Fótbolti

Fyrsti tapleikur Glódísar í Svíþjóð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís Perla (fyrir miðju) fagnar Íslandsmeistaratilinum með Stjörnunni á síðustu leiktíð.
Glódís Perla (fyrir miðju) fagnar Íslandsmeistaratilinum með Stjörnunni á síðustu leiktíð. vísir/stefán
Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn í vörn Eskilstuna sem tapaði 3-0 fyrir Piteå á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Þetta voru fyrstu mörkin og fyrsti tapleikur Eskilstuna á tímabilinu, en liðið hafði unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins.

Staðan var 0-2 fyrir Piteå í hálfleik, en þriðja og síðasta markið kom á 70. mínútu.

Eskilstuna er þremur stigum á eftir Rosengård eftir leikina fimm sem búnir eru, en Sara Björk Gunnarsdóttir er hluti af liði Rosengård.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×