube
Myndbandið við nýjasta lag kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber hefur vakið mikla athygli eftir að það var frumsýnt á myndbandavefnum YouTube fyrr í dag en það var tekið upp á Íslandi í september.

Bieber sést á nærbuxunum einum klæða í Jökulsárlóni og í Fjarðarárgljúfri í myndbandinu sem var tekið upp á Suðurlandi þar sem hann skoðaði Skógarfoss, Seljalandsfoss og Sólheimasand.

Í myndbandinu rennir hann sér einnig á hjólabretti um þjóðveginn og á Douglas-flugvélinni á Sólheimasandi en þær tökur minna einmitt á atriði úr kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty.

Ben Stiller leikstýrði myndinni og lék Walter Mitty sem heimsótti Ísland og renndi sér á hjólabretti, eða nánar tiltekið langbretti, eftir Seyðisfjarðarvegi og var það ein tilkomumesta sena myndarinnar.

Hún hefur haft áhrif á nokkra hjólabretta áhugamenn sem hafa ferðast hingað til lands og tekið upp myndbönd sem minna á þessa senu úr þessari kvikmynd sem frumsýnd var undir lok ársins 2013.

Hvort myndin hafi haft áhrif á Bieber skal ósagt látið en myndbönd annarra hjólabrettagarpa sem heiðra þessa senu úr Walter Mitty má sjá hér fyrir neðan:

Hér má sjá annan renna sér um Seyðisfjarðarveg.

Og hér:


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.