Heimurinn ferst ekki þótt þig vanti hráefni Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar 25. mars 2015 08:00 Ólöf eyðir miklum tíma í eldhúsinu og er dugleg að prófa sig áfram með uppskriftir. VísirVilhelm Ólöf Brynja Jónsdóttir matráður opnaði Facebook-uppskriftasíðuna Matarsíða lötu konunnar fyrir skemmstu. „Þetta byrjaði þannig að fólk var alltaf að biðja mig um uppskriftir að því sem ég var að elda, þannig að ég ákvað að gera síðu fyrir vinnufélaga og þá nánustu með uppskriftum. Þetta átti nú ekki að fara út í neina vitleysu, en nú er ég algjörlega búin að missa stjórnina,“ segir Ólöf og hlær. Ástæðuna fyrir nafninu, Matarsíða lötu konunnar, segir Ólöf vera tilkomna vegna þess að oft nenni fólk ekki að elda það sem það heldur að sé flókið. „Það er pínulítil leti í því. Þú getur alveg eldað góðan mat án þess að hann sé flókinn. Það þarf ekki alltaf að mæla allt og gera 100% og þú verður að leyfa þér að breyta uppskriftunum og spinna svolítið yfir pottunum og vera kreatífur.“ Ólöf segist aldrei hafa fylgt neinum straumum, heldur bara gert hversdagslegan, venjulegan mat. „Það er enginn lélegur kokkur, einföldustu hlutir geta verið svo góðir. Kannski ert þú með uppskrift með tuttugu hráefnum og þú átt þau ekki. Heimurinn ferst ekki þótt þú eigir ekki eitthvert hráefni. Prófaðu! Hvað er gott með þessu? Hvernig er bragðið? Þetta þarf ekki að vera fullkomið.“ Galdurinn segir hún að passa magnið og setja ekki of mikið í byrjun. „Ef þú passar það þá geturðu ekki klúðrað. Eins ef fólk er mikið að brenna matinn þá þarf að lækka hitann.“ Ólöf segist sjálf vera með bunka af matreiðslubókum á náttborðinu og þar af leiðandi dugleg að gera tilraunir á fjölskyldunni. „Þau hafa aldrei sagt beint að eitthvað sé vont. Maðurinn minn hefur samt sagt við mig „þú þarft ekki að elda þetta aftur“ og þá veit ég að það var ekkert sérstakt,“ segir hún og hlær. Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Ólöf Brynja Jónsdóttir matráður opnaði Facebook-uppskriftasíðuna Matarsíða lötu konunnar fyrir skemmstu. „Þetta byrjaði þannig að fólk var alltaf að biðja mig um uppskriftir að því sem ég var að elda, þannig að ég ákvað að gera síðu fyrir vinnufélaga og þá nánustu með uppskriftum. Þetta átti nú ekki að fara út í neina vitleysu, en nú er ég algjörlega búin að missa stjórnina,“ segir Ólöf og hlær. Ástæðuna fyrir nafninu, Matarsíða lötu konunnar, segir Ólöf vera tilkomna vegna þess að oft nenni fólk ekki að elda það sem það heldur að sé flókið. „Það er pínulítil leti í því. Þú getur alveg eldað góðan mat án þess að hann sé flókinn. Það þarf ekki alltaf að mæla allt og gera 100% og þú verður að leyfa þér að breyta uppskriftunum og spinna svolítið yfir pottunum og vera kreatífur.“ Ólöf segist aldrei hafa fylgt neinum straumum, heldur bara gert hversdagslegan, venjulegan mat. „Það er enginn lélegur kokkur, einföldustu hlutir geta verið svo góðir. Kannski ert þú með uppskrift með tuttugu hráefnum og þú átt þau ekki. Heimurinn ferst ekki þótt þú eigir ekki eitthvert hráefni. Prófaðu! Hvað er gott með þessu? Hvernig er bragðið? Þetta þarf ekki að vera fullkomið.“ Galdurinn segir hún að passa magnið og setja ekki of mikið í byrjun. „Ef þú passar það þá geturðu ekki klúðrað. Eins ef fólk er mikið að brenna matinn þá þarf að lækka hitann.“ Ólöf segist sjálf vera með bunka af matreiðslubókum á náttborðinu og þar af leiðandi dugleg að gera tilraunir á fjölskyldunni. „Þau hafa aldrei sagt beint að eitthvað sé vont. Maðurinn minn hefur samt sagt við mig „þú þarft ekki að elda þetta aftur“ og þá veit ég að það var ekkert sérstakt,“ segir hún og hlær.
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira