Vefsíðan 101greatgoals.com greinir frá þessu og vísar í Twitter-færslu Simeon Alcantara frá því í ágúst 2013. Hann segir að Firmino sé dæmigerður leikmaður sem sé að skapi knattspyrnustjórans Brendan Rodgers.
Firmino kom til Liverpool frá Hoffenheim í Þýskalandi fyrir 29 milljónir punda eftir því sem fram kemur í breskum fjölmiðlum. Hann er 23 ára gamall og skoraði sjö mörk fyrir Hoffenheim á síðasta tímabili og gaf tíu stoðsendingar.
Hann fór til þýska liðsins árið 2010 eftir að Hoffenheim keypti hann frá Figueirense í Brasilíu.
Roberto Firmino will join LFC. How do i know? I just do...
— Simeon Alcantara (@SimeonLFC) August 25, 2013
@LFC_Soldier So dude for Hoffeinheim. He's the ultimate Brendan Rodgers player...
— Simeon Alcantara (@SimeonLFC) August 25, 2013