Fann tvíburasystur sína á Youtube Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2015 10:18 Anaïs Bordier og Samantha Futerman hafa báðar gaman af því að sigla á brimbrettum og fara oft á ströndina þegar þær hittast. Mynd/twitter „Í desember 2012 var ég í London, að læra fatahönnun, þegar samnemandi minn setti Youtube-myndband af mér á Facebook-síðuna mína. En ég hef aldrei gert Youtube-myndband á ævinni. Þegar ég horfði á það áttaði ég mig á því að þetta væri ekki ég eftir allt saman, heldur var þetta bandarísk stelpa sem leit nákvæmlega út eins og ég.“ Svona hefst frásögn Anaïs Bordier af því þegar hún, fyrir tilstilli myndbandadreifisíðunnar Youtube, fann tvíburasystur sína sem hún hafði aldrei séð og vissi ekki af. Í pistli á vef the Guardian segir hún frá því hvernig hana hafði alltaf grunað að hún væri ættleidd. Hún sé fædd í Busan í Suður-Kóreu en ólst upp í Frakklandi hjá fólki sem var allsendis ólíkt henni, með ljóst hár og blá augu. Þegar myndbandið kom fram á sjónarsviðið sagði hún að allur vafi hafi verið tekinn af. „Ég horfði á myndbandið aftur og aftur í leit að einhverjum mun á okkur en við vorum nákvæmlega eins, að frátöldum fötunum og hreimnum,“ sagði Bordier sem átti í miklum erfiðleikum með að hafa upp á systur sinni. Það var ekki fyrr en mánuði síðar sem hún rak augun í stiklu fyrir nýja kvikmynd að hún komst á sporið. Hún fletti upp leikurum myndarinnar og fann þannig nafn systur sinnar, Samantha Futerman.Þetta blasti við Bordier á IMDB þegar hún fletti systur sinni upp.Vísir/skjáskot„Ég komst að því að hún var fædd í Suður-Kóreu þann 19. nóvember árið 1987, sama dag og ég. Mér brá svo mikið að ég þurfti að fara úr strætisvagninum sem ég var í. Ég hringdi í mömmu og hún sagði það sem ég hafði óttast: „Heldurðu að hún gæti verið tvíburasystir þín?“ Bordier var lengi að skrifa bréfið sem hún sendi systur sinni en í því bað hún hana að skoða myndirnar sem Bordier átti af sér á Facebook-síðu sinni. Þegar tvíburasystirin hafði loks samband sendi hún Bordier mynd af ættleiðingarskjölunum sínum – þær höfðu fæðst á sama sjúkrahúsinu. Þær töluðust við á Skype og komust að því að þær höfðu sömu kækina, talandann og þá voru þær með svipaða hárgreiðslu.Potaði í hausinn á henni Ekki leið á löngu áður en þær ákváðu að hittast og þær sér mót í maí síðastliðnum í Lundúnum. „Ég var hrikalega stressuð,“ segir Bordier. „Þegar ég sá Sam í fyrsta skipti reyndi ég að stara ekki en hún byrjaði bara að hlæja. Ég gekk vandræðalega upp að henni og potaði í hana, mig langaði bara að snerta hana. Ég vissi hvað ég átti að gera,“ segir hún ennfremur. „Við fórum og fengum okkur hádegismat og þurftum að stoppa margoft á leiðinni til að skoða spegilmyndir okkar í búðargluggunum. Þetta var eins og hliðstæður veruleiki. Við vorum svo líkar; hún brást við öllu nákvæmlega eins og ég. Við erum báðar vandræðalegar að eðlisfari, hún þarf ekki að afsaka sig við mig og hún skilur mig fullkomlega líka,“ segir hún. Þær sendu munnvatn úr sér til greiningar og niðurstöðurnar staðfestu að þær væru eineggja tvíburar. „Þegar læknirinn greindi okkur frá niðurstöðunum sagði hann okkur að faðmast svo það er það sem við gerðum. Allir í kringum okkar fögnuðu eins og einhver hefði unnið fótboltaleik,“ segir Bordier. Frásögn Anaïs Bordier má lesa í heild sinni á vef the Guardian. Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira
„Í desember 2012 var ég í London, að læra fatahönnun, þegar samnemandi minn setti Youtube-myndband af mér á Facebook-síðuna mína. En ég hef aldrei gert Youtube-myndband á ævinni. Þegar ég horfði á það áttaði ég mig á því að þetta væri ekki ég eftir allt saman, heldur var þetta bandarísk stelpa sem leit nákvæmlega út eins og ég.“ Svona hefst frásögn Anaïs Bordier af því þegar hún, fyrir tilstilli myndbandadreifisíðunnar Youtube, fann tvíburasystur sína sem hún hafði aldrei séð og vissi ekki af. Í pistli á vef the Guardian segir hún frá því hvernig hana hafði alltaf grunað að hún væri ættleidd. Hún sé fædd í Busan í Suður-Kóreu en ólst upp í Frakklandi hjá fólki sem var allsendis ólíkt henni, með ljóst hár og blá augu. Þegar myndbandið kom fram á sjónarsviðið sagði hún að allur vafi hafi verið tekinn af. „Ég horfði á myndbandið aftur og aftur í leit að einhverjum mun á okkur en við vorum nákvæmlega eins, að frátöldum fötunum og hreimnum,“ sagði Bordier sem átti í miklum erfiðleikum með að hafa upp á systur sinni. Það var ekki fyrr en mánuði síðar sem hún rak augun í stiklu fyrir nýja kvikmynd að hún komst á sporið. Hún fletti upp leikurum myndarinnar og fann þannig nafn systur sinnar, Samantha Futerman.Þetta blasti við Bordier á IMDB þegar hún fletti systur sinni upp.Vísir/skjáskot„Ég komst að því að hún var fædd í Suður-Kóreu þann 19. nóvember árið 1987, sama dag og ég. Mér brá svo mikið að ég þurfti að fara úr strætisvagninum sem ég var í. Ég hringdi í mömmu og hún sagði það sem ég hafði óttast: „Heldurðu að hún gæti verið tvíburasystir þín?“ Bordier var lengi að skrifa bréfið sem hún sendi systur sinni en í því bað hún hana að skoða myndirnar sem Bordier átti af sér á Facebook-síðu sinni. Þegar tvíburasystirin hafði loks samband sendi hún Bordier mynd af ættleiðingarskjölunum sínum – þær höfðu fæðst á sama sjúkrahúsinu. Þær töluðust við á Skype og komust að því að þær höfðu sömu kækina, talandann og þá voru þær með svipaða hárgreiðslu.Potaði í hausinn á henni Ekki leið á löngu áður en þær ákváðu að hittast og þær sér mót í maí síðastliðnum í Lundúnum. „Ég var hrikalega stressuð,“ segir Bordier. „Þegar ég sá Sam í fyrsta skipti reyndi ég að stara ekki en hún byrjaði bara að hlæja. Ég gekk vandræðalega upp að henni og potaði í hana, mig langaði bara að snerta hana. Ég vissi hvað ég átti að gera,“ segir hún ennfremur. „Við fórum og fengum okkur hádegismat og þurftum að stoppa margoft á leiðinni til að skoða spegilmyndir okkar í búðargluggunum. Þetta var eins og hliðstæður veruleiki. Við vorum svo líkar; hún brást við öllu nákvæmlega eins og ég. Við erum báðar vandræðalegar að eðlisfari, hún þarf ekki að afsaka sig við mig og hún skilur mig fullkomlega líka,“ segir hún. Þær sendu munnvatn úr sér til greiningar og niðurstöðurnar staðfestu að þær væru eineggja tvíburar. „Þegar læknirinn greindi okkur frá niðurstöðunum sagði hann okkur að faðmast svo það er það sem við gerðum. Allir í kringum okkar fögnuðu eins og einhver hefði unnið fótboltaleik,“ segir Bordier. Frásögn Anaïs Bordier má lesa í heild sinni á vef the Guardian.
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira