Eins og önnur fjölskylda fyrir hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2015 07:00 Thelma Rut Hermannsdóttir mun örugglega eiga metið yfir flesta titla næstu árin. Vísir/Ernir „Það er rosalega góð tilfinning að koma til baka og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það kom smá klúður hjá mér í fyrra en í ár var ég bara sterkari,“ sagði Thelma Rut Hermannsdóttir sem varð um helgina Íslandsmeistari í fimleikum í sjötta sinn. Thelma Rut átti möguleika á því að vinna titilinn fimmta árið í röð fyrir ári en gerði stór mistök á slá sem kostuðu hana titilinn. Nú gerði hún hins vegar engin mistök. Thelma náði metinu af Berglindi Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem áður deildu metinu með henni. „Ég held að ég eigi örugglega eftir að eiga þetta met svolítið lengi. Það verður ekkert auðveldlega leikið eftir að vinna þennan titil svona oft,“ segir Thelma Rut og það er vel hægt að taka undir þau orð. Hún vann fyrsta titilinn 2008 og hefur síðan unnið hann á hverju ári fyrir utan 2009 og 2014. Thelma Rut varð líka Íslandsmeistari á gólfi og hún var í miklum ham í gólfæfingunum um helgina. En hvað rekur hana áfram? „Mér finnst þetta bara ótrúlega skemmtileg íþrótt og mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingu. Ef manni gengur vel að æfa sig þá langar mann að keppa og sýna hvað maður getur,“ segir Thelma Rut. En fórnar hún öllu fyrir fimleikana?Vill ekki kalla þetta fórnir „Ég vil ekki kalla það fórnir. Fimleikarnir eru að leyfa mér að gera svo marga hluti sem aðrir geta ekki ímyndað sér að gera. Ég er sem dæmi búin að fara til bæði Tókýó og Kína og rosalega víða. Það eru ekki allir sem eiga kost á því,“ segir Thelma Rut. Það fór vel á með henni að stelpunum sem börðust hvað harðast við hana um titilinn. „Þetta er rosaleg samkeppni en við erum samt rosalega góðar vinkonur,“ segir hún en líkt og áður er það Gerplufólk sem stendur uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu. „Við hjá Gerplu þekkjumst vel og þetta er eins og fjölskylda númer tvö. Þetta er fjölskyldan manns því við erum eins og systkini,“ sagði Thelma Rut að lokum.Amma og afi geyma alla bikarana Valgarð Reinhardsson sigraði með yfirburðum hjá körlunum og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Valgarð sem er átján ára býr og æfir í Kanada en kom til Íslands til að taka þátt í mótinu. „Það er stefnan að ná langt. Ég er ennþá bara átján ára þannig að ég á nokkur ár inni,“ sagði Valgarð. Gerpla missti karlatitilinn til Ármanns í fyrra en endurheimti hann í ár. „Ég fann fyrir smá pressu en eftir fyrsta áhaldið þá var hún bara farin. Eftir fyrsta áhaldið sem var örugglega besta gólfæfing sem ég hef gert á ævinni þá vissi ég að dagurinn yrði góður,“ sagði Valgarð. „Það er að reynast mjög vel að æfa úti í Kanada. Ég er búinn að eiga heima þar í tvö og hálft ár og hef bætt mig helling þar. Ég reyni allavega að koma einu sinni á ári og keppa á móti á Íslandi til að sýna það hvað maður er að gera,“ sagði Valgarð. Hann kom bara í stutta heimsókn til Íslands. „Það er verst að maður getur ekki tekið bikarinn með til Kanada en hann fer bara til ömmu og afa. Þar eru allir bikararnir sem ég er búinn að vinna síðustu ár. Það er farið að vera frekar fullt hjá þeim og ég held að þau þurfi jafnvel að fara að stækka við bikarherbergið,“ segir Valgarð í léttum tón og hann er ekki hættur. „Þetta er bara annað árið mitt í fullorðinsflokki og það er sagt að fimleikamenn toppi 23 ára. Vonandi á ég eftir góð fimm ár þangað til að ég toppa mig. Næstu ár verða vonandi mjög skemmtileg,“ sagði Valgarð að lokum. Valgarð, Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni unnu öll gullverðlaun á tveimur áhöldum þegar keppt var til úrslita á þeim í gær. Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sjá meira
