Fótbolti

Systurnar eru eins og svart og hvítt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Systurnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir.
Systurnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Fréttablaðið/Óskaró
Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað markadrottninguna Margréti Láru Viðarsdóttur í mörg ár og Elísabet þjálfaði systur hennar Elísu Viðarsdóttur hjá Kristianstad í fyrra. Nú þjálfar hún þær saman í fyrsta sinn. „Það er æðislegt,“ segir Elísabet og hún segir systurnar ólíkar.

„Þær eru algjörlega svart og hvítt. Þær eru ótrúlega ljúfar við hvora aðra held ég, hjálpa hvorri annarri mikið og sýna hvorri annarri stuðning,“ segir Elísabet.

„Það er frábært að þær fái að upplifa það. Elísa hefur verið að bæta sig mjög mikið og var að spila sinn besta leik fyrir Kristianstad í síðasta leik,“ segir Elísabet en Elísa lagði upp sigurmark Kristianstad í leiknum.

Elísa er fimm árum yngri en Margrét Lára og var aðeins 14 ára þegar stóra systir fór til Reykjavíkur til að spila með Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×