Sonur Sir Alex aftur kominn með stjórastarf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2015 17:15 Feðgarnir Sir Alex Ferguson og Darren Ferguson unnu báðir titla vorið 2011. Vísir/Getty Darren Ferguson, sonur Sir Alex Ferguson, er ekki lengur atvinnulaus en C-deildarliðið Doncaster Rovers hefur ráðið hann sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins. Hinn 43 ára gamli Ferguson hefur verið án starfs síðan að hann hætti hjá Peterborough í febrúar eftir fjögurra ára starf. Darren Ferguson var þar að enda sína aðra lotu með Peterborough en hann gerði góða hluti með Peterborough á árunum 2007 til 2009 þegar liðið fór upp um tvær deildir og alla leið í B-deildina. Það er ekki auðvelt að fylgja í fótspor sigursælasta stjóra alla tíma en Darren Ferguson á enn eftir að fá tækifærið í efstu deild. Ferguson tekur við stöðu landa síns Paul Dickov sem var rekinn 8. september eftir að liðið náði aðeins í sex stig í fyrstu sex leikjum sínum. Rob Jones tók tímabundið við liðinu og liðið vann aðeins einn af sex leikjum undir hans stjórn. Það er aðeins markatala sem heldur liðinu frá fallsæti eins og staðan er í dag. „Við erum með góðan hóp leikmanna og markmiðið er að komast upp í B-deildina. Óvissunni er lokið og nú getum við byrjað upp á nýtt. Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað. Sýn mín og eigandana passar vel saman og það var því enginn vafi í mínum huga,“ sagði Darren Ferguson við BBC. Darren Ferguson var fótboltamaður á sínum tíma og lék meðal annars 27 leiki undir stjórn pabba síns hjá Manchester United á árunum 1990 til 1994. Hann var síðan í fimm ár hjá Wolverhampton Wanderers og átta ár hjá Wrexham. Ferguson tók fyrst við Peterborough United árið 2007 og stýrði því til 2009. Hann var síðan í minna en eitt ár með Preston North End áður en hann snéri aftur til Peterborough árið 2011. Ferguson var síðan með Peterborough-liðið frá 12. janúar 2011 til 21. febrúar 2015. Darren Ferguson verður 44 ára gamall í febrúar næstkomandi en þegar faðir hans Sir Alex Ferguson var á sama aldri var hann einu ári frá því að taka við liði Manchester United. Ferguson vann síðan 38 titla með Manchester United frá 1986 til 2013. Enski boltinn Tengdar fréttir Ferguson: Rétt að ráða Moyes Alex Ferguson segir í nýrri heimildamynd að United hafi tekið rétta ákvörðun í leitinni að eftirmanni hans hjá Manchester United. 6. október 2015 08:15 Ferguson: Mourinho mun leysa vandamál Chelsea Fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United telur að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Jose Mourinho muni finna lausn á vanda Chelsea í upphafi tímabilsins. 10. október 2015 11:45 „Ferguson er bara vel við þá sem hlýða honum“ Sir Alex Ferguson og Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba og Mario Balotelli, eru engir vinir eins og kemur fram í nýrri bók Fergusons. 23. september 2015 08:45 Ferguson hefur trú á Klopp Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Jürgen Klopp sé rétti maðurinn fyrir Liverpool en Þjóðverjinn var kynntur til leiks sem næsti stjóri Bítlaborgarliðsins í dag. 9. október 2015 18:24 Ferguson ræddi við Guardiola um að taka við Manchester United Skoski knattspyrnustjórinn ræddi við Pep Guardiola um að taka við enska stórveldinu Manchester United en Ferguson greinir frá þessu í nýrri bók sem hann er að gefa út. 22. september 2015 07:30 Alex Ferguson: Var bara með fjóra heimsklassa leikmenn í United-liðunum mínum Sir Alex Ferguson var knattspyrnustjóri Manchester United í 26 ár og United vann þrettán sinnum enska meistaratitilinn undir hans stjórn. Skotinn segist þó aðeins hafa verið með fjóra heimsklassa leikmenn í United-liðunum sínum. 22. september 2015 16:45 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Darren Ferguson, sonur Sir Alex Ferguson, er ekki lengur atvinnulaus en C-deildarliðið Doncaster Rovers hefur ráðið hann sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins. Hinn 43 ára gamli Ferguson hefur verið án starfs síðan að hann hætti hjá Peterborough í febrúar eftir fjögurra ára starf. Darren Ferguson var þar að enda sína aðra lotu með Peterborough en hann gerði góða hluti með Peterborough á árunum 2007 til 2009 þegar liðið fór upp um tvær deildir og alla leið í B-deildina. Það er ekki auðvelt að fylgja í fótspor sigursælasta stjóra alla tíma en Darren Ferguson á enn eftir að fá tækifærið í efstu deild. Ferguson tekur við stöðu landa síns Paul Dickov sem var rekinn 8. september eftir að liðið náði aðeins í sex stig í fyrstu sex leikjum sínum. Rob Jones tók tímabundið við liðinu og liðið vann aðeins einn af sex leikjum undir hans stjórn. Það er aðeins markatala sem heldur liðinu frá fallsæti eins og staðan er í dag. „Við erum með góðan hóp leikmanna og markmiðið er að komast upp í B-deildina. Óvissunni er lokið og nú getum við byrjað upp á nýtt. Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað. Sýn mín og eigandana passar vel saman og það var því enginn vafi í mínum huga,“ sagði Darren Ferguson við BBC. Darren Ferguson var fótboltamaður á sínum tíma og lék meðal annars 27 leiki undir stjórn pabba síns hjá Manchester United á árunum 1990 til 1994. Hann var síðan í fimm ár hjá Wolverhampton Wanderers og átta ár hjá Wrexham. Ferguson tók fyrst við Peterborough United árið 2007 og stýrði því til 2009. Hann var síðan í minna en eitt ár með Preston North End áður en hann snéri aftur til Peterborough árið 2011. Ferguson var síðan með Peterborough-liðið frá 12. janúar 2011 til 21. febrúar 2015. Darren Ferguson verður 44 ára gamall í febrúar næstkomandi en þegar faðir hans Sir Alex Ferguson var á sama aldri var hann einu ári frá því að taka við liði Manchester United. Ferguson vann síðan 38 titla með Manchester United frá 1986 til 2013.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ferguson: Rétt að ráða Moyes Alex Ferguson segir í nýrri heimildamynd að United hafi tekið rétta ákvörðun í leitinni að eftirmanni hans hjá Manchester United. 6. október 2015 08:15 Ferguson: Mourinho mun leysa vandamál Chelsea Fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United telur að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Jose Mourinho muni finna lausn á vanda Chelsea í upphafi tímabilsins. 10. október 2015 11:45 „Ferguson er bara vel við þá sem hlýða honum“ Sir Alex Ferguson og Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba og Mario Balotelli, eru engir vinir eins og kemur fram í nýrri bók Fergusons. 23. september 2015 08:45 Ferguson hefur trú á Klopp Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Jürgen Klopp sé rétti maðurinn fyrir Liverpool en Þjóðverjinn var kynntur til leiks sem næsti stjóri Bítlaborgarliðsins í dag. 9. október 2015 18:24 Ferguson ræddi við Guardiola um að taka við Manchester United Skoski knattspyrnustjórinn ræddi við Pep Guardiola um að taka við enska stórveldinu Manchester United en Ferguson greinir frá þessu í nýrri bók sem hann er að gefa út. 22. september 2015 07:30 Alex Ferguson: Var bara með fjóra heimsklassa leikmenn í United-liðunum mínum Sir Alex Ferguson var knattspyrnustjóri Manchester United í 26 ár og United vann þrettán sinnum enska meistaratitilinn undir hans stjórn. Skotinn segist þó aðeins hafa verið með fjóra heimsklassa leikmenn í United-liðunum sínum. 22. september 2015 16:45 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Ferguson: Rétt að ráða Moyes Alex Ferguson segir í nýrri heimildamynd að United hafi tekið rétta ákvörðun í leitinni að eftirmanni hans hjá Manchester United. 6. október 2015 08:15
Ferguson: Mourinho mun leysa vandamál Chelsea Fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United telur að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Jose Mourinho muni finna lausn á vanda Chelsea í upphafi tímabilsins. 10. október 2015 11:45
„Ferguson er bara vel við þá sem hlýða honum“ Sir Alex Ferguson og Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba og Mario Balotelli, eru engir vinir eins og kemur fram í nýrri bók Fergusons. 23. september 2015 08:45
Ferguson hefur trú á Klopp Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Jürgen Klopp sé rétti maðurinn fyrir Liverpool en Þjóðverjinn var kynntur til leiks sem næsti stjóri Bítlaborgarliðsins í dag. 9. október 2015 18:24
Ferguson ræddi við Guardiola um að taka við Manchester United Skoski knattspyrnustjórinn ræddi við Pep Guardiola um að taka við enska stórveldinu Manchester United en Ferguson greinir frá þessu í nýrri bók sem hann er að gefa út. 22. september 2015 07:30
Alex Ferguson: Var bara með fjóra heimsklassa leikmenn í United-liðunum mínum Sir Alex Ferguson var knattspyrnustjóri Manchester United í 26 ár og United vann þrettán sinnum enska meistaratitilinn undir hans stjórn. Skotinn segist þó aðeins hafa verið með fjóra heimsklassa leikmenn í United-liðunum sínum. 22. september 2015 16:45