Lífið

Senuþjófur á frumsýningu Blóðbergs

Guðrún Ansnes skrifar
Leikarinn knái fer með viðamikið hlutverk í myndinni, en það fölnar þó við hlið hlutverksins sem hann sinnir í raunveruleikanum,
Leikarinn knái fer með viðamikið hlutverk í myndinni, en það fölnar þó við hlið hlutverksins sem hann sinnir í raunveruleikanum,


Á föstudag var nýjasta afurð Vesturports, Blóðberg, frumsýnd í Egilshöll og mætti þar múgur og margmenni. Meðal þeirra sem létu sjá sig var Sveinn Ólafur Gunnarsson, sem fer með nokkuð viðamikið hlutverk í myndinni.

Mætti hann ásamt ófrískri eiginkonu sinni, Jóhönnu Helgu Thorkelsdóttur sjónlistakonu til að berja afurðina augum.  Þegar rétt um korter var liðið af sýningu myndarinnar urðu þau frá að hverfa þar sem Jóhanna Helga var komin af stað í fæðingu.

Heimildir herma að klukkustund síðar hafi hjónin verið komin með nýjan fjölskyldumeðlim í fangið, lítinn dreng.


Tengdar fréttir

Það er aldrei rétti tíminn til þess að segja frá leyndarmálum

Björn Hlynur Haraldsson handritshöfundur og leikstjóri frumsýnir Blóðberg, sína fyrstu kvikmynd um páskana og þar tekst venjuleg fjölskylda á við stórt leyndarmál sem er efalítið algengara hinu smá íslenska samfélagi en margan grunar.

Blóðberg heillar Bandaríkjamenn

Íslenska kvikmyndin Blóðberg verður endurgerð sem sjónvarpssería í Bandaríkjunum, ef allt gengur eftir. Umboðsskrifstofan ICM Partners kom að máli við framleiðendurna, Vesturport, vegna myndarinnar eftir kvikmyndahátíðina í Gautaborg, þar sem myndin var sýnd sem verk í vinnslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×