„Það er rosalega góð tilfinning að koma til baka og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það kom smá klúður hjá mér í fyrra en í ár var ég bara sterkari,“ sagði Thelma Rut Hermannsdóttir sem varð um helgina Íslandsmeistari í fimleikum í sjötta sinn. Thelma Rut átti möguleika á því að vinna titilinn fimmta árið í röð fyrir ári en gerði stór mistök á slá sem kostuðu hana titilinn. Nú gerði hún hins vegar engin mistök. Thelma náði metinu af Berglindi Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem áður deildu metinu með henni. „Ég held að ég eigi örugglega eftir að eiga þetta met svolítið lengi. Það verður ekkert auðveldlega leikið eftir að vinna þennan titil svona oft,“ segir Thelma Rut og það er vel hægt að taka undir þau orð. Hún vann fyrsta titilinn 2008 og hefur síðan unnið hann á hverju ári fyrir utan 2009 og 2014. Thelma Rut varð líka Íslandsmeistari á gólfi og hún var í miklum ham í gólfæfingunum um helgina. En hvað rekur hana áfram? „Mér finnst þetta bara ótrúlega skemmtileg íþrótt og mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingu. Ef manni gengur vel að æfa sig þá langar mann að keppa og sýna hvað maður getur,“ segir Thelma Rut. En fórnar hún öllu fyrir fimleikana?Vill ekki kalla þetta fórnir „Ég vil ekki kalla það fórnir. Fimleikarnir eru að leyfa mér að gera svo marga hluti sem aðrir geta ekki ímyndað sér að gera. Ég er sem dæmi búin að fara til bæði Tókýó og Kína og rosalega víða. Það eru ekki allir sem eiga kost á því,“ segir Thelma Rut. Það fór vel á með henni að stelpunum sem börðust hvað harðast við hana um titilinn. „Þetta er rosaleg samkeppni en við erum samt rosalega góðar vinkonur,“ segir hún en líkt og áður er það Gerplufólk sem stendur uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu. „Við hjá Gerplu þekkjumst vel og þetta er eins og fjölskylda númer tvö. Þetta er fjölskyldan manns því við erum eins og systkini,“ sagði Thelma Rut að lokum.Amma og afi geyma alla bikarana Valgarð Reinhardsson sigraði með yfirburðum hjá körlunum og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Valgarð sem er átján ára býr og æfir í Kanada en kom til Íslands til að taka þátt í mótinu. „Það er stefnan að ná langt. Ég er ennþá bara átján ára þannig að ég á nokkur ár inni,“ sagði Valgarð. Gerpla missti karlatitilinn til Ármanns í fyrra en endurheimti hann í ár. „Ég fann fyrir smá pressu en eftir fyrsta áhaldið þá var hún bara farin. Eftir fyrsta áhaldið sem var örugglega besta gólfæfing sem ég hef gert á ævinni þá vissi ég að dagurinn yrði góður,“ sagði Valgarð. „Það er að reynast mjög vel að æfa úti í Kanada. Ég er búinn að eiga heima þar í tvö og hálft ár og hef bætt mig helling þar. Ég reyni allavega að koma einu sinni á ári og keppa á móti á Íslandi til að sýna það hvað maður er að gera,“ sagði Valgarð. Hann kom bara í stutta heimsókn til Íslands. „Það er verst að maður getur ekki tekið bikarinn með til Kanada en hann fer bara til ömmu og afa. Þar eru allir bikararnir sem ég er búinn að vinna síðustu ár. Það er farið að vera frekar fullt hjá þeim og ég held að þau þurfi jafnvel að fara að stækka við bikarherbergið,“ segir Valgarð í léttum tón og hann er ekki hættur. „Þetta er bara annað árið mitt í fullorðinsflokki og það er sagt að fimleikamenn toppi 23 ára. Vonandi á ég eftir góð fimm ár þangað til að ég toppa mig. Næstu ár verða vonandi mjög skemmtileg,“ sagði Valgarð að lokum. Valgarð, Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni unnu öll gullverðlaun á tveimur áhöldum þegar keppt var til úrslita á þeim í gær.
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sjá meira