Páll Óskar sýnir allt í Rokksafninu Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 08:00 Páll Óskar Hjálmtýsson Vísir/GVA „Ég hef safnað öllu síðan Rocky Horror var sýnt árið 1991 og hef ég ekki hent neinu síðan þá. Ég einfaldlega afhendi þeim bara allt góssið og nú sitja þeir með sveittan skallann að fara í gegnum þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Laugardaginn 14. mars verður opnuð í Rokksafni Íslands í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ sýningin „Páll Óskar – Einkasafn poppstjörnu“, en Palli fagnar 45 ára afmæli sínu tveimur dögum síðar. „Ég ætlaði fyrst að geyma þetta heima hjá mér en þegar þau hjá Rokksafninu spurðu hvort ég ætti ekki eitthvað dót, þá gaf ég þeim þetta allt. Loksins fær þetta að njóta sín í fallegu rými,“ segir Palli. Sýningin verður nokkurs konar yfirlitssýning um líf Palla. Henni verður skipt niður eftir tímabilum og þar verða til sýnis flestir búningar sem hann hefur klæðst á ferlinum, gömul tímarit og viðtöl, teikningar og listaverk, skart, auglýsingar, vinnudagbækur, dagatöl og forláta Nokia 6110 síminn sem Palli átti í fjórtán ár. „Hvert tímabil fær sinn stall og á hverjum þeirra verða munir sem tengjast þeim tíma.“ segir hann. Á sýningunni verður einnig hægt að tylla sér niður og hlusta á gamlar og sjaldgæfar upptökur, bæði af tónlist hans og útvarpsþáttunum sem Palli stýrði eitt sinn, „Sætt og sóðalegt“ og „Dr.Love“. „Þarna geta gestir líka fiktað í fullt af tökkum og hljóðblandað lögin mín upp á nýtt. Það verður líka hægt að fara í lítið hljóðver þar sem þú velur þitt uppáhaldslag með mér, velur tóntegund, syngur það og færð upptökuna senda í tölvupósti, með myndbandi. Vonandi hefur fólk gaman af því og lærir jafnframt að einfalt popplag er samsett úr ótrúlega mörgum flóknum hlutum. Við ætlum að gera þessa sýningu eins skemmtilega og fjölbreytta og frekast er unnt,“ segir Palli. Aðspurður hvort það sé einhver einn hlutur á sýningunni sem hann haldi sérstaklega upp á, segist hann eiga erfitt með að gera upp á milli. „Rocky Horror-búningurinn skiptir mig þó gríðarlega miklu máli, því það var þá sem lætin byrjuðu.“ Laugardagskvöldið 14. mars verður alvöru Pallaball í Stapanum Keflavík með tilheyrandi stuði langt fram á nótt. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Ég hef safnað öllu síðan Rocky Horror var sýnt árið 1991 og hef ég ekki hent neinu síðan þá. Ég einfaldlega afhendi þeim bara allt góssið og nú sitja þeir með sveittan skallann að fara í gegnum þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Laugardaginn 14. mars verður opnuð í Rokksafni Íslands í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ sýningin „Páll Óskar – Einkasafn poppstjörnu“, en Palli fagnar 45 ára afmæli sínu tveimur dögum síðar. „Ég ætlaði fyrst að geyma þetta heima hjá mér en þegar þau hjá Rokksafninu spurðu hvort ég ætti ekki eitthvað dót, þá gaf ég þeim þetta allt. Loksins fær þetta að njóta sín í fallegu rými,“ segir Palli. Sýningin verður nokkurs konar yfirlitssýning um líf Palla. Henni verður skipt niður eftir tímabilum og þar verða til sýnis flestir búningar sem hann hefur klæðst á ferlinum, gömul tímarit og viðtöl, teikningar og listaverk, skart, auglýsingar, vinnudagbækur, dagatöl og forláta Nokia 6110 síminn sem Palli átti í fjórtán ár. „Hvert tímabil fær sinn stall og á hverjum þeirra verða munir sem tengjast þeim tíma.“ segir hann. Á sýningunni verður einnig hægt að tylla sér niður og hlusta á gamlar og sjaldgæfar upptökur, bæði af tónlist hans og útvarpsþáttunum sem Palli stýrði eitt sinn, „Sætt og sóðalegt“ og „Dr.Love“. „Þarna geta gestir líka fiktað í fullt af tökkum og hljóðblandað lögin mín upp á nýtt. Það verður líka hægt að fara í lítið hljóðver þar sem þú velur þitt uppáhaldslag með mér, velur tóntegund, syngur það og færð upptökuna senda í tölvupósti, með myndbandi. Vonandi hefur fólk gaman af því og lærir jafnframt að einfalt popplag er samsett úr ótrúlega mörgum flóknum hlutum. Við ætlum að gera þessa sýningu eins skemmtilega og fjölbreytta og frekast er unnt,“ segir Palli. Aðspurður hvort það sé einhver einn hlutur á sýningunni sem hann haldi sérstaklega upp á, segist hann eiga erfitt með að gera upp á milli. „Rocky Horror-búningurinn skiptir mig þó gríðarlega miklu máli, því það var þá sem lætin byrjuðu.“ Laugardagskvöldið 14. mars verður alvöru Pallaball í Stapanum Keflavík með tilheyrandi stuði langt fram á nótt.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira