Dauðvona aðdáandi sá Star Wars á undan öðrum Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2015 12:00 Daniel ásamt vinum sínum. J.J. Abrams, leikstjóri Star Wars: The Force Awakens, varð við ósk dauðvona aðdáenda og leyfði honum að sjá ókláraða útgáfu af myndinni. Hinn 32 ára gamli Daniel Fleetwood fékk þær fregnir í júlí að hann ætti einungis tvo mánuði eftir ólifaða vegna krabbameins. Star Wars verður frumsýnd þann 18. desember. Eiginkona hans Ashely leit til samfélagsmiðla á dögunum og setti af stað átakið #ForceForDaniel. Daniel sjálfur sagði í viðtali að hann taldi að hann myndi ekki vera lifandi þegar myndin verður frumsýnd. Kassamerkið #ForceForDaniel fékk alveg ótrúlega dreifingu á nokkrum dögum og meðal þeirra sem notuðu það voru Logi Geimgengill sjálfur, Mark Hammill, og John Boyega, einn af aðalleikurum Force Awakens. Ashley sagði svo frá því á Facebook í gær að Daniel hefði fengið senda ókláraða útgáfu af myndinn frá J.J Abrams sjálfum.To all our wonderful supporters, friends, family and awesome strangers: Daniels final dream was just granted!!! Today...Posted by Ashley Fleetwood on Thursday, November 5, 2015Skemmtilegt er að skoða Facebooksíðu Ashley, þar sem vel má sjá hvernig átak hennar #ForceForDaniel vatt upp á sig og fjölmiðlar og stjörnur myndarinnar vöktu athygli á því. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem J.J. Abrams verður við sambærilegum óskum dauðvona manns. Árið 2013 fékk Daniel Craft að sjá ókláraða útgáfu af Star Trek mynd Abrams. Craft lést svo nokkrum dögum seinna.#forcefordaniel Tweets > Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
J.J. Abrams, leikstjóri Star Wars: The Force Awakens, varð við ósk dauðvona aðdáenda og leyfði honum að sjá ókláraða útgáfu af myndinni. Hinn 32 ára gamli Daniel Fleetwood fékk þær fregnir í júlí að hann ætti einungis tvo mánuði eftir ólifaða vegna krabbameins. Star Wars verður frumsýnd þann 18. desember. Eiginkona hans Ashely leit til samfélagsmiðla á dögunum og setti af stað átakið #ForceForDaniel. Daniel sjálfur sagði í viðtali að hann taldi að hann myndi ekki vera lifandi þegar myndin verður frumsýnd. Kassamerkið #ForceForDaniel fékk alveg ótrúlega dreifingu á nokkrum dögum og meðal þeirra sem notuðu það voru Logi Geimgengill sjálfur, Mark Hammill, og John Boyega, einn af aðalleikurum Force Awakens. Ashley sagði svo frá því á Facebook í gær að Daniel hefði fengið senda ókláraða útgáfu af myndinn frá J.J Abrams sjálfum.To all our wonderful supporters, friends, family and awesome strangers: Daniels final dream was just granted!!! Today...Posted by Ashley Fleetwood on Thursday, November 5, 2015Skemmtilegt er að skoða Facebooksíðu Ashley, þar sem vel má sjá hvernig átak hennar #ForceForDaniel vatt upp á sig og fjölmiðlar og stjörnur myndarinnar vöktu athygli á því. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem J.J. Abrams verður við sambærilegum óskum dauðvona manns. Árið 2013 fékk Daniel Craft að sjá ókláraða útgáfu af Star Trek mynd Abrams. Craft lést svo nokkrum dögum seinna.#forcefordaniel Tweets >
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira