Óhætt er að segja að málið sé í besta falli stórfurðulegt. Margera, sem hefur getið sér orð fyrir fíflaskap sem meðlimur Jackass og sótt Ísland heim oftar en einu sinni á þeim forsendum, segist hafa viljað ná tali af Leon Hill, umboðsmanni sem kemur að hátíðinni.
Segir Margera Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni fé. Hill sagði ásakanir Margera óskiljanlegar í samtali við Nútímann en neitaði að tjá sig frekar um málið.

Talsmaður Secret Solstice sagði hins vegar að myndbandið segði ekki alla söguna. Margera hefði áreitt konur í öryggisgæslu og þess utan verið í afar annarlegu ástandi. Því hefði verið ráðist á hann.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
Hvorki Gísli Pálmi né Tiny hafa til þessa viljað tjá sig um uppákomuna. Félagi þeirra í rappsenunni, Emmsjé Gauti, gerði það þó í gær.
Mitt take á þessu Bam máli = vanalega styð ég ekki ofbeldi en suma menn þarf einfaldlega að kýla
— Emmsjé (@emmsjegauti) June 22, 2015
Björgvin Ívar Baldursson, tónlistarmaður og barnabarn Rúnars heitins Júlíussonar, er á sömu línu og rapparinn. Björgvin slær á létta strengi líkt og fjölmargir hafa gert undanfarna daga með orðaleikjum og færslum á Twitter.
Ég trúi ekki að fólk sé að efast um það hvort að Margera hafi átt högg skilið. Fíflið rústaði Land Cruiser. 150 reyndar, en samt LC.
— Björgvin Ívar (@Bjorgvin_Ivar) June 23, 2015
„Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum. Þú lést þá berja mig og þú ert í djúpum skít.“