Enski boltinn

Liverpool að ganga frá kaupum á Firminho

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Roberto Firmino er á leið í enska boltann.
Roberto Firmino er á leið í enska boltann. vísir/getty
Liverpool er að ganga frá kaupum á brasilíska framherjanum Roberto Firmino, samkvæmt frétt BBC í kvöld.

Ian Ayre, framkvæmdastjóri Liverpool, er staddur í Síle til að ganga frá málum, en þar er Firmino að spila með brasilíska landsliðinu í Copa America.

Kaupverðið er sagt vera 29 milljónir punda sem gerir Brassann að næstdýrasta leikmanninum í sögu Liverpool á eftir Andy Carroll sem kostaði félagið 35 milljónir punda.

Roberto Firmino er 23 ára gamall og hefur spilað með Hoffenheim í þýsku 1. deildinni síðan 2011.

Hann skoraði sjö mörk í 33 deildarleikjum á síðustu leiktíð en 16 mörk í 33 leikjum tímabilið þar áður.

Breskir blaðamenn sem hafa tjáð sig um málið á Twitter í kvöld segja þessi kaup fara langt með að staðfesta að Raheem Sterling verði seldur frá Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×