Annasamt ár hjá Björk Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. ágúst 2015 14:00 Björk hefur komið víða við á árinu. Mynd/Garðar Kjartansson Árið 2015 hefur verið annasamt hjá tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur, sem þurfti þó því miður að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum síðar í sumar og haust. Eins og menn muna lak platan Vulnicura út í lok janúar en samhliða því var hún einnig gefin út stafrænt. Vulnicura, sem er áttunda sólóplata Bjarkar og gefin út af One Little Indian, fékk frábæra gagnrýni og margir tala um að þó skammt sé liðið á árið þá verði þetta tvímælalaust ein af plötum ársins. „Mér finnst þetta vera ein af bestu plötum Bjarkar frá upphafi, ákveðin fullkomnun birtist í tónlistarsköpun hennar á þessari plötu. Hún fer í hóp bestu platna ársins hjá mér. Annars á hver og ein plata sitt móment í núinu en út frá mörgu finnst mér þessi plata vera alveg stórkostleg,“ segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Björk birti fyrir skömmu tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem hún útskýrði ástæður þess að hún ákvað að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum en tónleikar hennar á Iceland Airwaves-hátíðinni voru á meðal þeirra tónleika sem aflýst var. Í tilkynningunni tjáir tónlistarkonan sig um að það hafi tekið verulega á hana að flytja lögin af plötunni en Vulnicura er að miklu leyti byggð á sambandsslitum hennar við listamanninn Matthew Barney. Í sömu tilkynningu lýsir hún þakklæti sínu fyrir þetta tónleikaferðalag og þakkar hún öllum samstarfsfélögum sínum og aðdáendum. Björk segir að platan sé öðruvísi en fyrri verk hennar og tekur einnig fram að óviðráðanlegar ástæður hafi orðið til þess að hætt var við tónleikana. Í lok tilkynningarinnar segist Björk vera byrjuð að semja nýja tónlist. Björk sagði í viðtali við Fréttablaðið í apríl tónleikana á Íslandi sér mikilvæga. „Alltaf langmikilvægustu tónleikarnir fyrir mig, þess vegna geri ég þá oftast seinna á túrnum svo allt sé orðið slípað,“ sagði hún spurð út tónleikana sem fyrirhugaðir voru á Íslandi.Björk segist vera byrjuð að semja nýja tónlist.Vísir/GettyVulnicura var mest sótta platan hjá tónlistarveitunni iTunes í vikunni sem hún kom út. Hún var númer eitt í yfir 30 löndum:BretlandArgentínaAusturríkiBelgíaBrasilíaBúlgaríaSíleKýpurTékklandDanmörkEistlandFinnlandGrikklandUngverjalandÍrlandÍsraelMexíkóHollandNoregurPóllandPortúgalRúmeníaRússlandSlóvakíaSlóveníaSpánnSuður-AfríkaSvíþjóðSvissVíetnamFrábær gagnrýni í erlendum miðlumThe Guardian 4/5Reader’s Digest 5/5Time Out London 4/5Curious Animal 9/10Press Play 5/5NME 8/10Pitchfork 8,6/10Rolling Stone 4/5Spin 8/10The Telegraph 4/5 Airwaves Björk Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Árið 2015 hefur verið annasamt hjá tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur, sem þurfti þó því miður að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum síðar í sumar og haust. Eins og menn muna lak platan Vulnicura út í lok janúar en samhliða því var hún einnig gefin út stafrænt. Vulnicura, sem er áttunda sólóplata Bjarkar og gefin út af One Little Indian, fékk frábæra gagnrýni og margir tala um að þó skammt sé liðið á árið þá verði þetta tvímælalaust ein af plötum ársins. „Mér finnst þetta vera ein af bestu plötum Bjarkar frá upphafi, ákveðin fullkomnun birtist í tónlistarsköpun hennar á þessari plötu. Hún fer í hóp bestu platna ársins hjá mér. Annars á hver og ein plata sitt móment í núinu en út frá mörgu finnst mér þessi plata vera alveg stórkostleg,“ segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Björk birti fyrir skömmu tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem hún útskýrði ástæður þess að hún ákvað að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum en tónleikar hennar á Iceland Airwaves-hátíðinni voru á meðal þeirra tónleika sem aflýst var. Í tilkynningunni tjáir tónlistarkonan sig um að það hafi tekið verulega á hana að flytja lögin af plötunni en Vulnicura er að miklu leyti byggð á sambandsslitum hennar við listamanninn Matthew Barney. Í sömu tilkynningu lýsir hún þakklæti sínu fyrir þetta tónleikaferðalag og þakkar hún öllum samstarfsfélögum sínum og aðdáendum. Björk segir að platan sé öðruvísi en fyrri verk hennar og tekur einnig fram að óviðráðanlegar ástæður hafi orðið til þess að hætt var við tónleikana. Í lok tilkynningarinnar segist Björk vera byrjuð að semja nýja tónlist. Björk sagði í viðtali við Fréttablaðið í apríl tónleikana á Íslandi sér mikilvæga. „Alltaf langmikilvægustu tónleikarnir fyrir mig, þess vegna geri ég þá oftast seinna á túrnum svo allt sé orðið slípað,“ sagði hún spurð út tónleikana sem fyrirhugaðir voru á Íslandi.Björk segist vera byrjuð að semja nýja tónlist.Vísir/GettyVulnicura var mest sótta platan hjá tónlistarveitunni iTunes í vikunni sem hún kom út. Hún var númer eitt í yfir 30 löndum:BretlandArgentínaAusturríkiBelgíaBrasilíaBúlgaríaSíleKýpurTékklandDanmörkEistlandFinnlandGrikklandUngverjalandÍrlandÍsraelMexíkóHollandNoregurPóllandPortúgalRúmeníaRússlandSlóvakíaSlóveníaSpánnSuður-AfríkaSvíþjóðSvissVíetnamFrábær gagnrýni í erlendum miðlumThe Guardian 4/5Reader’s Digest 5/5Time Out London 4/5Curious Animal 9/10Press Play 5/5NME 8/10Pitchfork 8,6/10Rolling Stone 4/5Spin 8/10The Telegraph 4/5
Airwaves Björk Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira