Margir gerast vegan í janúar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2015 12:00 Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir Í janúar fer fram hið alþjóðlega átak Veganúar (e. veganuary), en átakinu var hleypt af stokkunum af Matthew Glover og Jane Land í fyrsta sinn í fyrra. Þeir sem eru vegan sneiða hjá öllum dýraafurðum. Sumir gera það heilsunnar vegna, aðrir af dýra- og umhverfisverndarástæðum og sumir eru einfaldlega forvitnir og langar til þess að prufa. Á einu ári hefur Veganúar náð talsverðri útbreiðslu og samtök grænmetisæta á Íslandi halda utan um átakið hérlendis í ár. „Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert með skipulögðum hætti á Íslandi. Það voru einhverjir Íslendingar sem tóku þátt í gegnum enska átakið í fyrra og við ákváðum að heimfæra þetta,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, stjórnarmeðlimur í samtökum grænmetisæta á Íslandi. „Við erum ekki með neina sérstaka skráningu á því hversu margir taka þátt í þessu en við höfum tekið eftir því að það hefur fjölgað um eitthvað um hundrað manns í Vegan Ísland-umræðuhópnum okkar. Við höfum fengið mjög mikil viðbrögð, ég myndi giska á að þetta væru allavega yfir hundrað manns sem eru eitthvað að fikra sig áfram í þessu,“ segir hún. Þátttakendur eru einstaklingar sem hafa verið vegan í lengri eða skemmri tíma, grænmetisætur sem vilja prófa að vera vegan eða jafnvel fólk sem er að prófa að hætta að neyta dýraafurða í fyrsta skipti. Hægt er að leita upplýsinga um Veganúar á vefsíðu samtaka íslenskra grænmetisæta og einnig í Facebook-hópnum Vegan Ísland. Sjálfum sér samkvæmurVísir/StefánÁrni Stefán Árnason, lögfræðingur „Það er aðallega af því að ég er lögfræðingur og lokaverkefni mitt var að skrifa um íslensku dýraverndarlögin. Í framhaldi af því þróuðust málin í þá átt að ég taldi að dýravernd fælist ekki eingöngu í að hugsa um velferð dýra þar til þau eru líflátin heldur hafna öllu dýraeldi og notkun afurða þeirra,“ segir Árni sem hefur verið vegan frá síðastliðnu hausti. Hann segir að sér líði vel á vegan-fæði, líkamlega og samviskunnar vegna. „Sannfæring mín var orðin sú að annað líf á jafnan rétt til lífs og maðurinn og ef ég ætlaði að vera sjálfum mér samkvæmur yrði ég að hafna því að dýr væru líflátin til manneldis.“ Tekur skrefið til fullsMynd/HildurMaralHildur Maral Hamíðsdóttir, starfsmaður plötufyrirtækisins Bedroom Community, umboðsmaður hljómsveitarinnar Oyama og nemi „Ég er búin að vera grænmetisæta núna í ár. Pælingin þegar ég byrjaði á því var að verða vegan á einhverjum tímapunkti en mér fannst ekki alveg hægt að breyta þessu á einni nóttu,“ segir Hildur. Hún segir úrvalið af vegan-mat á Íslandi gott. „Ég bý í Danmörku og er svolítið spennt að sjá hvernig úrvalið verður þar. Eins og í Bónus til dæmis eru vegan-vörur. Það er ekkert mál að elda mjög góðar vegan-uppskriftir og í rauninni ekki svo frábrugðið því að elda þegar maður er grænmetisæta.“ Sýnir gott fordæmiVísir/StefánRagnar Freyr, grafískur hönnuður „Ég eiginlega ákvað að taka þátt í Veganúar af því að ég er búinn að vera vegan alla hina mánuðina, það svona lá beint við. Líka til þess að sýna gott fordæmi,“ segir Ragnar Freyr en markmið hans í mánuðinum er að borða meira af heilli fæðu. Ragnar segir ýmsa veitingastaði á Íslandi bjóða upp á vegan-vænan mat. „Það er alltaf hægt að spyrja og fá eitthvað svona matreitt sérstaklega fyrir sig, ég held einmitt úti lista um veitingastaði á Íslandi sem eru vegan-vænir.“ Þarf ekki kjöt til þess að vera sterkMynd/HuldaBHulda B. Waage, kraftlyftingakona „Ég er náttúrulega vegan og tek þátt í Veganúar meira svona til þess að sýna fólkinu í kringum mig að þetta sé hægt og hvernig þetta virkar. Koma á framfæri skilaboðunum og hvetja aðra til þess að taka þátt,“ segir Hulda. Hulda er kraftlyftingakona og segir að vegan-mataræðið henti sér vel í lyftingunum. „Fólk hefur ákveðnar fyrirframgefnar hugmyndir um hvernig maður eigi að borða til þess að vera sterkur. Að maður þurfi að borða mikið kjöt og dæla í sig skyri en það er alls ekki þannig,“ segir hún og bætir við: „Ég finn það til dæmis eftir að ég tók út mjólkurvörur að ég fæ miklu minni bólgur og harðsperrur.“ Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Í janúar fer fram hið alþjóðlega átak Veganúar (e. veganuary), en átakinu var hleypt af stokkunum af Matthew Glover og Jane Land í fyrsta sinn í fyrra. Þeir sem eru vegan sneiða hjá öllum dýraafurðum. Sumir gera það heilsunnar vegna, aðrir af dýra- og umhverfisverndarástæðum og sumir eru einfaldlega forvitnir og langar til þess að prufa. Á einu ári hefur Veganúar náð talsverðri útbreiðslu og samtök grænmetisæta á Íslandi halda utan um átakið hérlendis í ár. „Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert með skipulögðum hætti á Íslandi. Það voru einhverjir Íslendingar sem tóku þátt í gegnum enska átakið í fyrra og við ákváðum að heimfæra þetta,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, stjórnarmeðlimur í samtökum grænmetisæta á Íslandi. „Við erum ekki með neina sérstaka skráningu á því hversu margir taka þátt í þessu en við höfum tekið eftir því að það hefur fjölgað um eitthvað um hundrað manns í Vegan Ísland-umræðuhópnum okkar. Við höfum fengið mjög mikil viðbrögð, ég myndi giska á að þetta væru allavega yfir hundrað manns sem eru eitthvað að fikra sig áfram í þessu,“ segir hún. Þátttakendur eru einstaklingar sem hafa verið vegan í lengri eða skemmri tíma, grænmetisætur sem vilja prófa að vera vegan eða jafnvel fólk sem er að prófa að hætta að neyta dýraafurða í fyrsta skipti. Hægt er að leita upplýsinga um Veganúar á vefsíðu samtaka íslenskra grænmetisæta og einnig í Facebook-hópnum Vegan Ísland. Sjálfum sér samkvæmurVísir/StefánÁrni Stefán Árnason, lögfræðingur „Það er aðallega af því að ég er lögfræðingur og lokaverkefni mitt var að skrifa um íslensku dýraverndarlögin. Í framhaldi af því þróuðust málin í þá átt að ég taldi að dýravernd fælist ekki eingöngu í að hugsa um velferð dýra þar til þau eru líflátin heldur hafna öllu dýraeldi og notkun afurða þeirra,“ segir Árni sem hefur verið vegan frá síðastliðnu hausti. Hann segir að sér líði vel á vegan-fæði, líkamlega og samviskunnar vegna. „Sannfæring mín var orðin sú að annað líf á jafnan rétt til lífs og maðurinn og ef ég ætlaði að vera sjálfum mér samkvæmur yrði ég að hafna því að dýr væru líflátin til manneldis.“ Tekur skrefið til fullsMynd/HildurMaralHildur Maral Hamíðsdóttir, starfsmaður plötufyrirtækisins Bedroom Community, umboðsmaður hljómsveitarinnar Oyama og nemi „Ég er búin að vera grænmetisæta núna í ár. Pælingin þegar ég byrjaði á því var að verða vegan á einhverjum tímapunkti en mér fannst ekki alveg hægt að breyta þessu á einni nóttu,“ segir Hildur. Hún segir úrvalið af vegan-mat á Íslandi gott. „Ég bý í Danmörku og er svolítið spennt að sjá hvernig úrvalið verður þar. Eins og í Bónus til dæmis eru vegan-vörur. Það er ekkert mál að elda mjög góðar vegan-uppskriftir og í rauninni ekki svo frábrugðið því að elda þegar maður er grænmetisæta.“ Sýnir gott fordæmiVísir/StefánRagnar Freyr, grafískur hönnuður „Ég eiginlega ákvað að taka þátt í Veganúar af því að ég er búinn að vera vegan alla hina mánuðina, það svona lá beint við. Líka til þess að sýna gott fordæmi,“ segir Ragnar Freyr en markmið hans í mánuðinum er að borða meira af heilli fæðu. Ragnar segir ýmsa veitingastaði á Íslandi bjóða upp á vegan-vænan mat. „Það er alltaf hægt að spyrja og fá eitthvað svona matreitt sérstaklega fyrir sig, ég held einmitt úti lista um veitingastaði á Íslandi sem eru vegan-vænir.“ Þarf ekki kjöt til þess að vera sterkMynd/HuldaBHulda B. Waage, kraftlyftingakona „Ég er náttúrulega vegan og tek þátt í Veganúar meira svona til þess að sýna fólkinu í kringum mig að þetta sé hægt og hvernig þetta virkar. Koma á framfæri skilaboðunum og hvetja aðra til þess að taka þátt,“ segir Hulda. Hulda er kraftlyftingakona og segir að vegan-mataræðið henti sér vel í lyftingunum. „Fólk hefur ákveðnar fyrirframgefnar hugmyndir um hvernig maður eigi að borða til þess að vera sterkur. Að maður þurfi að borða mikið kjöt og dæla í sig skyri en það er alls ekki þannig,“ segir hún og bætir við: „Ég finn það til dæmis eftir að ég tók út mjólkurvörur að ég fæ miklu minni bólgur og harðsperrur.“
Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira