Solo var aðeins sex sekúndum frá HM-meti Angerer Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. júlí 2015 18:00 Hope Solo með gullhanskann eftir leikinn í gær. vísir/getty Þrátt fyrir að halda hreinu í rúma fimm leiki eða 539 mínútur á Hope Solo, markvörður bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki metið á HM yfir að halda hvað lengst hreinu. Hún var alveg grátlega nálægt því í úrslitaleiknum í gærkvöldi, en Solo fékk á sig mark á 27. mínútu þegar Yuki Ogimi klóraði í bakkann fyrir Japan, 4-1. Þessi umdeildi markvörður var aðeins sex sekúndum frá því að bæta met Nadine Angerer, markvarðar þýska landsliðsins, sem hélt hreinu í 540 mínútur á HM 2007 í Kína þar sem Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í annað sinn. Þýskaland fékk ekki á sig mark á HM 2007 á leið sinni að öðrum titlinum í röð, en búið er að fjölga liðum á HM núna og leikjum þar með um einn. Bandaríkin fengu á sig mark í fyrri hálfleik gegn Ástralíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar, en liðið, og Solo, hélt svo hreinu alveg fram að marki Japan í úrslitaleiknum. Solo á ekki allan heiðurinn skilinn því varnarleikur bandaríska liðsins var magnaður með miðverðina, Becky Sauerbrunn og Julie Johnston, í svakalegu formi. Vissulega svekkjandi fyrir Solo, en hún getur þó huggað sig við heimsmeistaratitilinn, viðurkenninguna besti markvörður HM, sem hún fékk eftir mótið, og þá staðreynd að hún hélt hreinu í undanúrslitaleiknum gegn Þýskalandi sem Bandaríkin unnu, 2-0. Þar stóð Nadine Angerer í marki Þýskalands. Fótbolti Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Sjá meira
Þrátt fyrir að halda hreinu í rúma fimm leiki eða 539 mínútur á Hope Solo, markvörður bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki metið á HM yfir að halda hvað lengst hreinu. Hún var alveg grátlega nálægt því í úrslitaleiknum í gærkvöldi, en Solo fékk á sig mark á 27. mínútu þegar Yuki Ogimi klóraði í bakkann fyrir Japan, 4-1. Þessi umdeildi markvörður var aðeins sex sekúndum frá því að bæta met Nadine Angerer, markvarðar þýska landsliðsins, sem hélt hreinu í 540 mínútur á HM 2007 í Kína þar sem Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í annað sinn. Þýskaland fékk ekki á sig mark á HM 2007 á leið sinni að öðrum titlinum í röð, en búið er að fjölga liðum á HM núna og leikjum þar með um einn. Bandaríkin fengu á sig mark í fyrri hálfleik gegn Ástralíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar, en liðið, og Solo, hélt svo hreinu alveg fram að marki Japan í úrslitaleiknum. Solo á ekki allan heiðurinn skilinn því varnarleikur bandaríska liðsins var magnaður með miðverðina, Becky Sauerbrunn og Julie Johnston, í svakalegu formi. Vissulega svekkjandi fyrir Solo, en hún getur þó huggað sig við heimsmeistaratitilinn, viðurkenninguna besti markvörður HM, sem hún fékk eftir mótið, og þá staðreynd að hún hélt hreinu í undanúrslitaleiknum gegn Þýskalandi sem Bandaríkin unnu, 2-0. Þar stóð Nadine Angerer í marki Þýskalands.
Fótbolti Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Sjá meira